Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Qupperneq 63

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Qupperneq 63
DV. MANUDAGUR17. DESEMBER1984. 63 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Skninn lét oins og vitíaus. Enginn hringdi í tilefni af því að nýlega tengdust nokkrar sveitir á Norðurlandi kerfi sjálfvirka símans er hér ein dagsönn saga. Fyrir nokkrum árum voru símamenn að leggja sjálfvirkan sima i þingeyska sveit. Það gekk með ágætum og voru allir símarnir prófað- ir rækilcga áður en formlega var opnað. Þeir reyndust allir í besta lagi. Þegar nýi síminn hafði verið í notkun daglangt barst kvörtun frá konu á bæ einum. Þangað hafði ekki verið brlngt. Simamenn brugðust skjótt við og reyndu að hringja á bæhin en það var ekki svarað. Símamenn brugðust skjótt við og reyndu að hringja á bæinn en það var ekki svarað. Daginn eftir héldu þeir þangað með tól sín og tæki. Þeir byrjuðu á því að spyrja konuna hvort engin hringing hefði heyrst kvöldið áður. „Jú, síminn lét eins og vitlaus i allt gærkvöid en það var aldrei hringt hingað.” Meira brugg Sumir fróðir menn telja að Áfengishœkkanir stoppa okki i neitt gat. áfengishækkauirnar undan- farið séu út í hött og stoppi ekki i neitt gat. Þær frekar stækki gatið. Löngum var það siður stjórnvalda að hækka vínið annan hvern mánuð eða svo og fá með því meiri pcn- ing i kassanu. Svarið var um- svifalaust stórtæk bruggun öls. Ur henni dró verulega þegar hækkanirnar fóru að verða sjaldnar og minni. Nú er hins vegar bruggunin aftur komin á fulla ferð í öðru hverju húsl um allt land. Ekki bara bjórgutl heldur eiming, rétt eins og í gamla daga. Afleiðingarnar eru tekjumissir ríkissjóðs, ekki fer hjá því. En kannski er þetta bara aðferð ráðherr- anna til að efla íslenskan iön- að. Vist er að engin íslensk iðngrein er i örari vexti um þessar mundir en bruggunin. Gleymdu að þakka Það er alltaf mikið um dýrðir þegar ljósin á Oslóar- trénu í Reykjavík eru tendr- uð. Og það var líka mikið um að vera á Akureyri hér í eina tíð þegar bæjarbúar fengu sitt jólatré. Eins og Reyk- viklngar fengu þeir tré að gjöf frá vinabæ á Norður- löndum. Sá heitir Álasund. En svo gerðist þaö að ekkert jólatré kom eitt árið. Það mun hafa verið í bæjarstjóra- tíð Magnúsar E. Guðjóns- sonar. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvers vegna, enda sakna margir jólatrés- ins á Ráðhústorgi. Nú er þar bara greinum prýdd ljósa- sería sem er hengd upp í ljósastaur. Haft er fyrir satt að skýringin sé sú að bæjar- yfirvöldin gleymdu að senda þakkir fyrir jólatré þarna ár- ið áður. Norðmennirnir eru stórir upp á sig og hættu að fara út i skóg fyrir þessu van- þakklátu Akureyringa. Helgi Bergs bæjarstjóri ætti nú að skrifa bréf sem gæti byrjað svona: „Kæru Alasundmenn. Við glcymdum að þakka fyrir jólatré...” Mús í bíl Músafaraldurinn á Akur- eyri i haust hefur valdið mörgum vandræðum og skringilegum uppákomum. Maður einn setti Volvo bíl sinn á verkstæði vcgna þess að hann ætlaði að selja hann. Tveimur vikum síðar var eiginkonan að þrifa bílínn og fór að tala um að það væri músaskitur í honum. Þvi vildi maðurinn ekki trúa í fyrstu þó hann hefði orðið var við kuri í aftursætinu. Héit hann að þaö hefðl komið á verk- stæðinu. Verkstæðismenn töldu reyndar ekkert ómögu- legt að mús hefði komist í bíl- inn vegna þess að þcir væru stundum með fóðurfiutninga- bil þar inni og i þeim leyndust oft mýs. Volvoinn var til von- ar og vara hreinsaður allur, blásinn og soginn hátt og lágt. Nú líður ein vlka og maður- inn er að aka eftir Glerárgötu þegar hann hrökk iliilega víð. Framan við rúðuna er lítið loftræstiop og þar skriður upp mýsla ein. Hún haföi þá hald- ið til f bílnum í þrjár vikur. Upphófst mikill glæfraakstur eins og i útlendum kvikmynd- um þar sem bilstjórinn sveigði bilinn sitt á hvað á akreinunum þar til músin rúllaðiútaf. Umsjón: Jón Baldvin HaUdórs- son. KOMMED 31 TONN k 29 TONNA BÁTI 7000 TILKAUP- MANNA- HAFNAR Reykjaborg RE 25 gerir það heldur betur gott á snurvoðinni þessa dag- ana. Fyrir ekki viku kom hún úr róðri með vel yfir tuttugu tonn. A fimmtudagskvöldið kom svo þessi 29 tonna bátur með 31 tonn til Sandgerð- is. Allt var þetta svokallaður „alda- mótafiskur”, stór og fallegur þorsk- ur. Fékk Reyk jaborgin þetta í tveim- urhölum. Skipstjóri á Reykjaborginni er Oskar Jónsson, gamalreyndur kappi, sem er að verða sjötugur. Það má því kannski segja sem svo að þarna hafi Oskar sett i gamla „kunn- ingja” — stórþorska sem eru orðnir fátíðirhér viðland. ÖJ Keflavík. 7000 íslensk refaskinn fóru flugleiðis til Kaupmannahafnar fýrir helgina þar sem þau verða boðin upp í febrúar. Verðmæti þeirra mun vera 10—12 milljónir. Verð á refa- og minkaskinnum fer hækkandi þessa dagana en á uppboð- inu í Kaupmannahöfn verða alls 250 þúsund skinn boðin upp. -EIR. Það fæst margt skemmtilegt í Álafossbúðinni, t.d. stílhrein matar- og kaffistell úr hvítu postulíni frá hinum f>ekkta framleiðanda Arzberg. Þarna erauk fress að finna listilega hönnuð vínglös, hnífapör og ýmsa s krautmuni. /Ilafossbúöin VESTURGÖTU 2. SÍMI 13404 GJAFAVORUR Feröaáfangar mega ekki veraof langir - þá þreytast farþegar, sérstaklega börnin.Eftir5til 10mínútnastanságóðum stað er lundin létt. Minnumst þess að reykingar í bílnum geta m.a. orsakað bilveiki. Okkarjöla- skreytmgar. 0fú Öðruvisi mmm HIÖTOWEmR Httntnlrmli X
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.