Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 20
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 64 aö móöir mín dó álpaðist ég til aö vera einn hér aö Hálsi. Eg verð aö viður- kenna að ég hef stundum veriö aö velta því fyrir mér hverng hafi staðið á því að ég ákvaö aö búa hér einn míns liðs. Eiginlega hef ég alltaf litiö á þetta sem hreina heimsku. Eg get ekki sagt annað. Finnst þér ekki heimskulegt aö útiloka sig frá samfélaginu á þennan hátt? Eg get ekki séð annað en aö þetta sé tóm heimska. Og ekki var þetta vegna þess aö ég gæti ekki átt sam- skipti viö annað fólk. Þaö hef ég alltaf getað. Kannski hefur þaö einhverju ráöiö um þetta, að ég haföi og hef það ágætt hér sem leiguliði ríkisins. Eftir- gjaldiö er lítiö og ég veit aö ég fengi hvergi ódýrari húsaleigu. En þetta er samt sem áöur heimska. Maður veröur stundum aö viöurkenna fyrir sér heimska hluti. En ég heföi örugglega saknaö þess aö fara frá skepnunum. Og ég heföi aldrei oröiö hér einn eftir ef ég heföi ekki haft rafmagn. Þá heföi ég þurft aö elda allt á taði.” „Fólk hneykslast alveg stórlega" Sást þú sjónvarpsþáttinn um Gísla á Uppsölum sem sýndur var í sjón- varpinu? „Já, ég sá þáttinn og mér fannst Gísli karlinn svohtiö skrítinn. Eg næ honum ekki alveg. Já, já, ég er með sjónvarp og útvarp, og meira að segja segulband líka. Þó finnst mér hund- arnir það besta af öllu sem ég hef hér.” Tckur þú efni upp á segulbandið? „Já, þaö geri ég. Þaö er allt mögulegt sem ég tek upp. Eg er mikiö gefinn fyrir léttmeti sem eðlilegt er með dansmann. Eg er mikill dans- maður og likiega heldur meiri en gerist og gengur. Fólk hneykslast á þessu. Þaö hneykslast á því að gamall maður skuli leyfa sér aö haga sér eins og unglingur. Það hneykslast alveg stór- lega. Ég læt þaö mig engu skipta. Þaö er ekki ætlast til þess aö gamalt fólk skemmti sér. Þaö á helst aö draga sig í hlé þannig að þaö sé ekki fyrir neinum.” Hvernig er það, Bencdikt, erl þá einaugraöur hér? „Nei, þaö er ég sem betur fer ekki. Fyrsta áriö sem ég var einn fannst mér ég ævinlega þurfa aö vera á eilífu bæjarflakki. En þaö hefur stórum dregiö úr því meö árunum. Ég er alveg undrandi á því sjálfur hvaö ég hef vanist einverunni vel. Mér leiðist aldrei. Þegar ég er ekki að skemmta mér viö eitthvað sérstakt þá skemmti ég mér viö hugsun mina. Það er mikiö atriöi að geta séð þaö skemmtilega viö hlutina. Þaö hefur hjálpað inér í gegn- umárin.” „Ég hef aldrei verið tæknimaður" Ég tók eftir því þegar ég renndi í hlaðið aö í túiifætinum hér fyrir utan bæinn stendur gömul dráttarvéi. Ferðast þú um á henni? „Nei, ég get varla sagt þaö. Eg er mjög ónýtur viö aö ferðast á vegum og ég hef aldrei tekiö bílpróf. Stundum labba ég, þaö er allur gangur' á því. Eg er fæddur á undan bílaöldinni og lief aldrei verið tæknimaöur. Eg þarf litiö aö fara frá bænum og ef eitthvað kemur fyrir þá hringi ég í nágrannana. Þeir eru alltaf boönir og búnir aö rétta mér hjálparhönd. Tvisvar sinnum hef ég veriö í burtu í nokkum tima. Þá dvaldist ég á Kristneshæii vegna veikinda en annars hef ég alltaf veriö heilsuhraustur og hress maður og ég þakka guöi fyrir það. Ég hef aldrei komið til Reykjavíkur. Það lengsta sem ég heí fariö1 frá Hálsi er austur í Þingeyjarsýslu.” „Gat gert vísu þegar ég var tíu ára" Benedikt er allur aö færast i aukana og ég bið hann aö lýsa fyrir mér venjulegum degi að Hálsi. „Dagurinn er nú stundum stuttur ef ég sef yfir mig. Þegar enginn er til aö vekja mann þá er aldrei aö vita hvenær maöur vaknar. Þaö kemur oft fyrir aö ég sef fram eftir, sérstaklega ef ég hef átt erfitt meö svefn um nóttina. Einstaka sinnum koma gestir á kvöldin og úr því geta orðið vökur. Eg byr ja yfirleitt á því þegar ég vakna aö sinna fé ef þaö er á húsi. Því næst fer ég aö huga aö einhverri soðningu. Eftir matinn dunda ég mér viö hitt og þetta. Ég á þaö til aö skrifa og yrkja.” Bcnedikt hefur gert mikiö aö því aö yrkja um dagana og út hafa komið tvær Ijóðabækur eftir hann. Sú fyrri, Kvæðakver, kom út 1969 og sú síðari, Frá vordögum, kom út 1975. Hvað varst þú gamall þegar þú byrjaðir að yrkja? „Ég gat gert vísu þegar ég var tíu ára. Eg hafði engan áhuga á því þá. Það var eiginlega ekki fyrr en ljóöa- bækur Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi og Stefáns frá Hvítadal komu út að áhugi minn á kveöskap vaknaöi. Eg haföi á þeim árum ekkert gaman af gömlu skáldunum. Davíö og Stefán hrifu mig eins og skot og vöktu hjá mér áhuga. Þá fór ég fyrir alvöru aö sinna þessu.” Manstu eftir þinni fyrstu vísu? „Já, ég man eftir henni en ég vil helst ekki hafa hana yfir. Eg var tíu ára þegar ég samdi hana. Ég man eftir annarri vísu sem ég bjó til um svipað leyti og hún var svona: Rekiö var í réttirnar, riöu þangaö stúlkurnar, Sigurjón á Völlum var vanalega kominn þar. Eg man aö afi minn hældi mér mikið fyrir þessa vísu og iét vel yfir henni.” Fékk jólakort frá Vigdísi forseta Arið 1981 var Vigdis Finnbogadóttir forseti á ferð í Eyjafirði og kom hún yð á Sólgarði, félagsheimili ekki mjög langt frá Hálsi. „Ég las yfir henni kvæöi og mér þótti mjög vænt um jólakortið sem hún sendi mér á jólunum 1981. Hvort þaö var þakklætisvottur fyrir vísuna veit ég ekki. Kvæöiö sem ég las fyrir Vig- dísi varsvona: íslenska kona í æösta sess af alúö viö fögnum þér. Veikomin hingaöí vora sveit sem vöknuö til sumars er. Fagni þér líka f jall og bær og fagurgræn ræktuö tún. Fegurð sumars og foldin öll fagnar þér létt á brún. Um fimmtíu klndur eru í útihúsum Benedlkts og um þsr þarf að hugsa. Hér er Benedikt að gefa á garðann. Minni fom eru mikil þér margt geyma liðnar aldir. Margra þó sjónum manna sé minjagripimir faldir. Viö óskum aö koman í okkar sveit sé í einhverju nokkurs virði. Og þú geymir í minni sveitarsvip frá Saurbæ í Ey jafirði. Veöráttan breiöir verndartraf á vegferö þína hér. Hún gengur í dag meö landinu í leik og ljós hennar fylgir þér. Viö þér hver einasti bóndabær brosir viö sólfar hlýtt. Nú er fegurö og sæld í sveit því sumar er runnið nýtt. Við þökkum þér komu á þennan staö þjóöin metur þaö vel. Aö forsetinn vill til fólksins koma meö fr jálslegt vinarþel. Fyrstu konu í forsetastól fagurt sé markað skeiö. Farsæld og gifta fylgi þér á framtíöarinnar leiö. Hvað varst þú lengi aö semja þetta kvæði til Vigdísar? , ,Þaö er ekki víst aö ég hafi verið svo mjög lengi aö því. Það er oft erf iöast að byrja ep sVo kemur skriöan. Þetta get- ur komið mjög snöggt.” „Ég var bara kosinn snögglega" Við víkjum aðeins að fortíðinni. Er ekki rétt að þú hafir verið oddviti um nokkurt skeið í hreppnum? „ Jú, þaö er nokkuö til í því. I kring- um 1950 var ég aö sýsla í hinu og þessu. Ég var meöal annars aö kenna krökkum vestan viö Djúpadalsána. Ég tók þetta aö mér fyrir skólanefndina. Eg fór líka á bæi í sveitinni og kenndi. Um þetta leyti var ég kominn í hrepps- nefnd og árið 1950 lenti ég í oddvita- starfinu. Ég var oddviti Saurbæjar- hrepps í átta ár eöa til 1958.” Aðdragandinn? „Ég var bara kosinn snögglega. Al- menningur kaus fulltrúa í hreppsnefnd og síðan kaus hreppsnefndin sér odd- vita. Eg hugsa aðég heföi verið oddviti lengur ef Ármann bróðir minn hefði ekki dáiö 1957. Þá tók ég viö búinu hér aö Hálsi. Búiö var þá nokkuö stórt. Einar sjö kýr og 150 kindur. Eg smá- minnkaði viö mig á næstu árum og ég held aö ég hafi farið mátulega hratt í sakirnar. Eg ræö vel viö þetta eins og þaðerídag.” „Mikill friður þegar ég var oddviti" Þú varst oddviti i átta ár. Kannt þú frá einhverju skemmtilegu að segja frá þeim árum? „Eg var fjallskilastjóri hér í sveit áður en ég varð oddviti. Það var miklu meiri friöur þegar ég var oddviti. Þaö er eins og fjallskilamál séu mönnum sérstaklega viðkvæm. Eg held að mér hafi bara gengið vel sem oddvita. Aöal- máliö í þá daga var aö fá síma í Saur- bæjarhrepp. Simi var þá aðeins kominn aö litlum hluta* í sveitina. Sjálfur fékk ég síma 1951 en þar áöur fór ég allt út í Saurbæ tilað hringja. Ég þurfti oft aö hringja þegar ég var odd- viti. Þetta kom síöan smátt og smátt og þaö stóö heima að sími var kominn í alla sveitina þegar ég hætti sem odd- viti áriö 1958. Annað sérstakt mál sem ég man eftir frá oddvitaárum mínum var bygging félagsheimilisins Sólgarðs sem í dag er mikið notaö. Já, þetta voru skemmtilegir tímar. ” Varst þú vinsæll oddviti? „Ja, þaö hef ég sjálfsagt veriö. Eg gat ekki betur séö þegar ég varö fimmtugur og eins sjötugur en fólk myndi eftir mér. Trúir þú því aö í þess- um bæ voru hundrað gestir þegar ég varð fimmtugur? Aftur voru hundraö manns í veislu þegar ég varð sjötugur en þá í Sólgarði. Nei, ég held að fólki hafi ekki líkað illa viö mig sem odd- vita.” „Alltaf hressandi að hafa kynni af konum þó ekki sé um kynmök að ræða" Þú hefur aldrei gengið í það heilaga? „Nei, það hef ég aldrei gert. Eg var um tvítugt þegar ég fór aö horfa á eftir stelpum. Eg vildi fá eina sérstaka en Stolt skáld með tvær Ijóðabækur sínar. Fyrstu vísuna orti Benedlkt þegar hann var tíu ára gamall. „Eg veit ekki hvort ég hef meira gaman af börnum eða hundum.” Benedikt fyrir utan bæinn með vinum sínum þremur. þaö gekk ekki. Þá datt ég niður af því ég missti af henni. Ástæöur fyrir því aö ég náöi ekki í hana geta verið margar og kannski ekki síst þær aö maður var bundinn og einangraður. Við skulum ekki tala mikiö meira um þetta. Þessi kona er enn lifandi og býr ekki langt frá mér. Hún er gift í dag og oröin gömul einsogég.” Hefur þú verið mikill kvennamaður í -gegnum tiðina? „Eg,” segir hann steinhissa á spum- ingunni. „Nei, nei, þaö hef ég ekki verið. Eg er samt á þeirri skoöun aö þaö sé alltaf hressandi aö hafa kynni af konum þó ekki sé um kynmök aö ræða. Ég er hræddur um aö fólk sé farið aö álíta mig kvennamann í seinni tíð. Maður getur veriö kátur ef heilsan og hugsunin eru í lagi. Maður getur verið kátur án þess að vera alltaf aö hafa kynmök viö konur. Sem ég tel nú ekki líklegt með svo gamla menn sem mig.” Eru skáld og hagorðir karlmenn hæfileikameiri til kvenna en aðrir á há- um aldri? Benedikt er greinilega skemmt en segir eftir að hafa jafnað sig á hlátrinum: „Eg veit þaö hreinlega ekki. Þaö getur veriö. Eg skal ekki segja af eða á meö þaö.” Horfir þú enn á eftir stúlkunum? „Ja, þegar ég geng eftir göngu- götunni á Akureyri kemur það fyrir. ” Hefur þú saknað þess í gegnum tíðina að vera ekki giftur maður? „Já, aö sumu leyti hef ég saknaö þess. Annars hef ég ótrú á hjóna- bandinu. Töluvert mikla ótrú. Eg hef alltaf veriö þeirrar skoðunar að sam- búö værieðlilegastilífsmátifólks. Aiit mitt á hjónabandinu endurspeglast í þessari vísu minni: Þau eru glöð, þau eru að gifta sig. Þaö gera mun lífið fegra. Þau innan skamms lenda á annað stig. Þá allt verður hversdagslegra. Og önnur vísa er svona: Til afglapa leiöir löegun hver, lífið er aska og reykur. Seinna þeim báðum svíða fer þessi sorglegi skrípaleikur. Þú ert barnlaus maður en hefur þú gaman af börnum? i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.