Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 39
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 83 Kvikmyndir Störf fréttaritara og blaðamanna hafa oft á tíðum verið vinsælt kvik- myndaefni. Hver kannast ekki við gömlu bandarísku kvikmyndirnar þar sem hinum dæmigerða fréttamanni var lýst sem myndarlegum karlmanni sem klæddur var í krumpuö jakkaföt og með barðastóran hatt og sagði fimmaurabrandara með stuttu milli- bili. Hér má tína til myndir eins og The Front Page (1930) og Clark Gable í myndinni It Happened One Night (1934). En allar kvikmyndir drógu ekki upp jafnskemmtilega mynd af lífi og starfi fréttamannsins eins og þessar gömlu myndir gerðu. Nú á tímum er starf hans á erlendri grund oft á tíðum ekki neinn dans á rósum eins og áhorfendur fengu að sjá í Háskólabíói þegar mynd- in Under Fire var sýnd þar fyrir skömmu. Fréttamennska af erlendum atburðum þar sem fréttamenn eru staddir á víglínunni sjálfir, getur veriö stórhættuleg. Á undanförnum árum hefur mátt lesa fréttir þess efnis að fréttamenn og ljósmyndarar hafi orðið fyrir árásum við störf sín í S-Ameríku og Asíu og oft látið þannig líf iö við störf sín. Vísað úr landi Nýlega var frumsýnd myndin The Killing Fields við góöar undirtektir en hún er byggö á sannsögulegum atburö- um og f jallar um störf fréttamannsins Sydney Schanberg og aðstoðarmannsi hans, Dith Pran, en þeir störfuðu sam- an í Kambódíu. Schanberg var frétta- ritari New York Times í Phnom Penh, höfuöborg Kambódíu, árin 1972— 1975. Greinar hans af ástandinu þar voru birtar reglulega í blaðinu og hlaut Schanberg m.a. Pulitzer verðlaunin Þrir vestrænir blaðamenn sem teknir voru til fanga i Kambódiu. ViG VELUNUM Hér verður sagt frá aðdragandanum að gerð myndarinnar The Killing Fields sem nýlega var frumsýnd erlendis, en hún fjallar um störf bandaríska fréttamannsins Schanberg og að- stoðarmanns hans, Pran, í Kamputseu um 1975. ur þegar Pran bjargaði lífi Schan- bergs. Sannfærður um áreiöanleika sögu Schanbergs hafði Puttman sam- band við hann og vildi fá kvikmynda- réttinn en var tilkynnt að Schanberg hefði ekki áhuga. Schanberg og um- boösmaður hans bjuggust við að fá mjög góö tilboð og vildu því bíða. Putt- nam gafst ekki upp og útvegaði fjár- magn og gerði Schanberg fast tilboð. Þó tilboðið væri ekki það hæsta þá var honum ráðlagt að taka þvi og gerði það. Var Puttnam tilkynnt það sama dag og hann hóf kvikmyndun á Chari- ots of Fire. Dustin Hoffman í aðalhlutverk Þar meö var boltinn farinn að rúlla. Samstilltur hópur Þegar hér var komiö sögu var komiö mitt sumar 1982 og í þetta sinn stóö styr um val leikstjóra. Tveir komu til greina, Louis Malle og Roland Joffe. Mjög freistandi var að velja MaUe því hann haföi gert tvær heimUdarmyndir í Asíu og haföi bæði gott orð á sér sem leikstjóri í Bandaríkjunum og Evrópu. En Puttnam vUdi leikstjóra sem hafði líkan bakgrunn og hann sjálfur. I bréfi, sem hann skrifaði umboðsmanni Malle, sagði hann m.a.: ,,AUt það sem ég hef gert vel varðandi kvikmyndir er byggt á eiginleUra mínum að geta náð saman hópi jafningja sem hafa þá einu ósk að gera sömu myndina. Handrit Bruce, sem ég styö mjög eindregiö, er orðiö of gott til þess að fara aö endur- skrifa það svo hægt yrði að kalla einum og hálfum mánuði áður en kvik- myndatakan átti að hefjast kom tU- kynning frá utanrikisráöuneyti Thai- lands þess efnis að efni The Killing Fields væri andstætt stefnu landsins í utanríkismálum. Nú voru góð ráð dýr og það var ekki fyrr en þeir höfðu gert smávægilegar breytingar á handriti og samþykkt að hafa ritskoðara frá rík- inu að kvikmyndatökur fengu að hefj- ast. Þessir ritskoðarar höfðu mestar áhvggjur varðandi trúarleg atriði og voru aöaUega á staðnum tU þess að sjá til þess að þeir kvikmynduðu einungis það sem þeir áttu að kvikmynda hvern dag. Þrátt fyrir öU þessi vandamál tókst að ljúka gerð The Killing Fields á réttum tíma og á réttri fjárhagsáætl- un sem er orðið nokkuð sjaldgæft í heimi kvikmyndanna. fy rir greinar sínar. En þaö sem lesend- ur New York Times vissu ekki var að góður fréttaflutningur Schanbergs byggðist aðallega á mjög sérstæðum og nánum vinskap hans við Dith Pran sem var Kambódíubúi. Það var svo þriöjudaginn 17. aprU 1975 að rauöu kmeramir réðust inn í Phnom Penh og þar með var Kam- bódía máð út af landakortinu. Ástandið í landinu, sem liggur mUU Víetnam, Thailands og Laos, var þegar orðið slæmt, m.a. vegna fimm ára tímabils sprengjuárása Bandaríkjamanna á landið. Aðeins þremur dögum eftir að kmerarnir höföu lagt undir sig höfuð- borgina höfðu þeir neytt alla íbúana til þess að flytjast á brott upp í sveitina. Hér var um að ræða tvær og hálfa milljón manna og þeir sem ekki fóru með góöu voru teknir meö valdi. Land- ið var endurskírt og kallaðist nú lýð- veldiö Kampútsea. Meðan á þessu stóð var öllum vestrænum blaðamönnum vísað úr landi. Þar á meðal var Schan- berg sem neyddist til að skUja eftir vin sinn Pran sem hafði m.a. bjargað lífi hans meðan á innrásinni stóö. Pran var síðan sendur í vinnubúöir og í end- urmenntun upp í s veit þar sem miUjón- irmannalétust. Endurfundir Eftir að Schanberg kom tU Banda- rUr janna ásótti hann mjög samviskubit yfir þvi aö hafa orðið að skUja vin sinn Pran eftir í Kampútseu. Hann reyndi mikið til þess að hafa uppi á Pran og eins og fyrir kraftaverk tókst honum aö finna hann í ThaUandi eftir að Pran haföi tekist aö flýja þangað eftir harö- ræðið í Kampútseu. Var þaö fjóru og hálf u ári eftir að Schanberg hafði orðið aðyfirgefa landið. Árið 1980 skrifaði Schanberg grein í New York Times sem bar heitið The Death and Life of Dith Pran þar sem hann lýsti m.a. byltingu rauöu kmer- anna sem þeirri blóðugustu og ógnar- legustu'sem gerst hefði í nútímasögu. Var greinin m.a. myndskreytt með mynd af því þegar Schanberg og Pran hittust í ThaUandi eftir sinn langa aö- skUnaö. Kvikmyndaframleiðandinn David Puttnam, sem líklega er þekkt- astur fyrir að hafa framleitt óskars- verðlaunamyndina Chariots of Fire, las þessa grein og hreifst mjög af efni hennar. Aður en hann hafði samband við Schanberg sjálfan varöandi rétt tU að kvikmynda söguna hitti hann fyrr- verandi fréttaritara Sunday Times í Phnom Penh sem hafði veriö viðstadd- Þeir sem ætluðu að fjármagna mynd- ina lögðu að Puttnam að ráða Paddy Chayevsky sem handritahöfund og Sid- ney Lumet sem leikstjóra og að fá Dustin Hoffmann í hlutverk Schan- bergs. Puttnam tók því illa og tilkynnti að hann vildi fá handritahöfund sem harin gæti verið í góðu sambandi við og gæti einnig sett á blað hugmyndir hans um hvernig kvikmyndin ætti aö vera. Einnig tUkynnti Puttnam að hann hefði jafnlítinn áhuga á aö vinna meö Dustin Hoffman og hann heföi líklega sjálfur á að vinna með honum því þeir höfðu starfað saman við gerð myndarinnar Agatha. Sá handritahöfundur sem Puttnam hafði í huga var ekki jafn- frægur og Chayevsky, en það var Bruce Robinson. Hann hafði tveimur árum áður skrifað kvikmyndahandrit fyrir Puttnam þótt það hafi ekki orðið að kvikmynd ennþá. Hann eyddi tveimur og hálf u ári í að gera handritið að The Killing Fields og byggði það töluvert á viðtölum sem hann tók við Schanberg og Pran. Þótt fyrsta upp- kastið reyndist vera 170 blaðsíður var Puttnam ekki ánægður. En með lagni tókst honum að fá Robinson tU þess að breyta handritinu í samræmi við hugmýndir sínar. myndina „Kvikmynd eftir Louis Malle”.” Það var því Roland Joffe sem hlaut hnossið. Þetta var hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd en áöur hafði hann unnið heilmikið fyrir leikhús og sjónvarp. í Joffe sá Puttnam leikstjóra sem var tilbúinn aö brjóta odd af oflæti sínu ef það yrði til góðs fyrir my ndina. Kvikmyndataka hefst Eftir að tekist hafði að útvega fjár- magn (10,2 miUjónir punda) var hafist handa við kvikmyndunina. Þótt flest lönd í Asíu hefðu komið tU greina þá varð ThaUand fyrir valinu. Þrjár meg- inástæður lágu þar að baki. Landa- mæri ThaUands lágu að landamærum Kampútseu. Þar að auki höfðu nokkrar kvikmyndir veriö teknar þar með góð- um árangri. í þriðja lagi var her Thai- lands, sem er vel búinn bandarískum vopnum, tilbúinn aö hjálpa til við gerð kvikmyndarinnar. Samt sem áður uröu mörg ljón á veginum. Kvikmynd eins og The Killing Fields f jaUaöi um mjög viðkvæmt pólitískt efni sérstak- lega í landi eins og Thailandi þar sem ennþá er töluvert um ritskoðun. Aðeins Góður árangur Myndin tókst í aUa staði mjög vel og það sem sérstaka athygli vakti var túlkun dr. Haing Ngor sem fór með hlutverk Pran. Dr. Ngor er læknir að mennt og hafði stundað lækningar við herspítala í Phnom Penh þegar rauðu kmerarnir réöust inn í borgina. Hann haföi haldiö því leyndu aö hann væri menntaður og tókst að flýja f jórum ár- um síðar til ThaUands. Hann og níu ára gömul frænka hans voru þau einu af stórri fjölskyldu sem tókst að komast Ufandi út úr landinu. En hvað segir Puttnam um The Kill- ing Fields? ,,Þú getur aðeins fram- kvæmt verk eins og þetta ef þú hefur tekiö miklu ástfóstri viö það. Fimm ár af lífi mínu hafa farið í gerð þessarar myndar. Þetta var verkefni sem gat gefiö vel af sér eða sett mig á hausinn og ég er ekki viss um að ég væri tUbú- inn tU þess að endurtaka þessa áhættu aftur. Eg er mjög stoltur af myndinni en hún hefur tekið stóran hluta af þrótti mínum. Þetta er í síðasta skipti sem ég vil gefa svo stóran hlut af s jálf- um mér í kvikmynd. ” B.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.