Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER1984. 14 aaaaaaaaaaaaDDDaaDDDDDaaaaDaDaaDoaDDDDaDDaaa ÍKERTAÞRÆÐIR □ Leiðari úr stálblöndu. Sterkur og þolir a eð leggjast í kröppum beygjum. Við- 7mm & 8mm MONO-MAG" a nám aðeins 1/10 af viðnámi kolþráða. 2 Margföld neistagæði. _ . ^ , . ,■ ttuflandi raft>y'91u'- nú fáanlegir í passandi settum fyrir Kápa sem e flestar tegundir bíla. HÁBERG HF. I Skeifunni Sa - Sími 8*47*88 g laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaDDaoaDDaaoaaaDaDaaaaaaaa k TILBOÐ Hárkollur í fMydi í S ~ / HAR EH HOFUÐ PRYOI t t l t t 4- 4- 4- 4- I 4- Ávallt það nýjasta í hárkollum og toppum fyrir bæði | dömur og herra. t 20 GERÐIR - 42 LITIR ♦ Póstsendum myndalista. | Kreditkortaþjónusta t Háaleitisbraut 58—60, ♦ sími32347. ^ 4 \Hár:x. j (wyP1 Sérverslun í heimsljósi hjá Hagvangi svoieiðis! — Og spyrlamir 29 feröuðust frítt um landiö með Flug- leiðum eöa Flugfélagi Norðurlands, sem hjálpuðu tii að láta enda nást saman. En þótt margir hafi hjálpað til á ýmsan hátt „er enn svolítið í land með að ná endum saman”, eins og segir í viðtali við f ramkvæmdastjóra Hagvangs. Markteysan er mest og best Markleysan er mest og best, segir í öfugmælavísu einni, og má það til sanns vegar færa í viðamesta farsa sem færður hefur veriö upp á Islandi í seinni tíð. Könnuninni um gildismat Islendinga og mannleg viðhorf þeirra! Ekki vegna þess að könnun sem þessi eigi ekki rétt á sér heldur vegna þeirrar augljósu staðreyndar, að Islendingar svara einfaldlega aldrei persónulegum spurningum af heilindum eöa láta í ljós skoðanir um einkahagi, nema viö skál eða staddir áerlendri grund. Það hefði því verið mun traustari undirstaða fyrir skoðanakönnun Hagvangs aö biöja Flugleiðir að fljúga með „úrtökin” og spyrlana til sólarlanda og spyrja þau spjörunum úr við sundlaugarbar einhvers hótelsins. — Þaö hefði veriö mark- tæk könnun. Þaö eitt aö „úrtökin” íslensku voru mörg hver felugjöm og þurfti eins konar leynilögregluaðferöir viö að ná til sumra þeirra sýnirbest að ekki hafa allir veriö ginnkeyptir fyrir að leika „úrtak”. Og helsta niöurstaöan, sú er mest er flíkað, aö Islendingar séu sáttari við lífið en flestar aðrar þjóðir og enn ánægðari eftir fimm ár! — en óánægðastir fjárhagslega, nægir hverjum sæmilega óvitskertum manni til að sjá í gegnum hinn ís- lenska þátt viöamestu könnunar sinnar tegundar í heiminum. Hjá þjóö sem lifir viö sífelldar erjur í innanlandsmálum og er ekki til friös, nema í feröalögum erlendis, en handleikur fjármuni eins og sáð- maður á akri, hjá slíkri þjóð er ekki hægt að gera marktæka skoðana- könnun. En allra sístar eru þó niður- stöðurnar. Víst eru Islendingar fúsir til að berjast, en bara ekki fyrir landið. Það gera hinir í útlöndum og sjá um að ekki komi til styrjaldar á næstu fimmárum.a.m.k.! Með tilliti til spakmælisins vinsæla: Fæst orð hafa minnsta ábyrgð þá hefði ég, aðspurður sem „úrtak”, svarað spyrli að gömlum og góðum sið: „Þaö er nú það! ” Geir R. Andersen. Það hefur löngum einkennt mál- flutning okkar Islendinga, ekki síst þeirra er valist hafa í forsvar fyrir land og þjóð, aö segja sem minnst, fullyrða ekkert og hafa aö leiöarljósi orðtakið „fæst orð hafa minnsta ábyrgð”.— Þegar hvað fastast er gengiö eftir svari venjulegs Islendings við mikil- vægri spumingu, svarar hann, oftar en ekki, með spurnarhreim í rödd- inni „Það er nú það! ” Það kemur því ekki lítið á óvart, þegar 1196 Islendingar leggjast á eitt við að svara samviskusamlega 2,3 milljón króna könnun Monsieur J. Klerkhof, prófessors við Louvain-há- skóla, um gildismat landans. Niðurstöður könnunarinnar, sem nú er oröin „eign allrar þjóðar- innar”, eiga áreiðanlega eftir að veröa tilefni ívitnana stjórnmála- manna um ókomin ár, fræðilegrar úttektar ýmissa fræðinga og síðast en ekki síst, til halds og trausts öllum þeim sem hingað til hafa velkst í vafa um gildismat þess aö vera ís- lendingur. / krana og fjárhúsi Frá sjónarhóli þess, er þetta ritar, hafa Islendingar sjaldan farið jafn- létt með að gera góðlátlegt grín aö sjálfum sér og kemur fram í þeim sprenghiægilegu niðurstöðum, sem íslenskir forráðamenn könnunar- innar keppast um að kynna, sposkir ásvip. Og ef niðurstöður könnunarinnar færa okkur heim sanninn um það að loksins séu Islendingar komnir í hóp þeirra þjóða sem taki sig ekki of al- varlega né tilveruna í kring þá eru 2,3 milljónir króna þess virði og vel þaö. Öll viðtöl við hina 1196 menn fóru fram með persónulegum heim- sóknum, segir í frétt um hlutakönnun þeirrar viöamestu í heimi. Eitt viðtalanna fór fram í krana, þar sem spyrill kallaði spurningar til kranamanns og hann svaraöi um hæl í upphífinu, skýrt og greinilega, um viðhorf sitt til barneigna, þjóöernis ogáfengis. Margir spyrlar þurftu líka að taka viötöl í fjárhúsi, því þetta var um sauðburöinn, aö sögn eins spyrilsins. Að elta úrtök Fyrir utan þaö hve bráöfyndnar og marklausar þær eru, niður- stöðumar um gildismat og mannleg viðhorf landans og sem við eigum nú öll sameiginlega, þökk sé hugmynda- ríkum og spaugsömum fram- kvæmdastjóra Hagvangs, ásamt for- seta vorum sem sýndi könnuninni Kjallarinn GEIR ANDERSEN AUGLÝSINGASTJÓRI mikinn áhuga, þá eru ekki síðri viðtölin við suma spyrlana sem eru hinir mestu háðfuglar, l.s.g. Þaö voru sumir svolítiö undrandi yfir þessu, segir um viðtökur fólks í úrtakinu. Spumingar vom vandaðar og spyrlar með „sýnisspjöld” með ýmsum svarmöguleikum, svo að fólk gæti bara bent á viöeigandi svar. „Eg held aö fólk hafi fengið það á tilfinninguna aö þetta væri alvöru- könnun.. .,” segir einn spyrillinn. — Og síðar: „Það kom oft fyrir, að það (fólkið, innsk. grhöf.) hafði ekkert hugsað um ýmis málefiii áður, sér- staklega í sambandi við trúmál o.fl. En það virtist hafa mjög gaman af að svara og reyna að átta sig á hvaða skoðunþaðhefði.” Já, það hefur alltaf átt viö okkur Islendinga að reyna að átta okkur á því hvaða skoðun við höfum. — Og nú höf um við náð áttum. Það kemur líka fram að í þessari könnun hafi það veriö með því skemmtilegra að reyna að hafa uppi á fólki, þ.e.a.s. „úrtakinu”. — Þaö var ekkert endilega á þeim stað sem gefinn var upp í fyrstu. — Þetta var stundum eins og leynilögreglustarf, því það þurfti hreinlega aö elta fólk uppi! — Segir þetta eitthvað um gildi könnunarinnar? — Ég bara spyr svona! Uti á landi var hins vegar auðveld- ara að spyrja nágranna hvar þessi eða hinn væri. Og þá þýddi nú lítið að stingaaf! Já, þetta hefur verið heilmikil könnun þótt fólk hafi látiö hafa talsvert fyrir að leita að sér. — En það sem upp úr stendur er það að könnunin var vísindaleg og ekkert spurt í gegnum síma, bréfleiðis eða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.