Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 33
DV. LAU G ARDAGUR 22. DESEMBER1984 77 ikamál—Jólasakamál—Jólasakamál—Jólasakamál—Jólasakamál—Jólasakai „Viljiö þér fá öskjuna úr bankahólf- inu aftur?” spuröi Strand og hélt áfram aö telja seðlabúnt. „Nei, þakka yöur fyrir. Ég ætla aö- eins aö taka 300 krónur út af bankabók- inni minni. Vilduð þér hjálpa mér aö fylla útúttektarmiöann?” Á meöan hann skrifaði nafn hennar og reikningsnúmer, sem hún heföi auð- veldlega getað gert sjálf, stakk hún leikfangabyssunni inn í holrúmið undir bríkinni. „Þér skuldið mér enn fimm þúsund krónur,” sagöi hún um leið og hún stakk hundraö króna seðlunum niöur í töskuna. „Og gleymiö því ekki aö ég á aö fá þessa peninga fyrir aðfanga- dag.” Strand hristi höfuöið og sneri sér aö næsta viðskiptavini. Og útibússtjórinn kastaöi á hana kveöju þegar hún gekk framhjá skrifstofu hans. Hann var því greinilega ekki farinn í mat á þessum tíma. A slaginu klukkan 12 á hádegi mánu- dag stóö hún aftur viö afgreiðsluborð- ið í bankanum. Engir aörir viðskipta- vinir voru þar, en Strand sat á sínum staö innan viö borðiö. Fólk notaöi nú auösjáanlega matarhléiö til aö gera jólainnkaupin. Strand lét hana bíöa lengur en venja var og á meðan dró hún leikfangabyssuna út úr rifunni. Það tók Strand nokkrar sekúndur að átta sig á aö hann horföi beint inn í byssuhlaup. Auövitaö hélt hann aö þetta væri eitthvert spaug, þar til hann sá strengdar varir hennar og stingandi augnaraöið. „Fáöu mér fimm þúsund krónurnar mínar,” skipaöi hún meö lágri röddu. „Frú Kamberg... bíðið þér nú hæg- ar... þetta er nú einum of bamalegt.” „Ef þér hreyfið við aðvörunar- hnappnum þá skýt ég. Síðan skulum við sjá eftir þaö hvort hægt sé aö kalla migbamalega.” Þetta var í fyrsta skipti sem Strand stóð augliti til auglitis viö bankaræn- ingja og hann var sannarlega engin hetja. Heföu þeir nú aðeins haft sjón- varpseftirlitskerfi í bankanum! Hann laumaöi vinstra fæti sínum á aövömn- arhnappinn um leið og hann tróö and- liti sínu alveg fram í opiö á glerinu ofan á afgreiðsluborðinu. „Þetta er orðið að meinloku hjá y öur, frú Kamberg. Þér vitið ekki leng- ur hvað þér geriö. Leggiö frá yður byssunaog....” „Hættiö þessu masi og fáiö mér pen- ingana mína.” 1 sama mund hringdi síminn á boröi útibússtjórans. Hún gat séö útundan sér þegar hann tók hann upp. Hann spratt upp úr sæti sínu og í sama mund byrjaði viðvörunarbjallan að glymja í djöfulmóö. Meö yfirveg- aðri rósemi lét hún höndina falla niöur meö síðunni svo byssan hvarf Strand úr augsýn. Svo stakk hún byssunni aft- ur inn í rifuna undir bríkinni, gekk nokkur skref aftur á bak og veifaði í kveðjuskyni til hins dauðskelkaða gjaldkera. Er hún nálgaðist útgöngu- dyrnar komu nokkrir bankastarfs- menn og bankastjórinn hlaupandi og næstum hentu sér yfir hana. Strand stóö á bak viö glerið og veif- aöi höndunum. „Varið ykkur. Hún er vopnuö,” hróp- aöi hann í sífellu. Allir kölluöu og hrópuöu og báru sig afar ókurteislega aö viö gömlu konuna. Hún var þvinguð niður í stól. Karl- mennimir leituðu í handtösku hennar og pelsinum en kvenfólkið þuklaöi hana hátt og lágt í leit aö skotvopninu. Hún tók mjög nærri sér þessa rudda- legumeðhöndlun. „Hún er meö byssu,” hrópaði Strand handan viö gleriö. „Finnið byssuna aö minnstakosti.” Utibússtjórinn tilkynnti honum aö þaö fyndist engin byssa. En þau héldu áfram aö leita í töskunni og í pelsinum en allt kom fyrir ekki. Á meöan á þessu stóö safnaðist hópur fólks fyrir framan bankann. Það leiö langur tími þar til bankastjórinn byrjaöi aö hlusta eftir mótmælum hennar. „Þetta er algert hneyksli. Eg krefst þess aö fá aö tala viö aðalbankastjór- ann,” sagðihún. „En frú mín. . . þér verðið að skilja aöþegarHolgerStrandsegirað...” „Hvaö heldur þessi Holger Strand eiginlega aö hann sé? Lít ég ef til vill út eins og bankaræningi? Og hvar er eiginlega þessi byssa sem ég á aö hafa ógnaö honum með?” sagði hún meö mikilli vanþóknun. „Hún miðaði á mig meö skamm- byssu,” hrópaði Strand hásri röddu. Tíu mínútum síöar fylgdi útibús- stjórinn henni til dyra bukkandi sig og beygjandi, rauður um eyrun og meö eintómar afsakanir á vörunum. Strand gjaldkeri var dálítið taugaspenntur þessa dagana, þaö er svo mikiö álag á bankafólki núna og svo hefur starfs- fólkið sínar fyrirskipanir um hvernig á aö bregöast viö, skiljið þér. Afsakan- irnar sem hann þuldi upp úr sér ætluðu aldrei aö taka enda. Hann var nánast kominn í kleinu af eintómu bukki. Þaö haföi enda ekki einu sinni sést skuggi af hlut sem líktist skammbyssu. Þaö var auðvitað ófyrirgefanlegt að hafa móðgaö einn af föstum viöskiptavinum bankans á þennan hátt. Dagana 14. og 17. desember tók hún út smáupphæðir af bankabók sinni. Strand fýlgdi hverri minnstu hreyf- ingu hennar meö smáum augum sín- um. Utibússtjórinn fylgdist árvökull með út um dyrnar á skrifstofu sinni. Skulfu hendur Strands? Afgeiddi hann þennan viðskiptavin með nægilegri kurteisi? Og rétt fyrir lokun á föstudegi, þegar síðustu viðskiptavinirnir voru aö flýta sér út úr bankanum, stóð hún skyndilega á sama stað og miðaöi á hann meö byssunni. Það var örlítið meira ryk á henni en síðast. En þaö hugsaði enginn út í það, síst af öllu Strand gjaldkeri. Svitinn spratt fram á enni hans og efrivör þegar hún laumaði pappírsbleöli inn í gegnum lúguna á glerinu og sneri baki í skrif- stofu útibússtjórans. „Aðfangadagur nálgast og ég hef enn ekki fengið eigur mínar,” hvíslaði hún., ,Borgaðu eöa ég skýt. ” Strand gaut augunum frá skammbyssunni á hvítan pappírs- bleðilinn. I æsingnum hlaut hún að hafa snúið bakhliðinni upp. Nei. . . hún hlaut aö vera aö blekkja hann. . . og þó • . . ef til vill var sonur hennar í heima- varnarliðinu, þetta gæti veriö skammbyssan hans sem hún miöaði nú á hann. Hugsanimar þutu um huga Strands. Aftur tyllti hann tánni á viövörunar- hnappinn í gólfinu. Eins og áöur glumdi viðvörunarbjallan og aftur stakk hún skammbyssunni inn í hol- rúmiö undir bríkinni. „Hún ógnaöi mér” emjaði Strand til útibússtjórans sem kom hlaupandi. „Sjáðu sjálfur miðann hérna. Hún heimtaði fimm þúsund krónur úr kass- anum.” En þaö stóö ekkert á miöanum. Báöar hliðar hans voru auðar. Rauöur í andliti aftur fyrir eyru varö útibússtjórinn að endurtaka afsak- anirnar sem hann haföi þulið í fyrra skiptið. Enda fannst enginn hlutur sem líktist skammbyssu, hvorki á henni sjálfri, í tösku hennar, undir gólf- teppinu eöa á bak viö afgreiðsluborðiö. Atburöarásin endurtók sig, utan hvaö nú kallaði útibússtjórinn Strand gjaldkera inn á skrifstofu sína eftir að hafa fylgt frú Kamberg til dyra. Augnaráö útibússtjórans lofaöi ekki góöu fyrir framtíð gjaldkerans. Á Þorláksmessu gekk hún rakleitt aö borði Strands, brá skammbyssunni á loft, miöaði á andlit hans og krafðist fimm þúsund króna úr kassa gjaldker- ans. „Þú reiknaðir með aö ég væri aö narra þig í fyrri skiptin,” hvíslaði hún í gegnum lúguna á glerinu. „Þar haföir þú rétt fyrir þér. En þú hefur enn ekki borgaö mér skuldina. Og aöfanga- dagur er á morgun. Ef þú snertir viövörunarhnappinn einu sinni enn, þá skýt ég þig og þá höfum við jafnað okkarsakir.” „En þetta voru aðeins fimm þúsund krónur,” sagöi Strand eymdarlegur. „Og vextir aft auki.” bætti hún við. „Þú verður að greiða þaö sem á vantar úr eigin vasa. Þú gætir týnt lífi, tapaö peningunum eða misst stööu þina. Áræðir þú aö gera þriöju tilraunina? ” Eins og í leiöslu þreifaöi Strand niöur í kassann og dró upp þrjú búnt meö tíu 500 króna seðlum í hverju. Hann ýtti þeim til frú Kamberg, sem hrifsaði þau til sín. Og eins og mjöl- sekkur lineig gjaldkerinn saman á gólfið. Þaö gjall engin viðvörunar- bjalla að þessu sinni. Frú Kamberg haföi góöan tíma til aö smeygja tveimur seölabúntum inn í rif una undir bríkinni og leikfangabyssunni á eftir, á meðan vinnufélagarStrands stumruöu yfir honum meövitundarlausum á gólfinu. Gamla konan tók aðeins þriöja seöla- búntið með fimm þúsund krónum og stakk því í töskuna. Hún vildi ekki hiröa meira en það sem henni bar. Það var höfuðverkur Strands gjald- kera hvemig hann ætlaði aö skýra vöntunina í kassann. En hann hafði alla jólahátíðina til aö hugsa um þaö. qkamál—Jólasakamál—iólasakamál—Jólasakamál—Jólasakamál—Jólasakai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.