Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER1984. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið FYRIRSÆTA AÐ STORFUM OGIPASU Þetta er jólaklippingin i ár. Það er Inga Bjarnason sem tekur sig svo glæsilega út sem fyrirsæta. Þegar færi gefst er sjálfsagt að sleppa öllum uppstillingum og slappa afl DV-myndir Kristján Ari. Ný stjarna — ný Greta Garbo Hver hreppir hnossið? Tilboð sem þú getur ekki haf nað Nú segja kvikmyndasérfræöingar aö ný Greta Garbo sé komin fram á sjónarsviðið. Merete van Kamp heitir hún og er dönsk. Hún er aðeins 21 árs en hefur þegar fengið náð fyrir augum þeirra sem útdeila frægð í Hollywood. Hún hefur þegar getið sér gott orð í hlutverki Daisy prinsessu í samnefnd- um sjónvarpsþáttum sem vonandi verða sýndir hér áður en langt um líður. Frá því að þættirnir voru frum- sýndir hafa framleiðendur sjónvarps- mynda keppst um að fá nýju stjömuna til liðs við sig en Merete er vandlát og hefur hvergi ráðið sig enn. E.t.v. væri reynandi fyrir íslenska sjónvarpiö að bjóða henni hlutverk í næsta leikriti! Þetta er fyrirmyndin. Merete segist ekkert hafa á móti þvi að vera Hkt við Gretu Garbo. Hór er hún í frægri Garbo-stellingu. Glynn „Scotty” Wolfe heitir maður sem safnar hjónaböndum. Hann hefur þegar gengið 26 sinnum í það heilaga en er nú fráskilinn rétt einu sinni og leitar að 27. eiginkonunni. Sviðsljósið hefur gengið til liðs við „Scotty” og auglýsir eftir konu handa gamla kvennagullinu. Næsta eigin- kona kappans kemst sjálfkrafa i Heimsmetabók Guinness því hann hefur nú af fleiri hjónaböndum að státa en nokkur annar. „Scotty” lofar upp á æru og trú að elska og virða næstu konu. „Ég viðurkenni,” segir hann, „að mér hafa orðið á nokkur mistök í hjónabandsmálun- um til þessa en þaö mun ekki endur- taka sig.” Til þessa hafa hjónabönd- in reynst mislöng. Við 25. konuna skildi „Scotty” eftir 21 dag en lengst entist hjónaband í fimm ár. En nú hefur vinur vor sagt skilið við alla lausung og er reiðubúinn til að láta næsta hjónaband endast allt til dauða. „Scotty” er nú 76 ára. Þær sem hafa áhuga geta sótt um að fá aö vera 27. eiginkonan. Mun „Scotty” velja úr umsóknum af þeirri kunnáttu sem reynsla hans hefur veitt honum. Heimilisfangið er: Glynn ,,Scotty” Wolfe, Lantana, 33464 Florida. Hún er óneitanlega glæsileg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.