Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 29
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 73 Skemmti- sigingin varðað martröð Förinni var heitið til Bahamaeyja. Seglskúta beiö okkar á Miami Beach. Við vorum skólafélagar frá háskólan- um í Gainesville. Þetta átti að vera jólaleyfið okkar. Prófin voru á enda og úti steikjandi hiti þrátt fyrir að komið væri fram yfir miöjan desember. Snemma morguns héldum viö af stað akandi fyrsta hluta leiðarinnar, 350 mílur í suðaustur, frá Gainesville til Miami. Sveifluðumst fram og aftur á Florida Tumpike hrað- brautinni. Plastsætin voru brennandi heit því loftkælingin í bílnum var biluð. Við sátum á handklæðum og létum okkur dreyma um kulda og frískandi hafgoluna. Við höföum öll reynslu af siglingum en aldrei reynt fyrir okkur úti á rúms jó nema Jim. Hann var eini Bandaríkja- maðurinn i hópnum. Jim átti lítinn seglbát og haföi eitt sinn farið á nám- skeið í siglingafræðum. Hann átti hug- myndina að þessari ferð og var frá upphafi sjálfkjörinn skipstjóri. A leið- inni sögðum við frá siglingaafrekum okkar. Jim hafði svo sannarlega orðið sér úti um góða áhöfn í ferðina. Jim sagði að siglingin til Bahama- eyja yrði minnsta mál í heimi. Hélt því fram að ekki þyrfti mikla kunnáttu í siglingafræöi í svona skottúr. Ekki væri fræðilegur möguleiki annað en að hitta á eyjarnar sem væru á stóru svæði undan strönd Flórída. Það kæmi jafnvel fyrir aö sæist út í eyjamar frá Miami Beach þegar skyggni væri gott. Árekstur yfirvofandi Þama lá hún. Glæsileg 45 feta segl- skúta og var okkar í heila viku. Starfs- maður skútuleigunnar tók á móti okk- ur á bryggjunni og afhenti lykla. Hann ráðlagöi okkur aö biða með brottför til morguns. Veðrið færi versnandi og hætta á miklum sjógangi úti fyrir ströndinni. Til Bahamaeyja var aðeins um átta tíma sigling. Þaö var ákaflega freist- andi aö sigla þá strax um kvöldið. Koma til Bahamaeyja snemma næsta morgun. Við létum heilræði starfs- manns skútuleigunnar lönd og leið og ákváðum að sigla. Smávegis öldugang- ur myndi ekki skaða. Feröin yrði bara líflegri fyrir bragöið. Öldugangurinn væri líka ágætis svefnmeðal fyrir þá sem ekki þyrftu að vera uppi á dekki. Viö vorum áhyggjulaus, hamingjusöm yfir að vera búin í prófunum. Dingluö- um fótunum yfir borðstokkinn og þömbuðum bjór. Sólin var aö setjast og pálmamir blöktu litils háttar í golunni. Höfnin var þéttskipuð seglbátum. Við ræstum mótorinn og bökkuðum út úr skútusvæðinu. Fyrst voru það bát- arnir báðum megin við okkur sem fengu fyrir ferðina. Síðan lá við hörku- árekstri milli okkar og fallegrar skútu í stæðinu á móti. Loksins náðum við aö rétta bátinn af óg héldum beinni stefnu út úr höfninni. Það var vandi að sneiða hjá sandrifjum og stórgrýti. Viö sigld- um brátt í strand en tókst samstundis að ná bátnum upp með vélarafli. Sjóvéiki gerir ekki boð á undan sér Það var farið að hvessa og skútan vaggaði. Sjór tók að ganga yfir okkur á dekkinu svo viö færðum okkur niður í káetuna. Jim hélt eftir einum aöstoöarmanni uppi á dekki. ööru hvoru skaust hann niður til okkar. Breiddi út stórt og mikið sjókort. Dró upp sirkilinn og mældi vítt og breitt. Allar hans tilfæringar vom afar traustvekjandi. Það var glatt á hjalla niöri í káetu. Veltingurinn fór sívax- andi en þaö jók bara á kátinu manna að geta ekki staðiö í lappimar. Þegar við stóöum upp köstuðumst við veggja á milli í ölduganginum. Það var engin leiö aö halda jafnvæginu. Hann varð fyrsta fómardýr jafn- vægisleysins. Jörgen var sænskur lífeðlisdoktor og helsti aðstoðarmaður Jim í siglingafræðinni. Ekki þaö að Jörgen þekkti neitt til í þeim efnum frekar en við hin. Siglingafræði væri ekkert nema „common sense”, sagði hann. Jörgen var líka vanur að vera góður með sig. Hann hallaði sér makindalega aftur í kojunni, var óspar á heilræðin þegar Jim braust niður til okkar að athuga stefnuna. Jörgen var stöðugt að gefa í skyn að útreikningar Jim ættu ekkert skylt viö siglinga- fræði. Hélt hverja ræðuna á fætur ann- arri á milli þess sem hann kyngdi gúlsopum af Budweiser. Sjóveikin gerði engin boð á undan sér. Skyndi- lega varð Jörgen blágrænn í framan og þaut eins og brjálaður maður upp á dekk. Fleiri bættust skjótlega í hópinn. Veðrið fór versnandi. Skútan lá á hlið- inni. Oðru hvoru rétti hún sig af, — lagðist því næst á hina hliðina. Vildi heim með Eastern Airlines Jim ddpaði fyrir af inMli röggsemi. Þeir fáu sem ekki vom orðnir s jóveikir reyndu að hlúa að hinum. Gleðilætin voru þögnuö. Menn lágu hálfir út yfir borðstokkinn. Ljósin í Miami vom horfin sjónum. Ljósin á Bahamaeyjum vom hvergi sjáanleg. Viö vorum stödd úti á rúmsjó í ofsaveðri. ,,Er ekki best að snúa við,” spurði einhver. Jim sagði að það væri best að halda förinni áfram. Sagðist tala af reynslu. Sjó- veikin myndi brátt fjara af mönnum. Blaut og sjóveik héngum við út yfir borðstokkinn alla nóttina. Skemmti- siglingin var orðin að martröð. Það var farið að birta að degi. Sam- kvæmt útreikningum áttum við að vera komin upp að strönd Bahamaeyja fyrir löngu. En hafið blasti við okkur svo langt sem augað eygði. Vindinn hafði lægt og sjóveikin var á bak og burt. Ferðin hafði nú tekið um þrettán klukkustundir. Enn sást ekkert til eyj- anna. Hafði Golfstraumurinn borið okkurafleið? Jörgen var aftur með lífsmarki. Hann tók aftur upp þráðinn að rakka niður siglingakunnáttu Jim. Kvaðst ætla að taka Eastern Airlines heim frá Bahamaeyjum. Stigi aldrei fæti sínum á bát þar sem Jim væri skipstjóri. Við hin vorum áhyggjufull. Ekki vegna þess að við værum í bráðri lífshættu. Við hugsuðum hins vegar til þess með hryllingi að ganga í gegnum aðra eins nótt. Jim ákvað að taka nýja stefnu. Taldi sig vita hvað hefði farið úrskeiðis við mælingarnar. Með þvi að breyta stefnunni um örfáar gráður kæmumst viö til Bahamaeyja innan fárra klukkustunda. Uppreisn um borð Klukkan var að nálgast fjögur sið- degis. Við höfðum verið á siglingu í nær tuttugu tíma. Allt í einu sáust ljós í fjarska. Þegar betur var að gáð sáum við að þarna var á ferð stórt skemmti- feröaskip. Við náðum niöur nafninu í gegnum kíki. Jörgen þeysti niður í káetu, reif fram talstöðina og öskraöi í hljóðnemann, „Scandinavian Star, Scandinavian Star, can you reach me? Over.” Svar frá skipinu kom að vörmu spori. Til Bahamaeyja, nánar tiltekið til Nassau, væri um þriggja tíma sigl- ing. Við ræddum hljóðlega okkar á milli að gera Jörgen að skipstjóra. Láta Jim fá reisupassann. Hann hafði valdið okkur ómældum kvölum undan- farinn sólarhring og var lítið vinsæU fyrirvikiö. Það var orðið aldimmt þegar við sigldum inn í höfnina í Nassau. Astand- ið um borð var miöur gott. Við vorum hrakin, blaut, köld og svöng. Sam- komulagið milU manna var hroðalegt. I upphafi ferðarinnar vorum við sam- stilltur hópur félaga sem af þoUnmæði hlustuöuá afrekssögur hver annars. Nú vorum viö samansafn af skrímsl- um sem kenndu hvert öðru um hvernig komið væri fyrir þeim. Jim og Jörgen sögðu ekki orð hvor við annan nema með skætingi. Jim sagði að við værum ekkert annað en vitlausir útlendingar sem þóst hefðu þaulvanir sigUngum. Síðan hefðum við verið ælandi og ósjálfbjarga alla leiðina. Það var dásamleg tilfinning að koma á þurrt Hafnarvörðurinn kom til okkar á bryggjunni og sagði að við yrðum að færa bátinn suður eftir í smábátahöfn- ina. Þangað væri aðeins hálftíma sigl- ing. Skútan var eldsneytislaus. Á hafnarbakkanum voru tveir kranar. Blár fyrir vatn og rauður fyrir oUu. Jörgen stóð við kranann með slöngu og fyllti á olíutankinn af miklum myndar- skap. Jú, Jörgen yrði að vera skip- stjóri á heimleiðinni. Jim var ómögu- legur, hafði enga. foringjahæfileika. Skyndilega heyrðum við Jim reka upp skerandi neyðaróp neðan úr bátnum. Jörgen hafði farið kranavillt í myrkr- inu. Fyllt oUutankmn með vatni. Það tók okkur fjóra tíma að pumpa vatnmu upp úr tankinum. Urvinda af þreytu roguðumst við með vatnsföturnar hverja á fætur annarri á moldarhaug í nágrenninu. Viö áttum ágætis viku á Bahamaeyjum. Þegar dró aö heimferð höfðum við sam- band viö skútuleiguna í Miami og báðum um aö fa að skUja bátinn eftir í Nassau. Flugum heim með Eastern. Ferðin tók úu minútur. -EH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.