Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 2
46
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984
RÁÐGÁTAN UM FALDA-
FEYKIOG HURÐASKELLI
Faldafeykir, hvers konar jóla-
sveinn er þaö? Þessari spumingu
hafa lesendur Breiösíðunnar velt
fyrir sér í rúma viku. Helst hafa
menn hallast aö því aö hann sé jóla-
sveinn sem sé að fletta upp pils-
földum. Þessi skoöun hefur aö sjálf-
sögöu valdiö aðdáendum jólasveina
miklum áhyggjum. Fram aö þessu
hafa jólasveinar ekki verið bendlaöir
viðkvennafar.
Fróöir menn hafa hins vegar sett
upp spekingssvip og flett upp í fræöi-
ritum. Undir slíkum kringum-
stæðum er nærtækast að fletta upp í
orðabók Menningarsjóös. Þar
stendur aö sjálfsögðu orðið Falda-
feykir. En viti menn, þetta orö á
ekkert skylt viö jólasveina. Þar ku
þetta vera gamall víkivaki.
A síðustu Breiösíöu töldum viö upp
nöfn jólasveinanna. Viö fengum
upplýsingar um þau í bók Árna
Björnssonar þjóðháttafræöings,
Saga daganna. Þar stendur aö elstu
heimildir úr þjóösögum Jóns Arna-
sonar séu um nöfn jólasveina. Þar er
Faldafeykir talinn upp en ekki
Hurðasleikir.
Til þess aö skera úr þessu vanda-
máli var haft samband viö Arna
Björnsson. Hann sagöi nafnið Falda-
feykir væri bæði nafn á jólasveini og
á gömlum dansi. Líklega ætti faldur
viö höfuðbúnaö kvenna hér á öldum
áöur. Jólasveinninn hefur veriö að
erta þær og feykt faldinum af þeim.
Faldur á ekkert skylt við pils.
Um hvarf Huröaskellis er það aö
segja að hann var einnig til í elstu
prentuöum sögum Jóns Arnasonar.
Skýringin á því aö Hurðaskellir er
ekki í þessari upptalningu er sú aö
ekki var tekinn nema helmingur af
heimildum Jóns Arnasonar til prent-
unar fyrir 120 árum. Huröaskellir
var ekki með þar en hans var getið í
þeim sem ekki fóru í prentun. Það
var ekki fyrr en 90 árum seinna aö
Hurðaskellir komst í prentun í
verkum Jóns Arnasonar.
OKEYPIS AÐ
HRINGJA UM
ALLAN HEIM
Um þessar mundir seljast vasatölvur
nokkrar eins og heitar lummur í Dan-
mörku og væntanlega annars staöar í
heiminum. Þær eru nokkuö frá-
brugðnar öörum tölvum. Þær eru sér-
staklega ætlaöar ferðalöngum. Þær
virka sem klukka, vekjaraklukka og
einnig er hægt aö geyma símanúmer í
henni. En þaö er ekki í raun þessir
eiginleikar sem gera þessa tölvu sér-
stæöa.
Hún getur nefnilega gert eigendum
sínum kleift aö hringja ókeypis í þaö
óendanlega um allan heim. Tölvunni er
þrýst aö tólinu og símanúmer spilaö úr
tölvunni inn í tólið. Meö þessum hætti
er óþarfi aö snúa númeraskífunni.
En þetta þykir víst ekki öllum eins
fyndiö og þægiiegt. Þeir sem þykir
þetta hvaö hvimleiöast eru eigendur
myntsíma eða símsjálfsala. Þeir sem
hafa tölvuna góðu þurfa ekki að eyða
einni krónu í slíka síma. Sama hvort
þeir hringja stutt eöa langt, innan-
lands eöa til útlanda.
I Danmörku hefur þetta vakið mikla
kátínu hjá foreldrum sem eiga
símþurfa unglinga. Unglinga sem
þurfa aö tala mikiö í síma á hverjum
degi. Nú er hægt að senda þá í næsta
sjálfsaia og láta þá tala sleitulaust.
Þeir geta jafnvel hringt í kærustu í
Astralíu ef þeir eiga eina þar.
Aö svo stöddu skal ekkert fjölyrt
um hvort hægt sé aö nota þessa tölvu hér.
Viö bíðum bara og sjáum hvað setur.
10 TONN
AF HASSI
Nýjustu tölur frá Kaupmannahöfn
gefa til kynna aö þar fuöri upp um 10
tonn af hassi árlega. Þar að auki mun
vera nokkuð um heimaframleiðslu
sem erfitt er að skrásetja.
Fíkniefnalögreglan hefur áhyggjur
af þessu. Hins vegar benda kannanir
til þess aö neysla fíkniefna fari
minnkandi meöal unglinga. Þeir sem
standa sig best í hassreykingum eru
gömlu blómsturbörnin frá
velmegunartímum hippanna.
Bent Hansen í fíkniefnalögreglu
Kaupmannahafnar segir að hinn
dæmigeröi hassreykingamaður sé á
aldrinum 30—45 ára. Hann bætir við aö
oft séu þaö börn þessara foreldra sem
hnippi í þau og segi aö tími sé til kom-
inn aö verða fullorðinn og leggja niður
hassreykingamar.
BLAÐA-
MANNA-
STARFIÐ ER
HÆTTULEGT
Blaöa- og fréttamennska getur veriö
mjög hættulegt starf fyrir þá sem
stunda þá iðju. Þaö kemur fram í þeim
tölum sem nýlega voru birtar um stöðu
pressunnar í heiminum í dag.
Þar kemur í ljós aö 21 fréttamaður
hefur veriö drepinn aö störfum þaö
sem af er þessu ári. Þá hafa 94 aðrir
verið handteknir eða vísaö úr landi.
Um 75 prósent af öllum f jölmiölum í
heiminum í dag er annaöhvort
stjómaö af ríkisstjómum eða undir
áhrifum frá þeim.
FÁTÆKUR
BOKASSA
Bokassa fyrrverandi keisari má
muna fífil sinn fegri. Hann er nú
búsettur í Frakklandi og á í stökustu
erfiðleikum meö aö framfleyta sér og
sínum. Hann er m.a. meö 15 böm á
sínu framfæri. Þaö reynist honum
erfitt aö standa undir þessum rekstri
því hann fær aöeins eftirlaun sem fyrr-
verandi franskur lautinant. Nú er búiö
aö loka fyrir vatniö hjá karli eftir aö
hann borgaöi ekki vatnsreikninginn
sinn.
Hann vill ólmur fá leyfi til aö snúa
heim til fööurlands síns í Afríku. I því
sambandi hefur hann sagt ætla að mót-
mæla opinberlega í París.
KEMUR
ÁÓVART
PICASSOÁ
FLÓAMARKAÐI
ÞRJÁTÍU
ÞÚSUND
BÆJARA-
BJÓRAR
Erik W. Pedersen er nú kominn
áleiðis á síöur heimsmetabókarinnar.
Hann vann þaö afrek nýlega aö
stökkva yfir 30 þúsund bæjarabjóra á
mótorhjóli. Þetta voru rúmlega 1000
kassar, þrír metrar á hæð, fjórir á
breidd og átta á lengd. Keppnin fór að
sjálfsögðu fram í Danmörku.
Verðlaunin voru 20 kassar af sterku
jólaöli.
HEIMSMET
Þaö er stööugt verið aö slá ný met.
Aö troöa sér inn í símaklefa er vinsælt.
Nýlega var sett nýtt met í þeirri iðju.
Þaö voru nemendur frá St. Marys
menntaskólanum sem stóðu á bakviö
heimsmetiö. Þeim tókst að komast
tuttugu og fjórum inn í símaklefa.
Fyrra metið var 23. Það var einmitt í
þessum skóla fyrir 25 árum sem þessi
árátta hófst.
Arnold Schwarzenegger, líkams-
ræktarmaðurinn frægi, hefur látiö
skoöun sína í ljós. Hún hefur komið
nokkuö á óvart. Kappinn segir aö
konur sem stunda líkamsrækt séu ekki
aölaöandi. Þaövarnúþað.
ELST
Bernhard Mertens geröi góö kaup er
hann keypti blýantsteikningu á flóa-
markaöi fyrir fjórum árum.
Hann borgaði 3 þýsk mörk fyrir
myndina og fannst hún ekki meira
viröi.
Þaö tók langan tíma að komast aö
því aö myndin var reyndar gerö af
meistaranum Picasso.
Nú stendur til aö bjóöa upp myndina
á uppboöi í New York. Hún er þessa
stundina metin á um 900 þúsund
krónur.
Það voru gildar ástæður hjá henni
Wilhelmine Sandra aö halda upp á
afmæliö sitt 24. október. Þá varð hún
nefnilega 110 ára og um leiö elsta
manneskja á Norðurlöndum. Hún er
norsk aö uppruna en býr á elliheimili í
Stokkhólmi. Hún flutti reyndar til
Svíþjóöar fyrir allmörgum árum eða
1915. Hún eignaðist níu böm og fjögur
þeirra eru á lífi. Þau eru á aldrinum
80—90ára.
MÚSAFARALDUR
Eins dauöi er annars brauð. Þetta á
vel viö drápiö sem nú stendur yfir á
músum í Noregi. Fréttir þaöan herma
aö nú sé óvenjumikið af músum. Þaö
er nefnilega þannig meö þær að þeim
f jölgar og fækkar reglulega eins og t.d.
rjúpum.
Verksmiðjan sem framleiöir músa-
gildrur hefur ekki undan þessa
stundina. Mýsnar eru út um allt og
naga og bíta allt sem fyrir augu ber.
Þessi dæmigerða músagildra sem
viö könnumst öll viö er ættuö frá Nor-
egi. Einkaleyfi fyrir framleiðslunni
var fengiö 1932. 1 fyrstu átti hún ekki
miklum vinsældum aö fagna og tóku
menn gamla köttinn fram yfir. Eftir
aö stálspöngin var strekkt jukust
vinsældir hennar til muna. Og nú er
svo komið aö hana er að finna um allan
heim þar sem mýs er aö finna.
HEIMSINS
STÆRSTA
Heimsins stærsta brúökaup var
haldið í New York fyrir skömmu. Þaö
var haldiö á risavöxnum íþróttaleik-
vangi og mættu um 40 þúsund gestir til
veislunnar. Ekki vitum við hverjir
voru aö ganga í þaö heilaga nema aö
þaö var víst ungt par af gyðingaættum.
Geri aörir betur.
■l