Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu efla vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist efla er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur pg 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Loðnusjómenn aftur í startholurnar: Búastviö hækkun kvótansí vikunni Leiöindaveður hefur veriö á loönu- miðurlum síðasta sólarhring og engin veiöi. Flestir bátar komu sér til hafna á Austf jöröum og losuðu þar þá slatta sem þeir voru meö. Alls er nú búið aö veiða um 300 þús- und tonn af loðnu þaö sem af er þessari vertíð og hafa þegar 7 til 10 bátar fyllt kvóta sinn og aðrir munu fylla hann í næstu veiöiferö. Veröa þá á milli 15 og 20 bátar af þeim 50 sem fengu leyfi til loðnuveiða í haust búnir meö sinn kvóta. Þeir sem þegar hafa hætt veiöum eru tilbúnir aö hefja veiðar strax aftur en því er al- mennt haldiö fram meöal sjómanna og útgeröarmanna loönuskipanna aö gef- in veröi út tilkynning í þessari viku um aö leyfilegt veröi aö veiða enn meiri loðnu. Mun þaö þá þýöa aö allir fari af staö aftur. Þegar er búiö aö gefa leyfi til veiöa á 390 þúsund tonnum af ioönu og eru um -*300 þúsund tonn þegar komin á land. Sjómenn segja aö mikið magn af loðnu sé enn fyrir Austurlandi og einnig sé mikið af loðnu út af Noröurlandi en hún hafi ekki verið í veiðanlegu ástandi til þessa. -klp- Útvarpslagafrumvarpið: Úrnefndá fimmtudag? Útvarpslagafrumvarpiö margum- rædda verður aö líkindum afgreitt frá menntamálanefnd neöri deildar á M^immtudag. * Fundahöld í nefndinni hafa verið mikil og umsagna leitað hjá fjölda ein- staklinga og félaga. Ágreiningur mun ekki vera meðal nefndarmanna um af- greiðslu frumvarpsins, en þess bíöur frekari umræöa og afgreiðsla í þingsöl- um. Haft hefur veriö eftir nefndarmanni hér í DV aö stefnt veröi aö því aö af- greiða útvarpslagafrumvarpið fyrir jól. -ÞG. LOKÍ Upphefðin kemur öli að utanl Riðuveikihætta: Heybrennt hjá hesta- mönnum Hestamenn í Þorlákshöfn sem keypt höföu hey norður í landi handa fákum sínum verða nú enn að fara á stúfana og finna sér betra hey. Sauðfjárveiki- varnir skipuöu svo fyrir í síðustu viku aö allt heyiö skyldi brennt þar sem þaö væri upprunnið af riðuveikisvæði norð- ur í landi og flutt suöur án allra leyfa. „Þetta voru 300 baggar sem viö brenndum um daginn og eitthvert smáræði ætlum viö svo aö brenna í dag eöa á morgun,” sagöi Engilbert Hann- esson, hreppstjóri á Bakka í ölfusi, í samtali viö DV. ,,Sauðfjárveikivamir töldu mikla hættu stafa af þessu heyi og skildu hestamennirnir það vel þeg- ar þeim var tilkynnt um aö heyinu yröi aðeyða,”sagðihreppstjórinn. -EIR. Framhaldsskóla- kennarar: Krefjast 50% launa- hækkunar Hið íslenska kennarafélag hefur ákveðiö að leggja fram uppsagnir um 500 framhaldsskólakennara um næstu mánaöamót og mundu þær koma til framkvæmda 1. mars næstkomandi. Félagiö gerir kröfu um aö laun fram- haldsskólakennara veröi ekki lægri en 80% af hæsta taxta BHM eöa um 30 þúsund krónur á mánuði. Hæ'stu laun framhaldsskólakennara samkvæmt gildandi samningum eru nú hins vegar um 25 þúsund krónur. Lætur nærri aö þessi krafa feli í sér um 50% hækkun launa. Ekki hefur verið ákveöiö hvort HlK muni leggja fram uppsagnir grunn- skólakennara sem eru innan þess félags, þar sem Kennarasambandiö hefur fallið frá fyrri áformum sínum um hópuppsagnir grunnskólakennara. Um tveir þriðju hlutar grunnskóla- kennara innan HlK sendu félaginu uppsagnarbréf sín. ÖEF Jóhannes Pálsson uppfinningamaður nýkominn frá Bandaríkjunum: LSD-málið: Lögðu hald á 760 skammta — en 140 voru farnir í neyslu eða höfðu verið gefnir kunningjum og vinum Rannsókn LSD-málsins, sem upp komst í síðustu viku, er langt komin, aö sögn fíkniefnalögreglunnar. Sex menn hafa veriö í fangelsi vegna rannsóknarinnar en þrem hefur nú veriösleppt. Hinir þrir hafa veriö úrskuröaöir í gæsluvarðhald til 17. desember nk. Verið getur aö þeim veröi sleppt fyrr ef rannsókn gengur veL Þremenn- ingamir hafa allir áður komið viö sögu fíkniefnalögreglunnar og einn þeirra áöur setiö í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á eiturlyfjum. Alls mun þessi hópur hafa flutt inn 900 skammta af LSD. Af þvi magni náði fíkniefnalögreglan í 760 skammta. Hitt hefur farið í neyslu eöa verið gefið vinum og kunningj- um. LSD hefur lítiö verið í umferö hér á landi, aö sögn fíkniefnalögreglunn- ar. Verðiö á einum skammti hér mun hafa veriö svipað og á einu grammi af hassi, aö hennar sögn. Grammiö mun hafa gengiö á 500 til 1000 krónur eftir efni og gæöum en eftir gengis- fellingu ríkisstjómarinnar á dögun- um hækkaöi þaö eins og önnur inn- flutt vara.aösögnlögreglunnar. -klp- Allt Borgartúnið var undirlagt i gærkveldi þegar þetta hús var flutt í heimatún hjá Bilasölu Garðars. Var húsið byggt úr einingum á nokkrum dögum vifl Skúlatúnið en síflan flutt á sinn stafl, þar sem undirstöður voru tilbúnar. Er það með bætt úr húsnæflisvandræðum Bílasölu Garflars, en ekki má byggja á lófl fyrir- tækisins nema byggingin verði auflveldlega færfl, þar sem annar aflili á lóflina og hefur rétt til þess afl nýta hana ef vill. DV-mynd S. Framleiðsla á upp- finningunum f Texas Uppfinningamaðurinn góökunni, Jóhannes Pálsson, sem undanfarin ár hefur veriöbúsetturíKaupmanna- höfn, er nýkominn frá Texas þar sem gengiö var frá sölu á framleiðsluleyfi á pilluglösum hans og rafgeyma- klóm sem um margt eru nýstárlegar uppfinningar. „Eg seldi plastverksmiðju í Houston í Texas framleiösluleyfið eingöngu fyijr Bandarikjamarkaö en danska stórfyrirtækið A.P. Möller hafði áður keypt réttinn fyrir öll önn- ur lönd,” sagði Jóhannes í samtali viö DV. Ekki vildi hann ræða hversu háar fjárhæðir hér væru á ferðinni nema hvað bandaríska plastverk- smiðjar. væri milljaröafyrirtæki á ís- lenskan mælikvaröa. Þá mun nær fullfrágengið að þriðja uppfinning Jóhannesar sem eitthvað hefur kveðið að, lyfjaskápa- lás sem ekki á sinn líka í víöri ver- ----------------------« Jóhannes Pa/sson uppfinninga- maður: — Hjólin farin að snúast i Texas og á Akranesi. DV-mynd E/R. öld, veröi framleidd hér á landi. Nokkrir fjársterkir aöilar hafa náö samkomulagi um stofnun fram- leiðslufyrirtækis sem aö öllum lík- indum verður staðsett á Akranesi. Þessir aöilar eru Akraneskaupstaö- ur, Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi, Stefán Thorarensen hf„ lyfja- fræöingarnir Kristján Linnet og Ein- ar Magnússon og svo uppfinninga- maðurinn sjálfur, Jóhannes Pálsson. Ef aö líkum lætur veröur endan- lega gengiö frá stofnun fyrirtækisins 21. desember nk. -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.