Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984
51
Jólatréð i nýju hlutverki
— sem tákn umhverf isvandamáls, þar sem skógardauðinn herjar vegna lof tmengunarinnar
Jólatréö heföbundna meö öllum sín-
um skreytingum bar töluvert á góma í
Vestur-Þýskalandi fyrir þessi jólin.
Þaö var dregiö inn í umræöuna um
hvaö helst væri til varnar deyjandi
skógum landsins þar sem sýking trjáa
vegna mengunar andrúmsloftsins
veldur mönnum þungum áhyggjum.
Hér á fslandi, sem fornar sögur og
gamlar minjar gefa til kynna aö hafi
verið skógi klætt, en er nú strípað af
trjám aö undanskildum þeim hríslum,
sem gróðursettar hafa veriö af mann-
anna höndum á seinni tímum, ættu
slíkar áhyggjur aö mæta skilningi.
Sýkt tré inn í stofurnar
„Forráðamenn kirkju og sveitarfé-
laga ættu ekki aö stilla upp öörum jóla-
trjám en þeim sem bera augljós ein-
kenni sýkingarinnar svo aö almenning-
ur geri sér betri grein fyrir spjöllum
mengunarinnar,” sagði Helmut
Röscheisen, leiðtogi náttúruverndar-
samtaka Þjóöverja. Sumir náttúru-
verndarmenn vildu ganga svo langt aö
hlífa greniskógunum viö skógarhöggi
fyrir jólatrjáamarkaöinn. Þeir vildu
aö fólk neitaöi sér um jólatré þessi jól-
in. Aörir vildu þvert á móti að greni-
trén yröu til þess aö færa vandamálið
beint inn í faöm fjölskyldunnar inni í
stofunni á jólunum, minnandi
áþreifanlega á skógana, sem eru aö
kafna í loftmenguninni.
17 milljón jólatré
Skreytt jólatré er tvö hundruð ára
gamall jólasiður í Þýskalandi. Jólin í
fyrra höföu þrjú af hverjum fjórum
heimilum þennan siö í heiðri. Þaö
þýddi um sautján milljón jólatré.
Skógarveröir segja aö þessi trjátaka
geri skógunum ekkert mein og sé þeim
jafnvel frekar til góös aö grisjast þann-
ig-
„Raunar er greni ræktaö víöa sér-
staklega fyrir jólatrjáasölu, eöa þá aö
jólatrén eru tekin þar sem grisjunar er
þörf,” sagöi talsmaður landbúnaöar-
ráðuneytisins í þessari umræðu fyrir
jólin.
Barrskógar í mestri hættu
En hitt horfir í algert óefni ef áfram
heldur sýkingu trjánna og dauöa skóg-
anna eins og gert hefur síðari árin.
Skógar þekja um þriöjung Þýskalands
en opinberar skýrslur gefa til kynna aö
helmingur þessara skóga sé annað-
hvort sýktur eða þegar dauður. Skað-
valdurinn er loftmengun frá iðnaðin-
um eöa útblæstri ökutækja.
Barrtré, greni og fura virðast í
mestri hættu, og því vilja önnur nátt-
úruvemdarsamtök í V-Þýskalandi eins
og BBU hlífa þeim viö jólatrjáasöl-
unni. — „Við sjáum ekkert vit í því aö
slíta upp tré til þess eins aö henda því á
haugana eftir fáeina daga,” sagöi
Gerd Billen, forsvarsmaöur BBU.
Skógræktarmenn segja aö þaö sé
nær einvörðungu greni sem fari í jóla-
trjáasöluna og tekjurnar af henni,
330 milljón mörk árið 1983, sé drjúgt
búsílag í aögeröir til verndunar skóg-
unum.
Sá frægi Svartiskógur er meðal
svæöa sem verst hafa orðið úti af skóg-
ardauðanum. I Hintei'zarten hafa
þorpsbúar af ráönum hug sett upp á
aðaltorginu vesælt eintak af sýktu tré
fyrir þessi jólin til þess aö hamra á efn-
inu. Þetta er aö vísu þriggja og hálfs
metra hátt tré en meö glögg einkenni
sýkingarinnar.
Kirkjan vill síður sleppa
jólatrénu
Meöal þeirra sem lögðu orö í belg í
umræöuna um jólatréö hjá þýskum
var Martin Rock prófessor sem er ráö-
gjafi kaþólsku kirkjunnar í
umhverfisverndarmálum. Hann vildi
fyrir engan mun sleppa jólatrénu. —
„Jólatréð gæti oröiö til þess aö minna
fjölskylduna á, hver inissir er að
skógunum, ef þeir deyja út,” sagði
hann. Hann bætti því viö, aö jólatré
þess opinbera mættu vera minni og
draga mætti úr skrautinu, svo aö þessi
fallegi jólasiður hyrfi ekki alveg undir
ofneysluog lúxus.
Plastjólatré ekki lausnin
Allt þetta tal varö auövitað til þess
aö fleiri heimili fengu sér heldur plast-
eftirlíkingar grenitrjáa, sem vakti þó
ekki hrifningu allra þeirra er vilja þó
hlúa aö náttúrunni. „Viö mundum ekki
hvetja neinn til þess aö kaupa plast-
tré,” sagöi Heinz Suhr, talsmaður
samtaka „Græningja”. „Nær væri fyr-
ir fólk aö aka hægar og nota ineir
almenningsvagna til þess aö draga úr
útblástursmenguninni. Þar í liggur
vandinn en ekki jólatrjáasölunni.”
Plastframleiöslan brennir enda orku
og plastúrgangurinn eyöist ekki nema i
brennsluofnum sem spúa svo enn
meiri reyk út í andrúmsloftið en þaö er
ekki þaösemskógamir þurfa.
Barrskógar eru helst i hættu vegna
mengunar i Þýskalandi.
gleðilegra jóla og gæfu og gengis d
komandi ári
Frjáls fjölxniðlun h/f
Oskum landsmönnum öllum