Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 10
54
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984
TIL ÁLANDSEYJA
Þarna eru Aslandeyjar, í Eystrasaltl, miðja vegu milli Abo í Finnlandi og
Stokkhólms í Svíþjóð.
ALAND
För ett sjalvstyrt örike
Fredagen den 19 november
Lösnummar mk 2
Argáng 92 Nr 163
Þinghús þeirra Alendinga er jafnframt 330 manna ráðstefnumiðstöð sem
sótt er víða að úr heiminum. Á okkar mælikvarða er ferðamannaþjónustan á
Alandi með ólikindum, enda koma þangað yfir milljón ferðamenn á ári.
Sjálfstæðari hugsun og meiri þjóðerniskennd er samt örugglega vandfundin
annars staðar.
W>
I NÁRKAMPI
I SHIPPINGEN
,4i' Amien .Ualtunn
— Fir vi inlr díspnik finns stor risk för alt
prrmittrringsvarslrt mlstr futlföljas ombord
pá Doris som i sá fall stannar i hamn rftrr
nvár. ságrr virrháradshövding STIG LUNDQ-
VIST vid Lundqvist Rrdrrirrna.
— NrJ. sBgrr radiotrlrgrafistförbuiidrts
IIKIKKI 8ANTAI.A mrn lovar i \arjr fall atl
komma till Aland öch diskulrra utbildning
mrd álBnnlngarnn.
Ska drt bli rn ny "urladdning” mrllan ma-
rirhamnsrrdrrirt och "gnistförbundrt" rllrr
finnrr partrrna rn lösning?
Defiick
| GULD-
bollarna
Den hár bilden ger en liten vink om kryssningsresenárernas miljö. Olympia rusta:
upp för att marknadsföras under namnet Caribe
Strandparty nytt
kryssmngsgrepp
Det blrv intr hrlt uvántat IFK Marirhamns
málvakt KAKI NISKAI.A som fick árrls guld-
boll. Mrd sina 50 poáng hadr han frm poáng lill
godo pá tváan. Sunds IFs miltback IIFNKIK
KOSKINEN.
Damrrnas guldboll lillföll den httr gángrn IF
Finströmskamratrrnas KRIKA SJÖLUNI)
mrd 27 poáng. Tváa i omröstningrn blev
ANNA-LKNA BI.OMQVIST frán llammar-
lands IK med 23 poáng.
Juniorrrnas silverboll gick till IFFKs I.KIF
NORDLUND. Ilan hadr 50 poáng. tvá flrra án
MIFKs KIM KNGBLOM. ^
FRITZ
”Hornare”
caim iMinttfi
Uppankring utanför en obcbodd
ö. Kr>ssninKspassagerarna körs
iland med livbátar och pá stranden
blir det party med limbodans och
c-xotisk musik!
Det ár grepp som álándska Sally
lanserar i sin kryssningstrafik i
L'SA dár konkurrensen iir tuff men
dár Commodore Cruise l.ine hSv-
der sina resenárer pá gratis fly
men vi har valt att suga upp kryst
ningsresenárer I nárregioner
konstaterar Sallys tysklandsclu
CIIRISTEB "Kecke” MÖRN.
Ilan framháller att ms Carib
egentligen Sr ett fynd och att satí
ningarna via Sally Shipping Gmbl
sker med internationclla krediter.
Dagblað þeirra Alendinga, Aland, hefur komið út i 94 ár. Þetta er f jölbreytt
og vinsælt fréttablað. Upplagið er 13.000 eintök en Alendingar eru aðeins
23.000. Sambærilegt upplag dagblaðs hér á landi væri um 150.000 eintök.
Þú hlýtur að
6.500 eyjar og sker. Að vísu í norðr-
inu, milli Svíþjóöar og Finnlands.
Skikar lands á kafi í skógi við ljúft haf.
Og þar skín sólin oft og iðulega. Þar
leggur hafið yfir bláveturinn og menn
veðja um það hvenær ísa leysi í komandi
blíöu. Lionsmenn nota veðféð til
góðgerðar, afraksturinn.
Mannlíf
Sem arftaki Vísis er DV nú að koma
út 74. árið. Morgunblaðið 71. árið. Dag-
blaðið Áland er hins vegar að koma út
94. árið. Það er yfirleitt 24 síður og iðu-
lega litprentað. Upplagiö er 13.000
eintök á vetuma, Uklega stærra á
sumrin. Sambærilegt upplag dagblaðs
hér væri nálægt 150.000 eintökum.
Þrjátíu manna þing hefur aðsetur í
nýju og stórkostlegu þinghúsi. Þaö er
leigt til funda- og ráðstefnuhalds stór-
an hluta ársins. Þarna er að finna öll
nýjustu þægindi fyrir allt að330 manna
fundi. Þinghúsið er að sjálfsögðu í
Maríuhöfn. Þar eru einnig nokkur
hótel með alls konar nýtísku aðbúnað.
Stærst er Hotell Arkipelag sem ber
langt af öllum íslenskum hótelum.
Meöal annars er þar 250 manna ráð-
stefnusalur, auk 13 minni fundarsala,
veitingasaUr, íþróttasahr, sundlaug og
næturklúbbur.
Götulíf og verslanir minntu mig
mjög á Akureyri. Stundum fannst mér
eins og ég hefði gengið þama um áður
og andað að mér þessum sama barkar-
ilmi, blönduðum mildu sjávarloftinu.
Reginmunur er þó á öUu því sem snert-
ir feröaþjónustu mUU Maríuhafnar og
Akureyrar, enda ferðamenn aðaltekju-
lind Alendinga og þaö ekki í neinum
smáskömmtum. A hinn bóginn er ekk-
ert HUðarfjaUá Alandseyjum.
Engu að síður stunda Álendingar
skíði. I kynningarriti um íþróttalíf á
Álandseyjum má lesa um 40 greinar
íþrótta sem landsmenn stunda. Þar af
em flestar gremar sem við metum
mest og síðan margar til viðbótar.
Þessi svipmynd er ófulUíomin. Og
enn á ég eftir að komast út um eyjar og
sker á Alandseyjum þar sem sumar-
gestir leigja sér bústaöi við emstakar
náttúruaðstæður. Ef til viU slæst ég
einhvern tímann í hópinn. Eg gæti
oröið fimmtán hundruð þúsundasti
ferðamaðurmn á Alandseyjum þaö
árið.... Eða var það einhver sem hélt
aö Álandseyjaferð væri sama og að
loka sig inni meö döprum hugsunum?
höfuðið, maður'
Út í óvíssuna
Þegar ég andaði þvi frá mér að í
næstu viku yrði ég á Alandseyjum þótti
sumum líklegast að ég hefði orðið fyrir
enn einu áfallinu: „Hvað ertu aðsegja,
þú hlýtur að hafa dottið á höfuðið,
maður.”
Sannast sagna þótti mér sjálfum
þetta nokkuð undarleg tilhugsun og
það í svartasta skammdeginu. Þetta
var tilviljun sem ég hafði leiðst út í. I
fyrstu var þaö einungis boð sem ég sló
frá mér umhugsunarlaust.
En hvaö var þetta eiginlega? Þetta
boð, þessar Álandseyjar? Hvaö vissi
ég um Álandseyjar og Álendinga?
Nákvæmlega ekkert annað en aö þeir
voru þama einhvers staðar í ókunnugu
landi sem þó mátti lesa um í töflum um
Norðurlöndin aö væri eitt af þeim.
Þessi fávísi náöi engri átt. Samt lét
ég ekki undan. Þessi ókunnuga þjóð
' var ömgglega ekkert annað en fá-
mennur þiýstihópur úti á skerjum þar
sem allt væri að deyja úr leiöindum í
skammdegismyrkrinu. ÞvíUkt ferða-
lag.
Og ég segi þaö satt. Þaö var ekki fyrr
en á elleftu stundu sem ég ákvað aö
týna mér í viku á Alandseyjum. Þetta
kostaði talsverða, já, verulega réttlæt-
ingu. Urslitum réð að ég er skipulega
forvitinn um allt sem getur orðið mér
að efniviöi í starfi. Ég fór.
Á Álandseyjum
Nú er ég löngu kominn aftur — og
ekki tU þess aö skrifa annál um
Alandseyjaævintýrið. En ég get sagt
það í hreinskUni að ekkert ferðalag
hefur komið mér eins á óvart nema að
rasa aleinn um fyrir austan tjald. Og
er þó ólíku saman jafnaö.
Þarna er 23.000 manna þjóð á eyja-
klasa sem nær yfir 6.500 eyjar og sker
úti í miðju Eystrasalti, mitt á mUU
Finnlands og Svíþjóðar. Þetta er
sjálfstæð þjóð en ekki fullvalda, en inn-
an finnska ríkisins, talar sænsku og er
sænsk í háttum.
Ég gisti í Mariehamn, Maríuhöfn,
höfuðstað Álandseyja og nefndum í
höfuðið á Maríu Alexandrovnu, rúss-
neskri keisaraynju. Þar búa 10.000 manns.
Þar eru öxullinn og ankerið í álensku
mannUfi. Þannig hefur þaö verið síðan
1861 þegar Álandseyjar voru í Rúss-
landi, Ja, héma.
Kynnin af Álandseyjum og
Álendingum voru snörp og afdráttar-
laus. Þeir hafa flaggað fána eins og
okkar síðan 1954, nema hvað í krossin-
um er gult hjá þeim en hvítt hjá okkur.
Þjóðabandalagið ákvað þeim sænsku
og sænska menningu en finnskt ríkis-
fang 1921. Umfram allt eru Álendingar
þeir sjálfir.
Álendingar voru eins hamslausir af
þjóðerniskennd og Vestmannaeyingar.
Síðan buðu þeir lax sem þjóöarrétt og
þrumuðu yfir borðum í anda þeirra
sem vita hvað þeir eru, vita hvað þeir
vilja og vita hvað þeir ætla sér. Þótt
Álendingar séu finnskir á skrám og í
skýrslum eru þeir sænskir. Þeir ætla
aðverðaálenskir.
Perlan í Eystrasalti
Álendingar rekja upphaf lands síns
aftur til 8.000 ára fyrir Krists burð
þegar það reis úr hafi. Sögu þjóöar-
innar rekja þeir gegnum styrjaldir og
stríð, íhlutanir Rússa, Englendinga og
Frakka, en segja kristni á Norðurlönd-
um hafa borist um Birka á Álandseyj-
um 829. Mikil saga er varöveitt í land-
inu.
Þarna hafa menn búið og róið. Og
gera enn. Frægar eru verslunarsigling-
ar Álendinga. Seglskipið Pommern er
nú sjóminjasafn þeirra í Maríuhöfn.
Núna er verslunarskipafloti þeirra tólf
sinnum stærri en fraktarar okkar
Islendinga. Þó eru þeir 23.000 en við
240.000.
Síðan slepptu Alendingar iðnvæðing-
unni þótt þeir séu raunar, líkt og viö,
sæmilega hagir á tré og járn, enda
meðal annars í því að yrkja og fella
skóg og selja timbur. Alendingar tóku
til viö ferðaþjónustu sem bar fágætan
árangur.
Það er ótrúlegt en satt að síðan 1972
hafa ekki komið færri en milljón ferða-
menn til Alandseyja ár hvert. Flestir
hafa þeir orðiö 1979,1.252.201. Áriö 1958
komu 39.500 ferðamenn til Alandseyja,
1962. 164.000, 1966 380.000, 1970
480.000,1971 640.000 og 1972 1.033.460.
Langflestir ferðamannanna koma
skammt að, frá Svíþjóö. Og aðrir
næstu nágrannar Álendinga eru tíöir
gestir — ekki þó við Islendingar sem
flestir komum af fjöllum þegar þessi
perla í Eystrasalti, Alandseyjar, er
nefnd á nafn. Enda varð ég hlessa.
,HVAÐ ERTU
AÐ SEGJA?
hafa dottiðá
GREIN: HERBERT GUÐMUNDSSON