Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 30
30 DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER1984. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur PETUR EGGERZ SENDI- HERRANN FRÁ SAGNA- LANDI OG SAMFERÐA- MENN HANS Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfiröi, hefur sent frá sér bókina Sendiherrann t'rá Sagnalandi og samferðamenn hans eftir Pétur Eggerz. Þetta er fjóröa bók höfundarins. Hann lýsir störfum sendi- herranna í Bonn, daglegu amstri þeirra, gleöistundum og döprum dög- um. Sendiherra Sagnalands segir þessa sögu, sendiherra smáríkis, sem skipti á viö starfsbræður sína, sendi- herra stærri og voldugri ríkja. A glett- inn og gamansaman hátt segir hann frá góðlátlegu rabbi á bjórkrá og nota- legri stund yfir rauövínsglasi og góö- um osti, glæstum garöveislum og mót- tökum sendiráða, þar sem allt viröist slétt og fellt á yfirboröinu en undir niöri kraumar. Manneöliö er líkt, hvort heldur sagt er frá hinum óbreytta þýska almúgamanni, láglaunafólki sunnar úr álfunni og austan frá Thai- landi eöa borðumskrýddum dipló- mötum hins ljúfa lífs í Bonn. Höfundur- inn gjörþekkir þann heim sem hann skrifár um. Fyrri bækur Péturs Eggerz fjalla um hinn dularfulla og í marga huga spennandi heim utanríkisþjónustunn- ar og þá sem þar lifa og hrærast en þessi bók hans er skáldsaga. Sendiherrann frá Sagnalandi og samferðamenn hans er 184 bls. aö 'yStærö. Bókin er sett og prentuð í Prent- smiöju Árna Valdimarssonar og bund- in í Örkinni hf. ULF NILSSON ELSKU LITLI GRÍS Hjá Máli og menningu er komin út barnabókin Elsku iitii grís eftir Ulf Nilsson meö myndum eftir Evu Eriks- son. Þórarinn Eldjárn þýddi. I bókinni er sögö sagan af því þegar f jölskylda í borg tekur aö sér nýfæddan grís og elur hann upp. Grísinn reynist hinn skemmtilegasti félagi og tekur þátt í flestu sem krakkarnir gera. En eins og oft vill veröa gleymist mannfólkinu aö ungviöi vaxa úr grasi, og fyrr en varir er elsku litli grísinn orðinn geysistórt vandamálasvín. Hvaö er þá hægt að taka til bragös? Bókin er prentuð í Danmörku í lit, en Prentstofa G. Benediktssonar sá um setningu, umbrot og filmuvinnu. TORFI JONSSON ÆVISKRÁR SAMTÍÐAR- MANNA ÞRIÐJA BINDIS Ö Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfiröi, hefur gefiö út þriöja bindi af Æviskrám samtíðarmanna. I þessu bindi eru um 2000 æviskrár karla og kvenna sem bera nöfn sem byrja á stöfunum S—Ö en auk þess er í þessu bindi viðauki meö æviskrám manna sem bera nöfn sem hefjast á störfunum A-R, en hafa af einhverjum ástæöum ekki náö aö senda inn svör sín á réttum tíma. Þetta þriðja bindi Æviskránna er lokabindi verksins. Alls eru í þessum þremur bindum um eöa yfir 6000 æviskrár. Æviskrár samtíðarmanna hafa aö geyma um 6000 æviskrár öll þrjú bind- in. Þetta eru æviskrár núlifandi íslend- inga, karla og kvenna, sem gegnt hafa meiriháttar opinberum störfum í þágu ríkis, höfuöborgar, bæjar- og sveitar- félaga. Einnig athafnamanna, for- stööumanna og annarra trúnaöar- manna fyrirtækja í ýmsum starfs- greinum, forvígismanna í félagsmál- um og annarri menningarstarfsemi, rithöfunda og listamarina, sem viöur- kenningu hafa hlotiö, og ýmissa ann- arra sem ekki er unnt aö gera grein fyrir í stuttu máli. Æviskrár samtíðarmanna eru prent- aðar í Prisma en bókband hefur Bók- fell hf. annast. ÆVISKRAR SAMTÍÐARMANNA JÓHANNES ÚR KÖTLUM BARNALJÓÐ Mál og menning sendir nú frá sér 9. bindið í ljóöasafni Jóhannesar úr Kötlum. Þaö nefnist Barnaljóö og hefur aö geyma ljóö sem Jóhannes orti handa bömum. I bókinni hefur verið safnað á einn stað öllum bamaljóðum Jóhannesar, bæði litlu kvcrunum vinsælu: Jólin koma, Ömmusögum, Bakkabræörum, Ljóöinu um Labbakút og Vísum Ingu Dóm, og ljóðum sem birtust á víö og dreif í bókum, t.d. elstu útgáfunum af Gagni og gamni. Auk þess era hér nokkur áöur óprentuð bamaljóö. Eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar á þessari öld hefur Jóhannes ekki síst oröiö fyrir bamaljóð sín. Nú gefst for- eldram og öörum bamavinum tækifæri til aö rifja þau upp meö nýrri kynslóö barna. Bókin er 157 bls., unnin í prentsmiðj- unni Hólum hf. Eftirmála skrifaði Silja Aöalsteinsdóttir. Nv bók vitíf Kal Hanrwnn, böitaitf msUÖiubókariiww Oíriww****'"" HHko G«bhartft. HðfunöanWT ” ItoíriiTalii* «fnhrí*í í *Ö9U Anáí*- Vint[ á frTEifWiíð toreuim ®*^?**V HrmuStertdi 03 sfcppueiaandinn *«m r«fc tfiwfchmrfinn . . KAI HERMANN OG HEIKO GEBHARD ANDI Andi er ný bók eftir Kai Hermann, höfund metsölubókarinnar Dýragarös- börnin ásamt Heiko Gebhardt. Höfund- amir eyddu heilu ári í að safna efniviði | í sögu Andis. Vinir hans á hallæris- plönum Hamborgar, á „rúntinum” og á kránum segja frá. Einnig fráskildir foreldrar hans, afi gamli, vinnuveit- andinn og sjoppueigandinn sem rak| endahnútinn. . . Höfundamir láta Andi segja hina stuttu ævisögu sína meö hjálp vina| hans. Andi elskaði Önju. Hann dreymdi um öryggi. En hann háði bar- áttu sína einn. Hann hélt upp á 16 ára afmælisdaginn sinn í fangelsi. I inngangi bókarinnar segja höfund- arnir: Persónur í bókinni segja sjálfar frá. Viö höfum þann háttinn á til aö falla síður í þá freistni að draga úr and- stæöum, færa í stílinn og túlka. Tal- málið gefur líka áreiöanlegri og gleggri mynd af því sem segja á: Sögu um að njóta hvorki ástar né öryggis, um málfátækt, einmanaleika, til- gangsleysi, uppgjöf og háskalega vit- stola sjálfsvörn, og í lok þeirrar sögu er banaskotið engin tilviljun. Andi er 274 bls. Skjaldborg gefur bókina út. wriilvimrim_. Eva Steen HÚNSÁ ÞAÐ GERAST EVA STEEN HÚN SÁ ÞAÐ GERAST Rauöu ástarsögumar era spennandi og vel skrifaðar skemmtisögur eftir kunna og vinsæla höfunda. Hjá bókaút- gáfunni Skuggsjá, Hafnarfirði, hafa komiö út 24 bækur í þessum flokki. Nú er aö koma út hjá útgáfunni fyrsta bókin í nýju safni af Rauðu ástar- sögunum, Hún sá þaö gerast eftir Evu Steen. Hún sá þaö gerast fjallar um unga stúlku, Ritu, sem veröur vitni aö því að tveir menn fremja hræðilegt afbrot. Og hún leggur á örvæntingarfullan flótta í gegnum myrkrið með mennina tvo á hælunum. Þeir ætla aö hindra aö hún geti vitnað gegn þeim. Þeir vita sem er aö upp um þá kemst ef hún nær sambandi viö lögregluna og skýrir frá vitneskju sinni og því eru þeir ákveönir í aö þagga niöur í henni í eitt skipti fyriröll. Hún sá það gerast er 168 bls. aö stærö og var sett og prentuð í Prentbergi hf. og bundin í Amarfelli hf. Sverrir Har- aldsson þýddi bókina. FJODOR DOSTOJEVSKI GLÆPUR OG REFSING Glæpur og refsing, frægasta bók rússneska meistarans Dostojevskís, er komin út hjá Máli og menningu í röð heimsbókmennta. Það er Ingibjörg Haraidsdóttir sem þýöir verkið úr frummálinu. Sviö þessarar miklu skáldsögu er Pétursborg um 1860, ört vaxandi stór- borg, iðandi af litríku mannlífi. Les- endur kynnast embættismönnum og flækingum, ríkismönnum og skækjum, moröingjum og heilögum mönnum, en í miöju sögunnar er einfarinn Raskolnikof, tötrum búinn stúdent meö stórmennskudrauma, sem hann vill fyrir hvem mun gera aö veruleika. Spennan, mannlýsingarnar og heims- sýning sameinast um aö gera Glæp og refsingu aö einhverri eftirmihnileg- ustu skáldsögöu síöari tíma. Bókin er gefin út meö styrk úr Þýðingarsjóði. Hún er 469 bls. Setningu og prentun annaöist Prentstofa G. Benediktssonar, Bókfell sá um bók- band. Kápumynd gerði Robert Guilie- mette. ERIK NERLÚE HAMINGJU- STJARNAN Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefiö út nýja bók í bókaflokknum Rauöu ástarsögurnar. Þetta er önnur bókin í nýju safni af Rauöu ástar- sögunum. í fyrsta safni Rauðu ástar- sagnanna kofnu út 24 bækur sem allar fást ennþá. 1 þessu nýja safni af Rauöu ástarsögunum koma nú út þrjár bækur. Önnur bókin nefnist Hamingjustjarnan og er eftir Erik Nerlöe. Annetta veröur ástfangin af ungum manni sem saklaus hefur veriö dæmdur í þunga refsingu fyrir afbrot sem hann hefur ekki f ramiö. i fyrstu er þaö hún ein, sem trúir fullkomlega á ‘sakleysi hans, — allir aðrir sakfelia hann. Þrátt fyrir þaö heldur hún ötul baráttu sinni áfram til að sanna sakleysi hans, baráttu, sem varðar lífshamingju og framtíðarheill þriggja manna: Hennar sjálfrar, unga mannsins sem hún elskar og lítillar þríggja ára gamaliar stúlku. Hamingjustjarnan er 168 bls. að stærð. Bókin var sett og prentuð í Prentbergi hf. og bundin í Amarfelli hf. Skúli Jensson þýddi bókina. _____ ErikNerlöe HAMEMGJU SUJARNAN astarínnar BODIL FORSBERG Sigur ástarinnar Ut er komin hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi 16. bókin eftir Bodil Foss- berg. Þessi nýja ástarsaga heitir Sigur ástarinnar. „Kerstin hljóp áfram í myrkrinu í áttina að sjúkrahúsinu. Aöeins ein hugsun komst að í huga hennar: Aö bjarga lífi móöur sinnar. Hún varö að ná í lækni. Þessa nótt uröu straumhvörf í lífi hennar. Hún kynntist þremur mann- eskjum, sem hver á sinn hátt áttu eftir aö veröa örlagavaldar hennar. Anders Martin læknir sem var ekkjumaður, Jan sonur hans og gamla frú Martin- son móöir læknisins. Kerstin réöst sem bamfóstra til læknisins og náði strax hylli Jans. Öðra máli gegndi um gömlu frú Martinson. Hún lagöi strax hatur á ungu stúikuna. Af einhverri duiarfullri ástæöu reyndi hún aö flæma hana burt af heimilinu. Lævísi og undirferli gömlu frúarinnar áttu sér engin tak- mörk. Til þess aðkoma glæpsamlegum áformum sínum í framkvæmd naut hún aöstoöar einkahjúkranarkonu sinnar, sem einnig elskaöi lækninn. Þær áttu sér sameiginlegt takmark: aö koma Kerstin í fangelsi og ryöja henni þannig úr vegi. Kerstin viröist enga leið eiga úr þeim svikavef sem hún er flækt í. Ast hennar á lækninum er fölskvalaus. Engin fórn er of mikil fyrir slíkaást.” Sigur ástarinnar er 166 bls. Skúli Jensson þýddi bókina. Prentverk Akraness hefur annast prentun og bók- band. VÉSTEINN LÚÐVÍKSSON MAÐUR OG HAF (Jt er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Maöur og haf eftir Véstein Lúövíksson. Eftir Véstein hafa áður birst bæöi skáldsögur, smásagnasöfn og leikrit. Vésteinn Lúövíksson hefur jafnan veriö óhræddur viö að fara nýjar leiðir og breyta til á höfundarferli sínum, og er sagan Maöur og haf gott dæmi þar um. I bókinni er lýst eins konar ferða- lagi þar sem spurt er um frumskilyrði mannlegs h'fs, um möguleika mannsins til að skilja aöstæður sínar, sambúö við annað fólk og ekki síst sitt innra sjálf. I þessari sögu er kafað í sálardjúpúi eftir leiöum skáldskapar- rns. Maður og haf er 100 bls. að stærö, sett og prentuð hjá Prentstofu G. Bene-/ diktssonar og bundúi í Bókfelh hfj KápugeröiRobertGuillemette. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.