Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 55 JÓLAGJÖFIN 1 ÁR KENWOOD t ELDHÚSIÐ HF IAUGAVEGI 170-172 SIMAR 11687 ■ 21240 Trén eru ódýrari en í fyrra Stórkostlegt verð á eðalgrenitrjám Barrheldinn norðmannsþynur - dönsk gæðatré Glæsilegt úrval af ótrúlega fallegum trjam. KOMIÐ 0G GERIÐ SAMANBURÐ 0^ða*a 75—lOOcmkr. 600,- 101—125cmkr. 800,- 126—150 cm kr. 1000,- 151-175 cmkr. 1200,- 176-200 cmkr. 1400,- 200-400 cmkr. 1600,- Greni í búntum kr. 95,- Þú kemur og velur treð — við sendum það heim. Eðalgrenimarkaðurinn V/Miklagarð . . . keisarans hallir skína”, kvað Tómas um fegurðina í Kína, sem skáldinu fannst þó standa að baki fögru vorkvöldi í vesturbæn- um. En það er löngu liðin tíð að sum- arhallir keisarans skíni. Hitt er sönnu nær um þær að ,,nú sé Snorrabúð stekkur”. Stjórn al- þýðulýðveldisins hefur talið annað þarfara en viðhalda keisaralegum mikilfengleik (eða hégóma, eftir því hvernig á er litið) undir gunn- fánum öreigastéttarinnar. Því eru dýrðarhallir, sem keis- aramir létu reisa sér til sumar- dvalar eða þá til þess eins að halda landamærajörlum sinum veislur, eins og til dæmis í Cheng- de, naumast svipur hjá sjón. Og svo aumt er ástand þessara fyrri glæsibygginga að Pekingstjórn- inni þykir ekki lengur vammlaust. Enda önnur viðhorf í „kapítalískri vegalagningu” Dengs Xiao-ping. Það á sem sé að taka til hendi í viðhaldi þessara fomminja, eins og sumarhalla Qing-keisaraættar- innar í Chengde, þar sem þeir forðum höfðu ofan af fyrir gest- komandi landshöfðingjum sínum frá Mongólíu, Tíbet og Turkestan, skjölluðu þá, hlóðu á þá gjöfum og innprentuöu þeim stefnu sína. Keisaramir í Kína spöruðu ekki til húsagerðarinnar. Glæsihof og hallir í viðhafnarstíl voru reist og þar á meðal nákvæmar eftirlík- ingar mikilfenglegra bygginga annarra þjóða eins og rauða eftir- líking Potala-hallarinnar í Lhasa, höfuðborg Tíbet. Flestar þessar byggingar standa enn sem einstæðir minnis- varðar um breytileg menningar- skeið í sögu keisaraveldisins. Ar- lega sækja þessa staði í Chengde um tíu þúsund erlendir ferða- menn. En ljóminn af logagylltum þökunum hvarf þegar vandalar skröpuðu af þeim gullið og marg- ar byggingar em aö hruni komnar eða þegar fallnar saman. A sjötta og sjöunda áratug þess- arar aldar fóm kínverskir hönnuð- ir ómildum höndum um þessar minjar á meðan landslag þótti lítilsvirði, ef það var ekki skreytt verksmiðjureykháfum. Sums staðar, þótt staðið sé á hæsta sjón- arhóli, grillir ekki í fagurt musteri frá fomöldum fyrir múrsteins- kumböldum umhverfis. Og loft- mengandi iðnaður, sem komið var upp í Chengde, drap trén í afgirt- um garðinum, þar sem keisaram- ir voru vanir að stunda hjartaveið- ar. — I þessum garði em enn gras- flatirnar, þar sem mongóla- höfðingjarnir reistu t jaldbúðir sín- ar. Á hæðunum standa enn hallim- ar, þar sem veislugleðin ríkti. Chengde er norðan við Kína- múrinn og reis mestan part á átjándu öld. I Suður-Kína em aftur sælu- lundir umhverfis vötn með hofum eða musterum og höllum, sem vom þó timburhús. Eins og til dæmis „Höll einfaldleikans”. I stað þess að koma garðinum aftur í samt lag eftir niðurniðslu borgarastríðsins, létu embættis- menn eftirstríðsára sér sæma að reisa þar forljótt múrsteins- sjúkrahús. Og fremur en rífa niður hermannabraggana, sem Japanir reistu þarna, var svæðið afgirt og komið upp fleiri her- skálum. Eftir að Deng opnaði Kína fyrir hugmyndum úr vesturheimi upp úr 1976 hefur afstaða kínverskra ráðamanna breyst til þessara mála. Hugsanlegar tekjur af ferðamannaiðnaði leggjast á árina með þeim, er vernda vilja og viðhalda gömlum byggingum og minjum, þegar þeir reyna aö telja embættismennina á sitt mál. Pekingstjórnin telur Chengde einnig til pólitísks gildis, sönnun þess að Tíbetar, Mongólar og fleiri heyri til hinum kínverska hluta heims. Með Chengde vilja þeir lækka sjálfstæðisraddirnar í Tíbet og sanna að þjóðir, sem nú lúta Sovétríkjunum, voru áður hluti Kínveldis. Deng Liqun, áróðursmeistari kínverska kommúnistaflokksins, sagði í fyrra að 100 þúsund fermetrar hallarbygginga skyldu endurreistir fyrir árið 2000. Það er ærið verkefni, því að efnahags- ástandið í Kína er enn ekki of gott. — 1976 voru veitt 9,5 milljón yuan til tíu ára áætlunar til endur- reisnar og 1982 var bætt 4 milljón yuan við til þessarar sömu áætlunar. Svo að keisarans hallir eiga kannski enn eftir að skína. KEISARANS HALLIR NÚ STEKKIR SEM ENN EIGA AÐ SKÍNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.