Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 20
20 DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER1984. fþróttir íþróttir > AlfreðGíslason. Alfreð hvorki meðgegn Dönum néí PolarCup íNoregi Frá Stcfáni Kristjánssyni, frétta- inanniDVíOdense: Alfreð Gíslason getur hvorki leikið með íslenska landsliðinu gegn Dönum né í Polar Cup í Noregi þar sem hann er mciddur. Alfreð lék meö Essen í Ungverjalandi um heigina í IHF- keppninni þar sem Essen tapaði með sjö marka inun og er úr leik. Alfreð var sprautaður fyrir leikinn vegna meiðsla í ökkla en eins og DV hefur sagt frá meiddist hann á dögun- um. Þá varð Alfreð fyrir því óhappi að meiöast á litla putta hægri handar í Ungverjalandi. • Siguröur Sveinsson mun heldur ekki leika með landsliðinu og Sigurður Gunnarsson mun hvorki leika með gegn Dönum hér í Odense í kvöld né Horsens annað kvöld. Hann kemur aftur á móti frá Spáni til Oslóar þar sem hann leikur með ísienska liðinu í PolarCup. -SK/-SOS. -wiopyiEöíí • Hilmar. • Omar. Hilmarog Ómar í V-Þýska- landi Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni DV í Odense: — Valsmaðurinn Hilmar Sighvats- son og Ómar Jóhannsson úr Fram héldu til V-Þýskalands í gær þar sem þeir munu kanna aðstæöur hjá utan- deildarliðinu Sport Freund Sigen. Þeir félagar munu æfa í vikutíma með félaginu. Þetta er í annað sinn sem Ómar fer til V-Þýskalands á stuttum tíma. Hann kannaði aðstæður hjá 2. deildarliðinu Rot-Weiss Essen á dögunum. -SK/-SOS Swindon fékk skell Áhugamannafélagið Dagenham vann þaö afrek í gær að slá Swindon út úr fyrstu umferð ensku bikarkeppninn- ar í Swindon í gærkvöldi — 2—1 í fram- lengdum leik. Dagenham mætir Peter- borough á heimavelli í 2. umferðinni. -SOS. íþróttir íþróttir íslendingar mæta Dönum í Odense: — og það er ekki hægt að bóka sigur fyrirfram gegn þeim, segir Leif Mikkelsen, landsliðsþjálfari Dana ★ „Við getum lagt Dani að velli,” segir Þorbjörn Jensson, fyrirliði íslands Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni DV í Odense: — Það er aldrei hægt að bóka sigur fyrirfram gegn íslendingum sem eru óútreiknanlegir og geta leikið frábær- an handknattleik, sagði Leif Mikkelsen, landsliöseinvaldur Dana, sem mæta íslendingum hér í Odense í kvöld. — Islenska landsliðið hefur verið á uppleið og þaö sýndi góða leiki á NM í Finnlandi — lék alltaf af fullum krafti og stööugleikinn hjá liðinu er orðinn góður. Það sýndi íslenska liöið.á OL í Los Angeles og síöan í Finnlandi, sagði Mikkelsen. Mikkelsen sagði að nú kæmu sterkir leikmenn til liðs við liöiö frá V-Þýska- landi sem voru ekki meö á NM í Finn- landi. — Ég veit af fyrri reynslu að allir leikir gegn Islandi eru erfiöir. — Teflir þú fram sama liði og varð Norðurlandameistari? — Já, hér er ég með alla leikmennina sem tóku þátt í NM nema Palle Juul * Jensen, sem er meiddur á öxl. Við erum alls ekki með okkar sterkasta lið hér, því að við leikum enn án fyrirliö- ans Morten Stig Christensen, sem er meiddur, sagði Mikkelsen. Þess má geta að Jensen er mjög snjöll vinstrihandarskytta frá Helsing- ör. Danir eru með sterkt lið og sá maður sem verður íslendingum tví- mælalaust erfiöastur verður Poul Sörensen, markvörðurinn snjalli, sem lék á NM. • Þorbjörn Jensson, fyrirliði Islands. „Við getum unnið Dani" Þorbjöm Jensson, fyrirliöi íslenska liösins, sagði í gærkvöldi í stuttu spjalli við DV að íslenska liðið væri nú sterk- ara heldur en á NM í Finnlandi. Það styrkir liðið mikið að Atli Hilmarsson og Bjarni Guðmundsson geta leikið með okkur gegn Dönum. — Við eigum góða sigurmöguleika gegn Dönum svo framarlega sem við gefum allt í leikina gegn þeim. Danir veröa aö sjálfsögðu erfiðir á heima- velli þar sem þeir hafa áhorfendur meö sér en þeir eru ekki ósigrandi. Leikirnir gegn þeim leggjast vel í mig, sagöi Þorbjöm. Leikurinn í kvöld hefst hér í Odense kl. 19.30 og er búist við húsfylli áhorf- enda. -SK/-SOS Atli kom akandi Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manniDV íOdense: Atli Hilmarsson, sem leikur með Bergkamen í V-Þýskalandi, kom til Odense í morgun. Atli kom akandi og iagði af stað frá Bergkamen í nótt. -SK/-SOS Frá Stefáni Kristjánssyni í Danmörku „Mark Wríght hef ur ofmetnast.'.’. — á því hvað hann hefur skotist fljótt fram í sviðsljósið, segir McMenemy, framkvæmdastjóri Southampton Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: — Lawrie McMcnemy, fram- kvæmdastjóri Southampton, sagði í blaðaviötali hér í gær að aðalvanda- mál Mark Wright, miðvarðar Southampton, væri að hann hefði kom- ist á stuttum tima fram í sviðsljósiö. — Það hefur stigið honum til höfuðs og er oft erfitt að ræða við hann um hlutina, sagði McMenemy. — Það er ófyrirgefanlegt þegar leik- menn hunsa æfingar. Hann kom til The Dell á föstudaginn með tvö bréf upp á vasann sem höfðu það innihald aö hann vildi fara á sölulista. Hann ræddi ekk- ert við okkur, heldur gekk strax út aftur. — Ég hef reynt að gera leikmenn mína að betri mönnum og jafnframt betri knattspyrnumönnum. Ég er ekki sáttur við svona framkomu, sagði McMenemy. McMenemy sagði að gott dæmi um hroka Mark Wright væri að hann neit- aði að veiía til áhorfenda í Evrópuleik gegn Hamburger SV í Hamborg, eftir leikinn þar. — Ég sagöi honum þá að það væri sjálfsögð kurteisi að gera það þar sem margir áhorfendur hefðu borgað vikulaun sín til aö sjá leikinn, sagöi McMenemy. „Ég sló hann ekki" — Það er ekki satt að ég hafi slegið Wright þegar ég ræddi við hann eftir bikarleikinn gegn QPR, sagði McMenemy. McMenemy sagöi aö það leysti eng- an vanda aö fara fram á sölu. — Við getum neitað honum um sölu. Haldið honum í varaliðinu hjá okkur þau fimm ár sem hann á eftir af samningi sínum við Southampton, sagði McMenemy. Williams vill fara Steve Williams, miðvailarspilarinr. snjalli, hefur tilkynnt McMenemy að hann vilji fara frá félaginu. Hann gerði það síðast þegar McMenemy tilkynnti honum fyrir helgina að hann yrði ekki meö gegn Newcastle. McMenemy vill halda bæöi Mark Wright og Steve Williams og á næstu dögum mun það skýrast hvort þeir verði áfram á The Dell. — „Ég er í verkfalli,” sagði Mark Wright í blaðaviðtali hér í gær. Fjögur ónefnd félög hafa áhuga á Wright sem er metinn á 750 þús. pund. Það er vitað aö Manchester United og Aston Villa eruíþeimhópi. Arsenal er á höttunum eftir Williams og er félagið tilbúið að borga 500 þús. pund fyrir hann. -SigA/-SOS • Leif Mikkelsen, landsliðsþjálfari Dana, „Þið fengi fyrr I I I Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manniDVíOdense: — „Þið getið ekki fengið æfingu í kvöld,” voru svörin sem forráða- menn HSÍ fengu þegar ísienska iandsliðið kom til Odense í gær- kvöldi og óskuðu eftir að fá létta æf- ingu í íþróttahöllinni hér en lands- leikur Dana og íslendinga fer hér fram í kvöld. Ástæðan fyrir því að höllin var „lokuð” fyrir islenska liðinu var að danska landsliðið var þar á æfingu, fór beint á æfingu þegar liðið kom hingað en bæði • Tatyana Kazankina keppnisbann. í ævilangt iþróttir (þróttir HAUST - happd SJÁLFSTÆÐISFLOI VINSAMLEGA GERIÐ SKIL SEM ALLRA FYRST. VINNINGAR: 1. Greiösla upp í íbúð kr. 350.000 2. Greiðsla upp í íbúð kr. 300.000 3. Bifreiðavinningur kr. 200.000. ÍRi íVi Ski

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.