Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 18
18
DV. ÞMÐJUDAGUR 27. NOVEMBER1984.
Frá Jóni L. Árnasyni á ólympíuskákmótinu í Þessalóniku
Gott skipulag Grikkja
kemur á óvart
Sannast sagna áttu fæstir von á
því að Grikkjum myndi takast aö
halda ólympíuskákmót með sóma-
samlegum hætti, því reynsla þeirra
af skipulagningu skákmóta er nán-
ast engin, en þeir hafa komið á óvart.
í samanburöi viö síðustu ólympíu-
skákmót er öll skipulagning hér meö
miklum ágætum. Teflt er í afar
stórri sýningarhöll og þar er ekkert
sem truflar skákmennina. Öll önnur
starfsemi er nefnilega höfð í öðrum
byggingum í „Olympíuþorpinu”.
Þar er aðstaða fyrir blaðamenn, bók-
sala, matsalur, starfsemi FIDE og í
ráðstefnusalnum skammt frá skák-
mönnunum verður þing alþjóðaskák-
sambandsins haldið síðustu dagana.
íslendingarnir voru viðbúnir hinu
versta, eins og fleiri, en sá ótti er úr
sögunni. Við búum á sæmilegu hóteli,
sem reyndar mætti vera nær skák-
staðnum, og borið saman við síðustu
ólympíumót er aðstaðan góö. Helstu
umkvörtunarefni eru umferðarhá-
vaði, næturkuldi og maturinn, sem
er einhæfur og virðist ætla að verða
leiðigjarn. Þó ættum viö Islendingar
ekki aö segja mikiö því Grikkir
borða mikið kindakjöt og í dag sáum
við ekki betur en að gamla góða
súpukjötið væri komið á diskana okk-
ar, aö vísu fremur ólystugt enda í
olíusúpu.
Hér eru allir bestu skákmenn
heims saman komnir, ef k-in þrjú,
Karpov, Kasparov og Kortsnoj eru
undanskilin. Það er ótrúlegt aö Sov-
étmenn skuli hafa jafnörugga for-
ystu án sinna tveggja bestu manna.
Kannski eykur það á samheldnina
hjá þeim eins og reyndar árangurinn
sýnir. Gárungamir segja að stórsig-
ur þeirra gegn ungversku sveitinni,
4—0, hefði verið óhugsandi með
Karpov og Kasparov á fyrstu tveim-
ur borðunum því þeir gera ekki ann-
að en jafntefli þessa dagana.
Við urðum að láta okkur lynda
jafntefli gegn Túnisbúum í fyrstu
umferð mótsins en síðan kom góöur
sprettur með mesta sigri í tveimur
næstu umferöum gegn Hondúras og
Argentínu sem oft hefur reynst ís-
lensku skáksveitinni erfiður mót-
herji. Skáksveit Hondúras er hins
vegar fremur lágt skrifuð en viður-
eignin viö þá var þó öllu erfiðari.
Þrjár skákirnar fóru í bið og ekki var
einsýnt að okkur tækist að sigra í
þeim öllum. En endatöflin tefldu
andstæðingarnir ekki sem nákvæm-
ast og 4—0 sigur náðist á endanum. I
næstu umferð á eftir gerðu frændur
vorir Færeyingamir þaö að leik sín-
um að vinna Hondúrasbúa 3,5—0,5 og
það án þess að nokkur skákanna
hefði farið í bið.
En nú er íslenska sveitin sem sagt
komin upp á „aftökupaDinn” þar sem
tíu efstu þjóðirnar kljást. Það var og
eðlilegt að við skyldum bíöa lægri
hlut fyrir Englendingum og nú er
þetta er ritað eru Tékkar mótherjar
okkar en þeir hlutu silfurverðlaun á
síðasta ólympíumóti sem haldið var í
Luzem í Sviss. Næstu umferðir koma
einnig til með aö skipta miklu máU.
Við stefnum að því að losa okkur viö
sterkustu þjóðirnar sem fyrst og
freista þess síðan að ná góðum enda-
spretti. Á síðustu ólympíumótum
hefur íslenska sveitin flogið niður
eftir mótstöflunni í síðustu umferð-
unum. Við reynum að læra af reynsl-
unni.
En Utum á skák úr viöureign okkar
við Argentínu. Helgi hvíldi og Guð-
mundur kom inn á í staðinn og yfir-
spilaöi andstæðing sinn eftir öllum
kúnstarinnar reglum.
Hvítt: Guðmundur Sigurjónsson
Svart: R.Monier (Argentínu)
Ólympiulið íslands i skák, talið frá vinstrí: Guðlaug Þorsteinsdóttir,
Guðmundur Sigurjónsson, Jón L. Árnason, Karí Þorsteins, Helgi Ólafs-
son, Margeír Pétursson, Siguríaug Fríðþjófsdóttir, Olöf Þráinsdóttir,
Krístján Guðmundsson Uiðsstjórí karíasveitar) og Jóhann Hjartarson.
Guðmundur Sigurjónsson tefídi góða skák gegn Argentinumanninum Monier.
Frönsk vörn.
I. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 a6 4. Rf3 c5 5.
dxc 5. Bxc5 6. Bd3 Rc6 7. W> Rfe7 8. a3 0-
0 9. b4 Ba710. Bb2 Rg611. Hel
Þessa stööu fékk Guðmundur upp
gegn Kortsnoj fyrir nokkrum árum
og lék þá c-peðinu fram um tvo reiti.
Nú reynir hann að breyta út af en
þetta er hæpinn leikur.
II. — Db612. Hf 1 Dd8?
Argentínumaðurinn gerir sig
ánægðan með jafntefU en 12. — Dc7
hefði unnið leik.
13. c4d414. c5
Mun betra en 14. e5? Rxe515. Rxe5
Rxe5 16. Bxh7 - Kxh717. Dh5 - Kg8
18. Dxe5 f6 ásamt e5 og svarta
miðborðið var of sterkt en þannig
tefldist skák Guömundar við
Kortsnoj. Það er eins og svartur tefli
án áætlunar í framhaldinu og hvítur
bætir stöðu sína jafnt og þétt.
14. — e5 15. Rc4 Bg4 16. h3 Be6 17. Rxc4 Hfb8 24. Rel b6 25. Rd3 bxc5 26.
Bcl f6 18. De2 Dd7 19. Bd2 Rd8 20. bxc5Rc627.a4
Hfcl Rf7 21. Ra5 Re7 22. Bc4 Bxc4 23.
Jón L. Árnason
Hvíta staðan er glæsileg. Aðal-
hótunin er a4—a5 og síðan Rc4—b6.
Svartur er mótspilslaus.
Skák
27. — He8 28. Rb6 Bxb6 29. cxb6 a5 30.
Rc5 Dd8 31. b7 og svartur féll á tíma í
þessari töpuðu stöðu. Ef 31. — Hb8 þá
32. Ra6 og vinnur minnst skipamun.
Og hér er skák úr viöureign Sovét-
manna og Ungverja, tefld á 3. borði.
Hvítt: Vaganian (Sovétríkin)
Svart: Adorjan (Ungverjalandi)
Bogo indversk vörn
I. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Bb4+ 4. Bd2
Bxd2+ 5. Dxd2 c5 6. Bg2 0-0 7. dxc5
Dc7
Að öörum kosti kynni svörtum að
reynast erfitt að ná peöinu aftur.
8. Dd6 Da5+ 9. Rc3 Ra610. Rh3 Db4?
I ljós kemur að þetta er leiktap.
Eftir 10. — Rxc5 á svartur hins vegar
enn eftir að leysa Uðskipunarvanda-
málin.
II. Dd2Rxc5
Eftir 11. — Dxc4 12. Hcl Dxc5 13.
Rd5 Db5 14. Rxf6+ gxf6 15. 0-0 hefur
hvitur hættulegt frumkvæði fyrir
peðið en nú fær svartur ekki einu
sinnipeð.
12. Hcl Hb813.0-0 b614. e4 Bb715. e5
Rg4 16. De2 Bxg2 17. Kxg2 Rh6 18.
Hfdl Rf519. Rg5 h6? 20. Rf3 Hfd8
21. a3 Db3 22. g4 Re7 23. Rd4 Rg6 24.
Kg3! og svartur gafst upp því
drottnmgin feUur.
Jón L. Árnason.