Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER1984.
31
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
Steliþjófur
Fyrir nokkrum dögum var
kona ein á ferð í bíl sínum
um Tryggvagötu. Þar sem
konan 6k af mikilli vand-
virkni kom alit í einu öku-
fantur á blússandi ferð og
keyrði utan í bil hennar.
Síðan stakk hann af.
Konan brást skjótt við,
hentist út úr bil sínum og
þaut inn á lögreglustöðina
skammt frá til að láta vita
af þessu óhæfuverki. Á
meðan hún var að gefa
skýrslu komu tveir lögreglu-
þjónar akandi að bil hennar.
Og þar sem þeir sáu hann
standandi þarna galopinn, í
gangi, og með ljósum, rann
þeim blóðiö til skyldunnar.
Annar þeirra snaraðist því
upp í hann og ók af stað.
Hinn lögregluþjónninn fylgdi
á eftir á lögreglubílnum. En
liklega hefur honum brugðið
í brún þegar hann heyrði allt
i einu tilkynningu í talstöð-
inni um að búið vaeri að stela
bíl af slysstað á Tryggvagöt-
unni og að menn væru beðnir
að svipast um eftir
honum...
Tennur og
sælgæti
Í Kastljósi sjónvarps
siðastliðiö föstudagskvöld
var m.a. fróðlcg umfjöllun
um tannskemmdir landans.
Þar kom fram að ótrúlega
mikið er um skemmdar
tennur i börnum og voru i
þvi sambandi nefndir til-
teknir staðir úti á landi.
Yfirtannlæknir kom fram í
þættinum og taldi hann
þarna um að kenna miklu
sælgætisáti. Hafði hann við-
cigandi varnaðarorð þar um.
En kaldhæðni örlaganna
lét ekki á sér standa frekar
en fyrri daginn. Strax að
loknu Kastljósi birtist á
skcrminum mikil sælgætis-
auglýsing þar sem þykkri
súkkulaðileðju var m.a. helit
yfir væna sætuklessu. Þykir
vafasamt að auglýsingin sú
arna hafi borgað sig í þetta
sinn.
Vondir við-
skiptahættir
Bóndi einn varð fyrir því
óláni að h'laða hans brann.
Skömmu siðar hringdi til
hans maður frá trygginga-
félaginu og tjáði honum að
félagið ætlaði ekki að greiða
honum tryggingaféð hcldur
byggja nýja hlöðu handa
honum.
Bóndinn varð heldur fár
við og eftir andartaks
umhugsun sagði hann: „Ef
það er svona sem þið hagið
ykkar viðskiptum þá ætla ég
hér með að segja upp líf-
tryggingu konunnar
minnar.”
Stærsta eyjan
Félagið Hildibrandur í
Vestmannaeyjum vakti
óskipta athygli á dögunum
þegar nokkrir meðlimir þess
voru dæmdir til að greiða
skaöabætur fyrir „ósiðlegt
athæfi á almannafæri”.
Höfðu þcir „moonað” á cinn
félaga sinn í kveðjuskyni en
á þann hátt munu félags-
menn gjarnan heilsa sinum
betri kunuingjum. Voru þeir
svo dæmdir til að greiða um
4000 krónur á mann fyrir
vikiö.
Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem Hildibrandarnir vekja
eftirtekt fyrir uppátæki sin.
Félagar i Hildibrandi
„moona", gefa út landa-
kort og margt fleira.
Segir sagan að einhverju
sinni hafi þeír gefið út
jargansmikiö kort af Vest-
mannacyjaklasanum, svo og
hafinu í kring. 1 skýringar-
letri neðst á kortinu stóð
meðal annars: „ísland er
stærsta eýjan í Vestmanna-
eyjaklasanum.”
Söluherferð
Nú er að hefjast mikil
söluherferð á islcndingi,
blaöi allra landsmanna á
Akureyri. i frétt blaðsins um
þetta segir að næstu fjórar
vikur verði það borið í ÖLL
hús á Akureyri. Enn fremur,
að meðan festa sé aö komast
á dreifingu islendings, megi
búast við að cinhvcr mis-
brestur geti orðið á því að
áskrifcndur fái blöð sin.
Þessi tilkynning er létt-
skrýtin við yfirlestur. Áskrif-
endur ættu, eftir uppskrift-
inni að fá heldur fleiri blöð
en færri cf eitthvað riðlaðist
í kerfinu. Þannig er það nú í
pottinn búið...
Umsjón:
Jóhanna S.
Sigþórsdóttir
■ ■1 Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
'V
Heimili óskast hið fyrsta fyrir dreng á 14. ári.
Landsbyggðin jafnt sem höfuðborgarsvæðið kem-
ur til greina. Nánari upplýsingar veitir Gunnar
K. Gunnarsson.
Félagsmálastofnun
Reykjavíkur,
sími 685911.
Til leigu
skrifstofuhúsnæði
að Langholtsvegi 111. Upplýsingar í símum
687970,687971 og 22816.
SCRABBLE -
Nú á íslensku.
Krossgátuspilið hefur farið sigurför
um heiminn.
GnidsniyossouN
K r TT 1 m
R J K strt- K
O 11 Swt- S Utf ít 5
S «
S sw- rr
G Á tf y S
S»oK íw 151»*. K s*»t- *** «t
T SUrt- Tt $lx*.
U ! M ¥ m
S #*« * 2 »>«». fí
P V‘ $!*• í?
1 fí áw- fí
L **'■ • s k
1 ** s í K
Ð jl 'ft 9t«- m ■
íí «
JE J! L ■
KROSSGÁTUSPILIÐ
Verð krónur 550.-
Sendum I póstkröfu.
Hjá Magna Sími230lí5