Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER1984. Brynjólfur Ingólfsson hjúkrunar- fræöingur lést 17. nóvember sl. Hann fæddist 25. mars 1951, sonur hjónanna Laufeyjar Halldórsdóttur og Ingólfs Guðmundssonar. Utför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Ólafur Hreiðar Jónsson lést 24. nóvember sl. Hann fæddist 27. apríl 1927 í Reykjavík, sonur hjónanna Jóns Eiríkssonar, skipstjóra hjá Eimskipa- félagi Islands, og Herþrúðar Her- mannsdóttur. Eftirlifandi eiginkona 0!afs er Hólmfríður Þórhallsdóttir og eiga þau sjö börn. Utför hans verður gerð frá Kópavogskirkju þann 4. desember nk. kl. 13.30. Markús Benjamín Þorgeirsson, björgunarnetahönnuður, Hvaleyrar- braut 7 Hafnarfirði, varö bráðkvaddur að kvöldi 24. nóvember. Marteinn Einarsson, Álfaskeiði 37, lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 25. þ.m. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Ásgarði 75, andaðist í Borgarspítalanum aö morgni 26. nóvember. Hjörvar Kristjánsson, Skipasundi 69 Reykjavík, andaöist að kvöldi 23. þ.m. í Borgarspítalanum. Hanna Guðjónsdóttir pianókennari, Kjartansgötu 2, er lést í Landspít- alanum 18. nóvember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Haraldur Á. Sigurðsson verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Tilkynningar Grýla og jólasveinarnir komin í bæinn Jólin eru í nánd. Samningar hafa tekist i Jóla- sveinaríkinu og hafa þeir því lagt nótt viö dag við að ljúka við jólagjafimar og bíða nú óþreyjuf ullir jólanna. En Grýla sá að ekki var til zetunnar boðið. Sú fldgufregn hefur flogið um bæinn, að Giýla hafi rennt kambi í gegn um hárið gefið spegilbrotinu 90 gráðu hom- auga og farið i sparibomsumar sínar og drif ið sig til borgarinnar með tvo stálpaða syni sína, þá Gáttaþef og Gluggagægi. Nú langar hana að hitta alla krakkana. sem jólasveinarnir synir hennar hafa gortaö sig af að þekkja. Dvelst tríóið nú hjá afar fjarskyldum ættingj- um og bíður í ofvæni eftir að komast á jóla- skemmtanir. Þeir sem hafa áhuga á að fá þau í heimsókn geta hringt í síma 621126 eða 20050 milli kl. 17.00—19.30 daglega. IMótnahefti með sönglögum Út er komið nótnahefti með sönglögum eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. 1 heftinu era 12 einsöngslög og 2 dúettar. Höfundar ljóða eru meðal annarra Davíð Stefánsson, Stefán frá Hvítadal, Jónas Hall- grímsson, Þorsteinn Valdimarsson og Erla (Guðfinna Þorsteinsdóttir). Nótnateiknun annaðist PáU Halldórsson og káputeikningu gerði Jónína Valdimarsdóttir. Kvenfélag Kópavogs heldur spilavist í kvöld 27. nóvember kl. 20.30 ífélagsheimUinu. Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug og veittu okkur margvíslega hjálp við andlát og útför Matthíasar Leós Jóns- sonar, Fossi, Arnarfirði. Ester Gísladóttir Gísli Matthíasson Lára Þorkelsdóttir Þóra Maria Matthiasdóttir Matthias Leó Gíslason Matthías Fossberg Matthíasson Erna Hávarðardóttir Harpa Fönn Matthiasdóttir I gærkvöldi I gærkvöldi Jónína Benediktsdóttir íþróttakennari: r Utvarpið besti vinur margra Islenskir ríkisfjölmiðlar standast allan samanburð. Þegar meta á gæði fjölmiðla þá leitar maður ösjálfrátt eftir samanburði erlendis frá og ég er ekki frá því, þó margt megi betur fara, að Ríkisútvarpið sé glettilega góður f jölmiðill. Með tilkomu rásar 2 var fjölbreytnin enn meiri og ætti því dagskrá hljóðvarps að geta uppfyllt óskir mismunandi hópa hlustenda. Ég hlusta helst á útvarp á morgnana og um helgar. Nýi fréttaskýringa- þátturinn á laugardögum er sérstak- lega áheyrilegur, vel unninn og fréttamennimir njóta sín vel. Rás 2 er lífleg og fjörug á morgnana og morgunþátturinn örvar við vinnu. Gunnar Salvarsson stendur einnig alltaf fyrir sínu í Listapoppi. Annars er útvarpið örugglega besti vinur margra því ólíkt öðmm sem eru að tala við mann er alltaf hægt að slökkva, falli efnið ekki í kramiö. Af sjónvarpi er lítið að segja þessa dagana þvi gamla svarthvíta tækiö mitt hafnar öllum öðrum litum en svörtum, s.s. ónýtt. Ég lýsi hér eftir nýju sjónvarpi því fréttum og aug- lýsingum get ég ekki misst af. Von- andi verður Kastljós framvegis jafn- líflegt og vel unnið eins og hjá Sig- rúnu Stefánsdóttur síðast. Þymifugl- arnir á miðvikudögum em róman- tískir og skemmtilegir. Þátturinn I fullu f jöri er einnig frábær þáttur en ég sakna Dallas vegna þess að þátturinn minnti mig á hvað fólk á Islandi er mannlegt sem betur fer. Bíómyndirnar sem verið hafa undan- farið falla mér ekki í geð en til allrar hamingju eru mörg kvikmyndahús í borginni sem geta bætt þar úr. Út er komið Sjómannablaðið Víkingur 9.—10. tbl. 1984. Meðal efnis í blaöinu er sagt frá fiskveiðistefnu FFSI, viðtalið er í þetta sinn við Þórð Sigurðsson, segir hann frá tveggja sólarhringa baráttu upp á líf og dauða í fárviðri á mikið löskuðum báti fyrir 30 árum. Síld er svikult fé, greinar eftir marga höfunda um vel heppnuö og misheppnuð síldarævintýri. Þá eru margar frásagnir eftir fræga menn og föstu þættimir á sínum stað. Kársnesprestakall, Kópavogi Almennur fundur á vegum fræðsludeildar safnaöarins í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30 í safnaöarheimilinu Borgum. Fundarefni: Guðbrandsbibhan, erindi flytur Olafur Pálmasonmag. art. Jólamarkaður Jðlamarkaður félags einstæðra foreldra verður í Traðarkotssundi 6 laugardaginn 1. desember nk. Fólk er beðið að koma munum á skrifstofuna fyrir 30. nóyember í síðasta lagi. Basar Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni veröur haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12,8. og 9. desember nk. TekiÖ er á móti mun- um á skrifstofutíma og á fimmtudagskvöld- um. Tónleikar í IMorræna húsinu í kvöld, elsta lagið frá 13. öld „Yfir alda haf... ” nefnast tónleikar sem haldnir verða í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Þar koma fram Viðar Gunnarsson, bassi, og Sehna Guðmundsdóttir píanóleikari og eru þetta fyrstu sjálfstæðu tónleikar Viðarshérálandi. Á efnisskrá tðnleikanna verða bæði erlend og innlend sönglög frá umUðnum öldum, hið elsta þeirra er frá 13. öld. Meöal höfunda má nefna tónskáldin Robert Schumann, Hugo Wolf, Yrjö Kilpinen, Áma Thorstemsson og Karl O. RunóUsson. Þá syngur Viðar emnig aríur úr óperam Giuseppe Verdi. Viöar Gunnarsson stundaði söngnám viö Söngskólann í Reykjavík frá 1978—1981 þar sem Garðar Cortes var aðalkennari hans. Frá árinu 1981 hefur Viðar verið við framhalds- nám hjá dr. Folke og Gunnvor Sállström í Stokkhólmi. Viðar hefur tekið þátt í nám- skeiðum hjá Erik Werba og einnig hjá Helene Karusso og Kastos PaskaUs. Hann hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækUæri bæði í Sviþjóö og hér á landi. Selma Guðmundsdóttir lauk árið 1972 emleikaraprófi frá TónUstarskólanum í Reykjavík þar sem kennari hennar var lengst af Ámi Kristjánsson píanóleikari. Á árunum 1973—1976 stundaði hún framhaldsnám hjá Hans Leygraf, fyrst við „Mozarteum” í Salz- burg, síðan í Hannover i Þýskalandi. SeUna var búsett í Svíþjóð um fimm ára skeið, hélt þar einleikstónleika en starfaði einnig sem undU-leikari, m.a. við tónlistarskóla sænska útvarpsins í Stokkhólmi. Frá því haustið 1982 hefur Selma starfaö sem undirleikari við söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Kammersveit Reykjavíkur — tónleikunum í kvöld frestað Tónleikunum sem áttu að vera í Askirkju í kvöld kl. 20.30 er frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Níutíu ára er í dag Olafía Egilsdóttir, Hnjóti örlygshöfn viö Patreksfjörð. Olafía var ljósmóðir í Rauðasands- hreppi um áratugaskeið. Frá JóniL Árnasyni á ólympíuskákmótinu í Þessalóníku: Jafntefli við Ungverja Eftir tveggja tíma taflmennsku gegn ungversku skáksveitinni í 7. umferðinni hér á ólympíumótinu leist okkur sannast sagna afar iUa á blikuna. Ungverska sveitin með Lajos Portisch í broddi fylkingar var komin með betri stöðu á öllum borð- um og stórtap Islendinga virtist í uppsiglingu. Ekki bætti úr skák skömmu síðar er Helgi var að gefast upp gegn Portisch á 1. boröi, eftir að hafa lent í ógöngum snemma tafls. En betur fór en á horfðist. Margeiri tókst að töfra fram þráskák gegn Adorijan á öðru borði, Groszpeter missti þráðinn hjá Jóni og bauö svo jafntefli og Jóhann var hetja dags- ins: lagði stórmeistarann Sax að veUi í vel tefldri skák og þar með höfðu Islendingar haldið jöfnu gegn þessari miklu skákþjóð. Helgi tefldi afbrigði af drottningarindverskri vöm með svörtu sem íslenska sveitin skoðaöi í flugvélinni á leiðinni tU Grikklands. Hann „endurbætti” skák Miles við Portisch frá mótinu í TUburg í haust en gerir það senni- lega ekki aftur. Portisch hafði greini- lega unnið heimavinnuna betur, eins og hann er raunar frægur fyrir, fórn- aði peði og náði þannig þrýstingi á stööu Helga, sem lauk með því að Helgi missti mann og þar með var skákin töpuð. Margeir lenti sömuleiðis í erfiðleikum með Adorijan strax í byrjuninni. Ungverski stórmeistar- inn fómaði skiptamun og átti Mar- geir í vök að verjast, en hann er seig- ur í slæmu stöðunum. Adorijan sofn- aði skyndUega á verðinum og tókst Margeiri með óvæntri hróksfóm aö ná jafntefU. Á fjórða borði ýtti sá er þetta ritar kóngspeðinu úr vör í fyrsta leik og upp kom svonefnd Richter-Rauzer afbrigði. Hvítur ætl- aði að tefla frumlega en þaö vUdi ekki betur tií en svo að frumkvæðið gufaði upp og svartur náði undirtök- unum. I timahrakinu gerði Ungverj- inn skyssu og varð svo mikið um að hann bauö jafntefU, sem var tekið með þökkum. Svartur var nefnilega enn með heldur betri stöðu þrátt fyrir mistökin og hefði óhræddur get- aðteflttilvinnings. Þá er röðin komin aö skák Jó- hanns við Sax á 3. boröi. Jóhann, sem hafði svart, tefldi spænskan leik og upp kom sama staða og i skák hans við Geller í síöustu umferö Reykja- víkurmótsins í febrúar. GeUer sætt- ist þar á skiptan hlut en Sax tefldi grimmt upp á vinnrng og sýndist fá vænlegri stöðu. Jóhann gaf hms vegar ekkert eftir og náði með nákvæmri taflmennsku að jafna tafl- ið. Þeir vom að því komnir að þrá- leika í 25. leik en Sax vildi meira. Þá teygöi hann sig of langt. Jóhann náði frumkvæðinu í sínar hendur og nokkrir slæmir leikir Sax í röð í tíma- hrakinu gerðu stöðu hans ógæfulega. Er skákm fór í bið stóð Jóhann til vinnings en engum datt í hug að Ung- verjanum tækist að sprikla jafnmik- ið og raun bar vitni. AUt kom þó fyrir ekki og í 54. leik féll Sax á tíma í gjör- tapaðri stööu. Hvítt: Guyla Sax (Ungverjalandi) Svart: Jóhann Hjartarson Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5.0-8 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 8- 0 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 Bd7 13. Rfl cxd4 14. cxd4 Hac8 15. Rc3 Rc6 16. Bb3 Ra5 17. Bc2 Rc6 18. Bbl Rxd4 19. Rxd4 exd4 20. Dxd4 Be6 21. Ddl Rd7 22. Bc2 Bf6 23. He2 Hfe8 24. a4 b4 25. Hbl Ba2 26. Hal Be6 27. Rg4 Be7 28. Bf4 Re5 29. Re3 Db7 30. Rd5 Bxd5 31. exd5 Bf6 32. a5 He7 33. Ba4 g6 34. Bxe5 Hxe5 35. Hxe5 Bxe5 36. Bc6 Da7 37. Dd2 Hb8 38. Ha4? Dc5 39. Hal h5 40. De2 b3 Hér fór skákin í bið. Hvítur missir b peöið án þess að fá rönd við reist og biskup hans er fangi eigin peða. Svartur ætti að vinna létt en.hins vegar komum við ekki auga á biðleik Sax í biðstöðurannsóknunum. 41. Hf 1 Dxa5 42. f4 Bd4 Einfaldast var 42. Bf6 43.’ f5 g5 44. Dxh5 Kg7 og vinnur létt. 43. Khl Da2 44. De7 Dxb2 45. Be8 Hxe8 46. Dxe8+ Kg7 47. f5? g5 48. Da4 a5 49. Dxa5 De2 50. Hel Df2 51. Hdl g4 52. Db4 b2 53. Dxd6 Dc2 54. ' f6+ Kh7 og hvítur féU á tíma. Jón L. Árnason. Skák Frestað hjá Karpov og Kasparov 28. einvígisskák Karpovs og Kasparovs var frestað í Moskvu í gær og verður hún tefld á morgun. Kasparov hefur hvítt. Staðan er nú 5—OfyrirKarpov.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.