Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984
65
I
„Jú, þaö er rétt aö ég er barnlaus;
maður. Eg veit ekki hvort ég hef
nokkuð meira gaman af bömum en
hundum. Þetta er ákaflega áþekkt. j
Börn og hundar geta verið óþekktar-1
angar og lika elskuleg.
Þú sagðir mér áðan, Benedikt, að þú I
hefðir gaman af því aö dansa. Ekki
ferð þú á böll í dag?
„Og ég held það nú. Eg geröi mikiö
aðþví í gamla daga og ég fer enn þann
dag í dag. Það má eiginlega segja að
ég hafi byrjað fyrir alvöru um ára-
mótin síðustu. Það var haldiö ára-
mótaball í Sólgarði og ég fór að sjálf-
sögðu þangað. Eg hef einnig gert
töluvertaö þvi að sækja böll til Akur-
eyrar. Eldridansaklúbburinn hefur
haldið nokkur böll frá áramótum. Eg
komst ekki á það fyrsta. Það var
eitthvað að tíðinni þá. En ég fór á öll
böllin í sumar og í haust. Svo er ég
búinn aö fara nokkrum sinnum í
Sjallann. Það getur veriö gott í
Sjallanum. Það getur verið misjafnt.
Það sem öllu máli skiptir, er að ég hef
gaman af þessu og dansa mikið.”
„Ég er alveg ónýtur
í pólitíkinni"
Er mikið um gestakomur hingað að
Hálsi?
„Nei, ekki get ég nú sagt það. Þó
kemur það fyrir að gestir komi. Mér
leiöist aldrei. Eg veit hins vegar að það
myndi mörgum leiöast hér. Það eru
ekki allir sem gætu verið svona einir.
En ég hef aldrei fundið til þess að ein-
veran hér hafi haft ill áhrif á mig.”
Hvað um stjórnmál? Fylgist þú með,
ertu pólitískur?
„Nei, það geri ég ekki nema að litlu
leyti. Eg er alveg ónýtur í póUtíkinni.
Eg hef þó oftast kosið en sjaldnast
sama flokkinn. Ég á ekki neinn sér-
stakan uppáhaldsstjórnmálamann í
dag en ég hélt dáUtiö upp á þá Ölaf
Thors og Olaf Jóhannesson. En ég hef
ekki alltaf kosið þeirra flokka. Þaö
hefur ekki verið nein regla á því.”
Það er erfitt að fá það upp úr Bene-
dikt á hvað línu hann sé í pólitíkinni.
Við gefumst þó ekki upp og höldum á-
fram að spyrja.
Er mikið af framsóknarmönnum i'
þinni sveit?
„Já, töluvert er af þeim.”
Of mikið kannski?
„Nei, það held ég ekki. Er nokkurn
tímann of mikið af góðu fólki,” segir
Benedikt og hlær tröUahlátri. Þá vitum
viðþaö.
Tíminn flýgur frá okkur. Jólin nálg-
ast. Hvernig skyldi gamla manninum
líða á jólunum?
„Fyrstu árin sem ég var hér einn
vildi fólk að ég færi héðan á jólunum á
einhverja bæi. Ég gerði það oft. Á
síðari árum hef ég verið hér einn. Mér
Ukar best að vera heima hjá mér á
jólunum. Eg geri að vísu lítiö að því að
skreyta hjá mér en það má aUtaf finna
sér eitthvað annað til að horfa á en
jólaskraut. Þrátt fyrir að ég skreyti
ekki hjá mér er ég ekki trúlaus maöur.
Samt geri ég ekki mikið af því að fara
tU kirkju. Maður getur aUtaf haft hjá
sér messu ef maður vill. En þær eru
misjafnar. Eg á ekki von á því að þessi
jól, sem nú fara í hönd, eigi eftir að
verða frábrugðin öörum jólum. Eg á
ekki von á öðru en að mér muni líöa vel
hér að Hálsi,” sagði Benedikt
Ingimarsson.
Það er farið að skyggja utandyra og
ég fikra mig í átt tU dyra. Benedikt
talar um heima og geima. Það er ekki
laust við aö maður vorkenni þessrnn
gamla höfðingja Saurbæjarhrepps.
Kenni í brjósti um hann í þessum litla
bæ. En trú hans á skemmtilegt líf, viss-
an sem maður hefur á brott með sér
frá Hálsi um aö honum líði vel og skorti
ekkert, styrkir mann í þeirri trú að
framundan séu enn skemmtilegir tím-
ar.
Hann stendur í bæjardyrunum á-
samt hundunum sínum þremur þegar
ég fjarlægist bæinn og lokar ekki
bæjardyrunum fyrr en bílUnn er
kominn í hvarf. -SK.
Texti: Stefán
Kristjánsson
Myndir:
Jón Baldvin
Það eru margir sem búa við meiri þsgindi en Benedikt. Hann nnir þó glaður við
sitt og segist hafa nóg af öllu. Hér er hann i eldhúsinu.
Oddviti í Saurbæjarhreppi var Benedikt í átta ár. Hér er hann með oddvitahúfunal
sem hann á enn og ekki annað að sjá en vei liggi á kappanum.
Benedikt segist lítið ferðast um á dráttarvélinni nú orðið. Vélin er mjög gömul af I
Deutz-gerð en er gangfær engu að síður. Benedikt tók aldrei bílpróf.
Gestrislnn maður er Benedikt og að sjálfsögðu var boðið upp á rjúkandi kaffi sem
| lagað var i eldhúsinu.
DRYKKJUMAÐUR
DÁINN
Eins og fram kemur í viötalinu við
Benedikt á síðunum hér á undan
hefur hann gefið út tvær ljóöabækur
og hér á eftir birtist eitt kvæða hans.
Drykkjumadur dáinn
Elsku látni eiginmaður,
eitthvaö þarf ad segja um þig.
Þad er undarlegt i upphafinu
að þú skyldir ná i mig.
Ég held ég hafi vitlaus verið
að vera að binda trúss við þig.
t fyrstunni ég heldþú hafir
hugsað þér að elska mig.
En þetta lenti allt í öðru.
Alveg flaskan tók þér við.
Ég gat ekki með reiði og refsing
raskað þínum drykkjusið.
Oft varst þú með kátum kvensum
en konanþín lá heima ein.
Þú lagðir heldur lag við aðrar
en lœkna hennar sálarmein.
Flcektistþú meö flestum rónum,
fiflaðist og drakkst með þeim.
Liðið var oft langt á nóttu
loksins þegar dróstu heim.
Stundum varstu góðurgestur
ígráu nœturhúminu,
enda varstu alltafbestur
efþú varst i rúminu. ■
Ég lokaði þig eitt sinn úti.
Önnur refsing hefði nœgt.
En þá var annar inni hjá mér. |
Annað varþvi tœpast hægt. |
Þér úr hófi þótti keyra
þegar húsið lokað var,
hvað þá efþú hefðir vitað
hvað þá gerðist inniþar.
Dásamlegt var drykkjuþoliö.
Drykkjan var þér eðlileg.
Að hún drap þig ekki fyrri
undrast mikið hefi ég.
Þú varst bæðiþrár og seigur.
Þú varst hetja á marga lund.
Þrátt fyrir allt við áttum saman
í einrúmi ofl glaða stund.
Við sjáum langbest oft á eftir
hvað ýmislegt var misheppnað. |
Ástarnálin okkar beggja
alltaf nokkuð sitt á hvað,
ósamlyndi æði mikið,
en alltaf trúin huggun mér
aðjafnast allt í eilífðinni
sem út af hefur borið hér.
Benedikt Ingimarsson
(Frá vordögum). |
mUSBYGGJENDUm
afgreiðum EINANGRUNARPLAST
Á BYGGINGARSTAÐ VIÐSKIPTAMÖNNUM AÐ
KOSTNAÐARLAUSU Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU.
AÐRAR SOLUVORUR:
PfPUEINANGRUN: FRAUÐPLAST/GLERULL
SPÓNAPLÖTUR: VENJULEGAR/RAKAÞOLNAR
ÞAKPAPPI • PLASTFÓLÍA • ÁLPAPPlR • STEINULL
[GLERULL ■ MÚRHÚÐUNARNET • ÚTLOFTUNARPAPPI1
PLASTRÖR (PVC) OG TENGISTYKKITIL FRÁRENNSLISLAGNA'
HAGKVÆMT VERD OG GREIÐSLUSKILMÁLAR VIÐ FLESTRA HÆFI '
SERGREIN OKKAR ER
AÐ HALDA AÐ YKKUR HITA
BORGARPLAST
SIMI 93-7370. KVOLD- OG HELGARSIMI: 93-7355.
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
HALLDÓR BRYNJÚLFSSON.
Vesturvör 27, Kópavogi
simi 91-46966
Á ÍÞRÓTTAFRÉTTIR HB
\NNAR