Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 34
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER1984. Ahugasamir nemendur fræðast um sniðskurð. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn FRODLEIKSÞORSHNN BRENNANDIENN öll þekkjum við sögur af afreks- mönnum sem ekki áttu kost á skóla- göngu í æsku, en brutust til mennta síð- ar á ævinni, af harðfylgi, meö sjálfs- námi og kvöldskólagöngu. Þessi brennandi fróðleiksþorsti hefur ekki síst einkennt Islendinga í aldanna rás, og Islendingar stæra sig af því að menntakerfi þeirra sé öflugt og veiti öllum möguleika til þess að komast til manns. En það eru þó reknir hér á landi kvöldskólar, þar sem fólk í fullu starfi getur aflað sér menntunar, hvort sem það sækist eftir menntun vegna þess að því finnst sú menntun sem það hefur fyrir vera lítil, eða vegna þess aö það vill einfaldlega bæta við þekkingu sem er ágæt fyrir. Þar á meðal eru Náms- flokkar Reykjavíkur, en þar hefur Reykvíkingum lengi gefist kostur á aö auka þekkingu sína í frístundum. En sækjast Islendingar nú eftir menntun vegna þess að hún hefur hag- nýtt gildi eða sækjast þeir eftir mennt- un vegna þess að hún er góð í sjálfu sér? Guðrún Halldórsdóttir, forstöðu- kona Námsflokkanna, segir að aðsókn hafi aukist að námskeiðum sem eru beinlínis hagnýt og efast ekki um aö það stafi af efnahagslegum þrenging- um þjóðarinnar. Hún bendir á að að- sókn að saumanámskeiðum hefur auk- ist gífurlega síðustu ár, og víst er að á þeim heimilum þar sem góður klæð- skeri býr má spara mikla peninga, því föt eru dýr, og sérlega á bamaheimil- um. En því er ekki að neita að það kemur fram í viðtölum við nemendur að nám- ið hefur líka sitt sérstaka aðdráttarafl. Hér birtist viðtal við unga saumakonu sem saumar af því að hún hefur áhuga á því að sauma. Og miðaldra kona, sem býr sig nú undir nám í fræðum Lilja Klein: Langaði að læra saumaskap — Ég er nú ekkert sérstaklega að hugsa um það að spara , segir Liija Klein, nítján ára gömul, sem stundar saumaskapinn af kappi á námskeið- um Námsfíokka Reykjavíkur. — Ég fór í þetta af því ég haföi áhuga á því. Mig langaði til þess að læra meira um saumaskap. Lilja Kiein. Lilja vinnur hjá Freemann’s pöntunarlistánum með náminu í Verslunarskólanum, og hún hefur í raun áhuga á saumaskap sem hand- verki, eða viðfangsefni í sjálf u sér. — Við erum að sauma alls konar hluti og ég er ekkert frekar að sækj- ast eftir þv^ að sauma föt sem eru í tísku. Mig langaði bara að læra um saumaskap því ég kunni s vo lítið. En þarf þá ekki mikinn áhuga til þess að endast til þess að sækja kvöldnámskeið? — Ég veit það ekki. Þetta nám- skeið átti að standa fram að jólum sem er ekki langur tími. En það taföist auðvitað vegna verkfallsins, segir þessi áhugasama unga sauma- kona aðlokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.