Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Mannréttindabrot í E1 Salvador eru hermd jafnt upp á opinbera aðila og skæru- liða. Rannsökuðu mannréttinda- brot í El Salvador og Guatemala I skýrslu á vegum Sameinuðu þjóð- anna er sagt að ástandið í mann- réttindamálum E1 Salvador hafi batn- að en mikiö vanti samt á að yfirlýst- ur vilji stjórnarinnar til bóta nái fram að ganga. Enn fremur segir í skýrslunni að réttarkerfið í E1 Salvador sé enn sem fyrr óhæft til þess aö rannsaka kæru- mál út af mannréttindabrotum. Prófessor Jose Antonio Pastor Ridruejo, sem skýrsluna vann fyrir stofnunina, segist einnig sannfærður um aö skæruliðar hafi gerst sekir um alvarleg mannréttindabrot en sam- kvæmt hans heimildum virðast þau færri en hin sem hermd eru upp á stjómvöld eða embættismenn þeirra. 1 annarri skýrslu, sem lögð var fram hjá Sameinuðu þjóðunum í gær, er skorað á stjórn Guatemala að reyna að draga úr ofbeldinu sem þegnar landsins eru beittir, en sumir borgarar hafa horfiö sporlaust. Er í henni sagt að ofbeldi og mannshvörf séu óhugnan- legatíö. Sendilulltrúi Breta drepinn í Bombay Percy Norris, aðstoöarsendiherra Breta í Bombay, var skotinn til bana í morgun á leiö til vinnu. Var hann staddur í miðbæ Bombay þegar árásarmaðurinn eða mennirnir hæfðu hann þrem byssukúlum. Ein kúlan hæföi hann i hjartastað og önnur í gagnaugað, en samt var Norris með lífsmarki þgar komið var með hann á nærliggjandi sjúkrahús. Lækn- arnir fengu þó ekki við neitt ráðiö og lést hann í höndum þeirra. Um tilræðismennina er ekkert vitað og ekkert um ástæðu þessarar árásar. Norris var 56 ára gamall, kvæntur og tveggja barna faðir. Hann tók við stöðu sinni í Bombay fyrir sex vikum að loknum trúnaðarstörfum í Dubai. Hann hefur starfað á vegum bresku utanrikisþjónustunnar á Salómons- eyjum, í Malasíu, Nígeríu, Belgíu og á Filippseyjum. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Þórir Guðmundsson Samkomulag viö flugræningjana á næsta leiti 1 morgun virtist líklegt að flugræn- ingjarnir í Eþíópíu og Sómalíustjóm væru farin aö nálgast samkormlag. Þá höfðu flugræningjar framlengt frest- inn fyrir stjórnvöld til að ganga að kröfum sínum í fimmta sinn. Tvær rút- ur, sem saman geta flutt að minnsta kosti 100 farþega, voru komnar upp að hliöinu á flugvellinum í Addis Ababa þar sem Boeing 707 vélin er. Embættismenn í Addis Ababa neit- uðu þó að segja nokkuð um málið nema að það væri á viðk væmu stigi. Flugræningjarnir vilja að 13 föngum í Sómalíu verði sleppt og að sjö dauöa- dæmd ungmenni fái að lifa. Sómalíu- stjórn hefur algerlega neitað að verða við þeirrikröfu. Fangamir, sem flugræningjarnir vilja lausa, koma frá svæði þar sem slæruliöar berjast hart gegn stjórn Sómalíu. Eþíópíustjórn styður sumar þessar skæruliðahreyf ingar. Gervihjartaþeginn óttast vélarnar Gervihjartaþeganum WÚliam Schroeder var haldið undir sterkum áhrifum róandi lyfja í dag að eigin ósk. Hann sagði læknum að hann væri hræddur við allar vélamar í kringum sig og aö þurfa aö anda i gegnum rör sem leitt er í gegnum hálsinn. Líöan hans er enn alvarleg. Læknar segja þó að öll lífsmerki séu góð. Aðeins sex tímum eftir að læknar höföu sett gervihjartaö í Schroeder þurftu þeir að opna aftur á honum brjóstholið til að stöðva miklr.r innvortis blæðingar. Blóðið kc.n frá lélegum saum þar sem hjartað var fest viðaðalslagæöina. Yfirmaður læknaliðsins sem sér um aðgerðina er William Devries, sá sami og græddi gervihjarta í Bamey Clark fyrir tveimur árum. Það er fyrirtækið Humana sem sér um aðgerðina. Það rekur heilbrigðisþjónustu fyrir ágóða og bauð Devries til Louisville, þar sem aðgerðir. Þær geta kostað 10 til 20 aðgeröin fer fram, með loforði um að milljónir dollara eða allt að 800 borga fyrir allt að 100 gervihjarta- milljónir íslenskra króna. Baraey Clark dó eftlr 112 daga, en gervihjartað virkaði þó vel. Þeir hjá Gunnari & Guðmundi völdu TREMIX gæðanna vegna. Við getum ennþá boðið örfáar á þessu gamla og góða verði, kr. 67.000. JARÐVEGSÞJÖPPUR, 140 kg ~*m Einkaumboð fyrir TREMIXá íslandi T^nTX/JUJ 'J ;tf\/Tv«TPrjTi Fosshálsi 27 - sími 687160.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.