Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR27. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Suður-Kórea: FerKimheim i fangelsid? Ef þú minnist á nafn Kim Dae- Jung í Suöur-Kóreu, þá er eins víst aö fólk stari firrt á þig, líti síöan í kringum sig, og, ef þú ert að tala viö embættismenn, hvítni svolítiö. Suöur-Kóreumenn eru enn í sjöunda himni yfir hinum mikla fjölda verðlauna sem þeir fengu á ólympíuleikunum og yfir efnahags- ástandinu sem hefur sjaldan veriö betra og stjórnin hefur engan áhuga á aö fá helsta andófsmann landsins heim. Kim er 58 ára gamall og hefur dvaliö í Bandarikjunum undanfarin tvö ár. Nýlegar yfirlýsingar hans um að hann hyggist brátt halda heim á leiö hafa komiö ísköldu vatni milli skinns og hörunds stjórnarherranna og lífgaö upp á annars dauft stjórnmálalif landsins. Búist er viö kosningum til hins valdalitla þjóöþings snemma á næsta ári og öruggt er aö stjórnar- flokkurinn, Lýðræðislegi réttar- flokkurinn, mun vinna meö miklum mun. Þó meölimir hinna tveggja stjórnarandstööuflokka, sem á þingi eru, spyrji einstaka sinnum erfiðra spuminga á þingi er hin „raun- verulega stjórnarandstaöa”, eins og hún kallar sig, utan þingsala. Það er hópur 99 stjómmálamanna sem hefur veriö bannaö aö taka þátt í stjórnmálum þangaö til 1988. Kim er einn þessara manna og einnig fyrrum keppinautur hans, Kim Young-Sam, næstbest þekkti andófsmaöurinn í Suöur-Kóreu. Hann fór í 23 daga hungurverkfall á síðasta ári til aö krefjast þess aö lýðræöi veröi komiö á á ný. Þessir tveir menn, sem eru óskyldir þó að þeir hafi báðir fjöl- skyldunafnið Kim, hafa nú grafið stríösöxina og bundist samtökum um aö stofna ný samtök stjórnarand- stæöinga sem þeir kalla „Lýöræöis- ráöið.” I gegnum þetta Lýöræöisráð segjast þeir vilja ræöa við stjórnina en ekki efna til árekstra viö hana. En talsmaöur stjórnarinnar hefur sagt aö stjórnin geti ekki rætt við ólögleg samtök. Hann sagöi enn- fremur aö honum fyndist stjómin hafa veriö furöu „'rausnarleg” aö loka ekki algerlega fyrir ráöiö. Hversu lítilsmegnugt sem Lýðræöisráðið er, þá mun þaö gefa Kim einhvem grundvöll til aö tala ef og þegar hann snýr aftur heim. Kim sagði japanska dagblaöinu Yomiuri Shimbun nýlega aö hann myridi snúa heim í desember eftir feröalag um Evrópu, en rétt fyrir helgina sagöist hann myndi fara heim frá Bandaríkjunum í janúar eöa febrúar á næsta ári. í forsetakosningum árið 1971 fór Kim í framboð gegn Park Chung-He forseta. Hann fékk 45 prósent at- kvæða. Ut þann áratug fór hann úr og í fangelsi. Stjórnin segist ekki ætla aö, bregöast viö heimkomu hans á annan hátt en að láta dómskerfið fara meö hann aö lögum. Þaö þýöir aö hann verður sennilega hnepptur í fangelsi enn á ný. Hann haföi ekki verið í fangelsi nema mjög lítinn hluta þeirra 20 ára sem hann var dæmdur í. Upprunalega var hann dæmdur til dauða fyrir landráð, en eftir geysilegan alþjóölegan þrýsting var sá dómur mildaöur, fyrst í lífs- tíöarfangelsi, svo 20 ár. Heimkoma Kim er skiljanlega borin saman viö heimkomu Benigno Aquino, stjórnarandstööuleiðtogans á Filippseyjum. „Við búumst ekki viö neinu slíku en viö vildum gjarna aö stjómin ábyrgöist öryggi hans,” sagði Kim Young-Sam. Kim Dae-Jung hitti Elliot Abrams, aðstoöarutanríkisráöherra Banda- ríkjanna, nýlega til aö biöja Banda- ríkjamenn til aö gæta öryggis síns skyldi hann snúa aftur. Areiöanlegar heimildir í Seoul herma að honum hafi verið sagt aö Bandaríkin gætu ekki veitt neina slíka gæslu. Á skrif- stofu Abrams í Washington var viðurkennt aö fundurinn heföi fariö fram en neitaö að gefa nokkrar aörar upplýsingar um hann. Leiðtogi helsta stjómarandstööu- flokksins, sem er á þingi sagöi: ,Stjórnin ætti aö ábyrgjast öryggi hans og frelsi í Kóreu. Hann ætti aö falast eftir viðræðum viö stjórnina ogforöastátök.” Annar leiötogi flokksins sagöi: ,,Ég býö hann í gmndvallaratriöum velkominn aftur því þetta er heima- land hans. En það er ekki sama hvenær hann kemur. Ef hann kemur eins og tveimur mánuðum fyrir kosningar getur þaö valdið Kim Dae-Jung, leiðtogi stjórnarandstöðunnar i Suður-Kóreu, ætlarenn að reynast Chun forseta óþægur Ijár iþúfu. sundrungu í liöi stjómarand- stöðunnar. Kim, sem segist engan áhuga hafa á aö bjóöa sig fram til þings, hefur meiri áhuga á forsetastólnum sem á aö losna 1988. Þó Chun forseti hafi lofað aö segja af sér þá eru margir hræddir um aö hann muni veita embættið öðrum herf oringja. Kim Dae-Jung vildi helst fara í framboð til forseta og vinna kosningar sem yröu upphafi að fullu lýðræði fyrir þessa 40 milljón manna þjóö. Kaþólikkar íVíetnam: ,,Segðu þeim í Róm aö ég muni aldrei svíkja trúna, kirkjuna eöa páf- ann. Á hinn bóginn mun ég vera sveigjanlegur ef ég get unnið í sam- vinnu meö stjórninni á meðan hún krefst einskis af mér sem er gagn- stætt trú minni.” Þetta sagöi erkibiskupinn Paul Nguyen Van Binh yfir Ho Chi Minh borg, sem þá var Saigon, þegar hann kvaddi trúboöa einn um þaö leyti sem kommúnistar úr norðri voru aö taka Suður-Víetnam 1975. Nú er þessi „gjaldið keisaranum það sem keis- Kaþólskur prestur i Vietnam. Gjalda keisaranum það sem keisarans er Kaþólsk kirkja i Ho Chi Minh .. . Inni i Hue dómkirkjunni... .. . og Hue klaustrið. borg... arans er”-stefna grundvallarregla kaþólskukirkjunnarí Víetnam. I Víetnam eru tæplega fjórar milljónir kaþólikka, um sex prósent þjóðarinnar, og þeir eru heittrúaöir menn í landi þar sem trúleysi er opinber stefna. Kirkjan þarf aö halda stööugu jafnvægi milli köllunar sinnar að útbreiöa trúna og þess skil- yröis stjórnvalda fyrir aö leyfa starf hennar aö halda sig algerlega viö trúmál. I Víetnam eru kirkjumar opnar og alltaf fullar. Guösþjónustur eru meö allri þeirri pomp og prakt sem til- hlýðileg þykir. En kirkjan verður aö halda sig algerlega á velli trú- fræöinnar og ekki bianda sér í neitt sem tengist þjóömálum eöa félags- legri þjónustu. Skólum kirkjunnar hefur veriö lokað og kirkjan rekur ekki lengur neina spítala eða munaðarleysingjaheimili. Stefna Jósef-Marie Trinh Van Can, kardínála í Hanoi, er að halda kirkjunni lifandi meö því að gefa stjómvöldum ekkert færi á sér. „Vatíkanið hefur lært af Kína- lexíunni,” sagöi heimildarmaður í Hanoi. „Stefnan er aö leyfa kirkjunni á staðnum aö dæma um hugarfar stjómarherra sinna.” (I Kína er „fööurlandssirinuð” kirkja sem skipar sína eigin biskupa og er um f lest óháö Vatíkaninu.) Yfirstjórn kirkjunnar í Róm segir stjóm Víetnams ofsækja stöðugt kaþólsku kirkjuna og menn hennar. I Víetnam er sagt aö þetta sé ekki algerlega satt. Þaö séu aö minnsta kosti engar kerfisbundnar ofsóknir. En stjórnin er aö reyna aö gera kirkjunni erfitt meö aö fá nýja presta til liðs viö sig. „Þetta er ekki stríð. Þetta er stöðugur skæmhernaöur,” sagöi maður sem fylgst hefur meö málinu. „Okkur líkar auðvitaö ekki vel viö trúmál,” sagði einn meölimur flokksráðsins og fyrrverandi rit- stjóri málgagns Kommúnistaflokks- ins. „En viö meinum fólki ekki aö fara í kirkju. Þaö gemm viö ekki og getumekki. Því þá værum viðaöbúa til stjómmálalegt vandamál. ” Þyngsti kross kirkjunnar í Víetnam er kannski saga hennar röngum megin í þjóöfrelsisbar- áttunni. Kirkjan studdi lengi vel yfir- ráö Frakka og hún studdi Ngo Dien Diem, forsætisráðherra Suður- Víetnams, sem einnig var kaþóiikki. Núverandi valdhafar í Víetnam iíta því svo á aö hún hafi stutt tvo helstu óvini þeirra fyrr á árum. Og Víetnam er ekkert Pólland þar sem vald kirkjunnar er mikiö. Aðeins sex prósentþjóöarinnar játa kaþólsku. Þó trúaráhugi þeirra sem á annaö borð játa kaþólsku sé mikill er fram- tíö kirkjunnar ekki björt. Sífellt veröur erfiöara aö fá nýja presta. Nálægt tvö þúsund prestar starfa nú í landinu og tæplega 200 em í „endur- menntunarbúðum.” Meðalaldur hinna starfandi presta nálgast sjötugt. Umsjón: Þórir Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.