Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 71 Á þessum degi fara margir út i skóg, sérstaklega böm, til að tína saman nokkur laufblöð sem eiga að tákna gull og gersemar sem hver hefur unnið í stríði við óvinina. Börnin ganga með laufblöðin á milli ættingja til að fá blessun eldri og vitrari manna og óskir um að þau skuli alltaf sigra i stríði við óvini sína. Einnig fá börnin heima- lagað sælgæti frá þessum ættingjum sem heimsóttir eru. Er liður að kvöldi Dassahdra hefjast ýmsar uppákomur sem venjulega er stjórnað af bæjar- og borgarstjórnum. Nautaat og hanaat eru þar vinsælust slíkra leikja og er oft mikil harka þar. Dýrunum er gefiö áfengi og síðan látin atast þar til annaðhvort þeirra fellur í valinn. Uppákoma þessi, eins og margar aðrar annarra trúarbragöa, virðist ekki alveg í samræmi við hindúatrú en yfirleitt er bannað að drepa skepnur. Skólar gefa fyrst jólafrí þennan dag og f á indversk böm jólafrí í mánuö — þaö endar 10 dögum eftir diwali. I þá 20 daga sem líöa milli Dassahdra og diwali föndra krakkarnir mikiö. Þeir gera mörg ljósker úr pappa til aö skreyta með. Fullorönir gera hreint, mála hús sín og þar fram eftir götunum. Diwali Allt fólkið var mjög ánægt að vita að Rama væri lifandi , öruggur og á leið heim. Víöa var flaggað, olíuljós voru kveikt um alla borg, allir fengu ný föt og svoframvegis. Rama kom til borgarinnar, Dwarika, eftir 20 daga og þann dag hefst diwali, hin raunverulega hátið. Diwali stendur í fjóra daga. Fyrsti dagurinn í diwali er dagur rikidæmis. Fólk biður til gyðju auðs og ríkidæmis, sem ber nafnir Laxmi. Fjórði og síöasti dagurinn í diwali er dagur syst- kina — bræðra og systra. Bræðurnir lofa systrum sínum því að hugsa vel um þær gegnum lifstíðina. I hindúatrú bera bræður yfirleitt ábyrgð á velfamaði systra sinna þangaö til þær sjálfargiftast. Diwali markar upphaf nýs árs. Diwali er hátíð ljósa, raketta og sér- staklega hátíö hamingju. Diwali eða deepavali eins og það er oft kallaö þýðir eiginlega löng röö af ljósum til að vísa Rama veginn heim. Þess vegna er ljósið svo mikilvægt á diwali. Hvert heimili býr til hátiöarmat og sætindi og eru sætindin mikiö send á milli í skrautpökkum til gjafa. Fólk sendir hvað öðm — viðskiptamenn senda viðskiptafólki sínu — og starfs- fólki vinnustaða em sendir heim sæt- indapakkar. Fólk skiptist á nýárskort- um og fer í boð og heimsóknir í nýjum og fínum fötum. Diwali er heilagur tími og er því trúað að hann gefi mönnum auðsæld og velfarnað. Margir kjósa þennan tíma til brúðkaupshalda, aðrir hefja við- skipti á tímum þessum og bændur gera árssamninga við vinnumennina sína, og má segja að þetta sé foriaga- trú svipuð og hjá okkur sem segir að aldrei megi byrja á neinu á mánudög- um. Hindúatrú Hindúatrú er fyrst og fremst um hvernig lifa eigi lifinu — ,a way of life”. Ekkert er bannaö — engar reglur eru til sem banna eitt og leyfa annað. Engar reglur eru til um hvenær eigi að biðjast fyrir eða hvort eigi að biðjast fyrir. Það er undir hverjum hindúa komið hvenær og hvort hann biður eða ekki — hann getur beðið fyrir heima hjá sér eða í hinum sérstöku hindúa- musterum. Guð er alls staðar. Margar útgáfur og mismunandi eru til af hindúatrú. Hvert fylki — af 21 fylki — hefur sitt séreinkenni. Hið svokallaða stéttaskipulag er enn við lýöi í Indlandi og dregur þaö hindúana í flokka um leiö og þeir fæöast. Eins og fólk eflaust ímyndar sér þá eru Indverjar mjög ósamheldin þjóð vegna hinna mismunandi trúarbragða, stétta, fylkja og jafnvel tungu- mála. I Indlandi eru töluð 14 aðal- tungumál en eflaust eru hundruð undirmála. Tungumálin eru mjög ólík og er alveg ófært fyrir Suður-Indverja að skilja Norður-Indverja til dæmis. Hins vegar er hindi alþjóðamálið í Indlandi, sem allir tala, svo að ef tveir menn mætast frá mismunandi fylkjum þáertalaðhindi. Klassískir indverskir söngvar eru vinsælir meðal Indverja og oliuljósið er merki diwali-hátiðarinnar. Hvert fylki hefur séreinkenni á klæðaburði. Hór er tiskusýning þar sem kvenmenn frá mismunandi fy/kjum sýna SARI frá heimahögunum. Á diwali fær fólk sérný föt. Hinar mismunandi útgáfur af hindúatrúnni fara líka eftir hollustu og ást manna til hinna mismunandi hindúaguða. Til dæmis biðja flestir þeir sem búa i austurhluta Indlands til guðsins Kali en þrátt fyrir það trúa þeir einnig á aðra guði. Ibúar vestur- hluta Indlands dýrka helst guðinn Shiva, norðurhlutinn dýrkar mest Rama og á Suður-Indlandi eru guðirnir Vishnu og Brahma vinsælastir. Ritningar Tvær aðalritningar eru meðal hindúa: Ramayna og Maha Bharat. Ramayna er saga Rama, sem hér er sagt frá aö framan. Maha Bharat er saga goösins Krishna. Krishna var uppi fyrir um 3000 árum. Stríðið var á milli sona tveggja bræðra. Feður þeirra höfðu báðir verið konungar i sama rikinu og nú var vandamáliö hvor sonurinn ætti að taka við. Krishna Maha Bharat er nafnið á borginni þar sem aðsetur konungsins var. Annar sonurinn hét Kaurav en hinn hét Pandav. Konungar alls staðar í Ind- landi voru beðnir um að taka þátt í stríöinu á miili bræðranna tveggja og þeir gerðu svo — röðuðu sér í fylkingar ýmist með Kaurav eða Pandav. Krishna var einnig konungur, en var mikið skyldur báðum hliðum, svo aðnú var vandamál á ferðinni, þ.e. með hverjum hann ætti að standa. Bæði Kaurav og Pandav höföu beðið frændann Krishna um að hjálpa, svo aö Krishna gaf báöum kosti: Annar aðilinn gat valið Krishna sjálfan en hinn aðilinn gat fengið allt herlið hans. Fyrst fékk Kaurav að velja og kaus hann allt herliðiö og því fór Krishna til Pardav og þar með barðist hann á móti sinu eigin herliði. I striðinu miðju lagöi Arjuna niöur vopn í liði Pandav og Krishna, en hann var þekktur fyrir aö vera mikill bar- dagamaður. Ar juna gaf þá skýringu að hann vildi ekki drepa ættingja sína fyrir konungdóm og meiri völd. Geeta Krishna ,>tóð þá upp og hélt ræðu mikla sem öll var skrifuð niöur í bók sem nú gengur undir nafninu Geeta. Bók þessi er afar merkileg og er hún hugsuð sem eins konar ritning líka. Geeta inniheldur speki mikla og er full af visku. I nútímaþjóðfélagi Indlands er Geeta þekkt sem allra heilagasta bókin. Hindúar trúa sterkt á líf eftir dauð- ann, annaðhvort uppi eða niðri — him- inn eða helvíti. Til himna komast þeir með því að haga sér vel i lifanda lífi, eins og við kristnir menn trúum. Einnig trúa þeir að þeir bardagamenn sem láta líf sitt í stríöi við óvinina kom- ist beint til himna. JI Fyrst eru kjúklingarnir skomir og pikkaðir með gaffíi. Tandoori-kryddi og súrmjólk erhrært velsaman. • . . og kjúklingarnir baðaðir i súrmjólkinni og kryddinu. TANDOORI- KJÚKLINGUR Indverjar eru nokkuð frægir fyrir matargerð sína og má segja að margt sé ólíkt íslensku mataræði. Aðalréttir Indverja eru grænmetis- réttir og með því er boröað sérstakt brauð sem kallað er naan. Hér er uppskrift að indverskum kjúklingarétti sem kallaður er „Tandoori-kjúklingur” og er mjög auðvelt að matbúa hann. T andoori-kjúklingur 1 kjúklingur, skorinn niður i 6—8 stykki 2 msk. Tandoori-krydd (Tandoori Curry Mixture) 1/4 lítri súrmjólk eða 1 dós af jógúrt án ávaxta. Kjúklingurinn er allur skorinn niður í bita, 6—8 stykki. Síðan eru bitamir pikkaöir með gaffli. Tandoori-kryddið fæst til dæmis i Náttúrulækningabúöinni í Reykjavík (Tandoori Curry Mixture). Kryddinu og súrmjólkinni er hrært vel saman og hellt yfir kjúklingana. Kjúklingarnir verða að vera baðaöir í þessum legi sem er eiginlega dökk- rauöur á aö h'ta. Látið þá biða i um hálftíma áður en þeir eru látnir inn í ofninn en síðan eru þeir bakaðir í ofni þangaötil þeir erutilbúnirá borðið. JI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.