Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Qupperneq 17
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984
61
Stríðsmaður spámannsins. Ofstækið er svar við umbyltingu tœknivæðingarinnar.
Öf gar tækninnar
Jólin eiga að vera hátíö ljóssins og
barnanna og mannkærleikans. Prest-
amir okkar reyna líka aö segja okkur
aö þetta sé trúarhátíö, þó illa gangi aö
koma því inn í íslendinga, enda trúir
nær enginn okkar á tilvist afmælis-
barnsins. Viö höfum allt annaö aö gera
heldur en velta fyrir okkur svo
óraunhæfum hlutum og heimspekileg-
um viðfangsefnum.
Litli bróöir þarf aö fá haröan pakka í
jólagjöf og verslunardaman þarf að fá
peninga fyrir pakkann. Verkefni bíða á
skrifstofunni. Kannski maður þekki
einhvern í Brodvei þessa helgina.
Heims um ból, syngur barnakórinn í
útvarpinu, helg eru jól. Þetta er auö-
vitaö hin mesta þvæla. Jafnvel þeir
sem segjast vera kristnir eru í miklum
minnihluta í þessum heimi. Búdda-
trúarmönnum gæti ekki staðiö meir á
sama hvort við á Vesturlöndum höld-
umjóleöaekki.
Afturhaldssemi
Hindúar eru búnir aö halda sína
Djivali hátíö, svo þeirra jól eru búin.
Afmæli Spámannsins er ekki 24.
desember.
En á meöan viö höldum okkar jól af
álíka heilagleika og þegar við spilum
vist er ekki úr vegi aö fylgjast með
öðru auganu með uggvænlegri þróun
úti í hinum stóra heimi. Ekki þaö aö
hún geti nokkum tíma náö til stranda
þessarar eyju. Viö erum sennilega svo
rótgrónir jarðarhyggjumenn aö slíkt
næraldrei hingaö.
Þaö er nefnilega sami hluturinn sem
er aö gerast í trúmálum á flestum
stööum í heiminum. öfgar eru í mikilli
sókn. Alls kyns afturhaldssemi lætur æ
meir á sér kræla, hvort heldur er í
kristinni trú, múhameöskri, gyðing-
dómi eöa hindúisma.
Nornabrennur
1 Bandarík junum eru menn famir aö
veröa varir við uppátæki sem líkjast
helst nomabrennum miöalda, nema
nornimar eru bækur sem brennuvarg-
ar telja óguölegar eða klámfengnar.
Skiptir þá ekki meginmáli hvort um
ódauðlegar bókmenntir er aö ræöa eöa
ekki. Þykir mesta furöa aö þetta
kristna og sómakæra fólk skuli ekki
vera löngu búiö aö brenna heilaga ritn-
ingu, enda sú bók ekki alls staðar siöa-
vönd í frásögnum.
I sama landi má finna menn sem
trúa svo á bókstafinn og eigin reikn-
ingslist aö þeir telja aö veröldin hafi
oröiö til fyrir 10.000 árum, á samtals
sex dögum plús einum hvíldardegi.
Sumum þessara manna reiknast svo til
aö endalok heimsins muni koma um
þaö bil á morgun og hafa hreiðrað um
sig í virkjum uppi í f jöllum meö M—16
vélbyssur til að gæta þess aö öskrandi
lýðurinn geti ekki rænt þá ársbirgðum
þeirra af grænum baunum og sveskj-
um. Þeir vita sem er að Biblían lofar
löngum og ströngum ragnarökum og
þeir eru reiöubúnir aö leggja eitthvaö
á sig nú til aö lifa betur af þær
hörmungar. Og þetta er ekki eitthvað
sem þeir halda. Þeir vita þetta. Þaö
stendur í bókinni.
Stríðsmenn Spámannsins
A nokkurn veginn sama þróunarstigi
eru stríðsmenn Spámannsins í vestan-
verðri Asíu. Þeir gæta þess af brenn-
andi áhuga aö böm Múhameðs geri að-
eins þaö sem honum er þóknanlegt. Þó
að þaö þýöi stundum aö bömin veröi að
grýta til dauða þá er þaö þess virði,
sálunum er þó kannski bjargað.
Þessir stríösmenn leika sér ekki
bara aö lífi annarra, það geta allir.
Þeir eru reiöubúnir til að sprengja
sjálfa sig í loft upp til að flýta fyrir
himnaförinni.
öfgamyndir
Jafnvel tiltölulega friðsöm trúar-
brögö, sem lítinn áhuga hafa á að út-
breiða sig, eru farin aö taka á sig hinar
ýmsu öfgamyndir. Sikkar í Indlandi
láta drepa sig hundmöum saman fyrr
en þeir leyfa að hof þeirra sé vanhelg-
aö. I Israel má finna fyrir öldu trúarof-
stækis. Imynd þess er Kahane rabbíni
sem vill gera villutrúarmenn útlæga úr
Jerúsalem. Þar í hópi hljóta aö vera
taldir kristnir menn. Af öllum mönnum
eru hindúar ólíklegastir til að láta
svona nokkuö hafa áhrif á sig. Þó
drepa þeir árlega nokkur hundruð mú-
hameöstrúarmanna á Indlandi. öfga-
trúarsamtök þeirra hafa aldrei verið
sterkari.
Guðlaus tækniöld
Þaö sem mörgum finnst svo skrítiö
er aö þetta skuli vera að gerast á þess-
ari guölausu tækniöld sem viö eigum
aö Ufa á. En sennUega Uggur svarið
einmitt þar. Tækni er framþróun og
framþróun er breytingar. Mörgum er í
mestu nöp við breytingar og sumir
eiga allt sitt undir stöönuninni og
gamla tímanum.
Marx og Hegel sáu heimssöguna sem
sögu breytinga og umbyltinga. Bænda-
samfélagiö varö aö iðnaðarsamfélagi
og Frakkar geröu byltingar. Keisarinn
reyndi aö gera Iran að Vesturlandaríki
og Khómeini gerði byltingu.
Ofstækiö er í raun viðbrögö viö eöa
viönám gegn tæknivæðingunni þegar
hún fer aö hafa óþægileg áhrif á líf
manna. Hugsanlega bara viönám gegn
breytingum sem sUkum.
Breytingar setja visst rót á Uf
manna. Daglegt Uf fer úr skorðum.
Einfaldir menn þurfa aö f ara aö hugsa.
Soldánar
Kirkja — sama hvers kirkja þaö svo
sem er — hefur alltaf byggst á íhalds-
semi, að viðhalda því sem er. Þannig
sagði Marx að trúin væri ópíum fólks-
ins. Hann var ekkert sérstaklega aö
tala um kristna trú. Hindúatrúin bygg-
ist á því að raöa mönnum mjög vand-
lega í stéttir. Kristin trú aöhylUst aö
vísu bræðralag, en þegar Jesúítum
þótti einn reglubróöir þeirra í Níkara-
gúa ganga helst til langt í bræöralags-
átt, þá spörkuðu þeir honum úr trúar-
hópnum. Soldánar og ættbálkahöfö-
ingjar stjórna í nafni Spámannsins.
Sterkasti leiðtogi sikka er sá sem
stjómar sjóöum musteranna.
Breytingar ögra hagsmunum trúar-
leiðtoganna. Þess vegna rísa þeir upp
á afturlappimar gegn þeim, hvæsa og
sýna vígtennumar. Síöan fer þaö bara
eftir því hversu fólk er reiðubúið
breytingunum hvort þaö fylgir þessum
leiötogum eöa blæs á þá. I mörgum til-
vikum fara hagsmunir íhaldsseminnar
þægilega saman og aUir una glaöir viö
sitt, einangraöir og hamingjusamir.
Neikvæðni
Einkenni þeirra öfga sem spretta úr
þessum jarövegi er hve neikvæðar þær
eru og hatursfuUar. Menn eru að berj-
ast gegn einhverju, ekki fyrir ein-
hverju. Khómeini er aö berjast gegn
syndum Vesturveldanna, ekki fyrir
einhverju öðru. Kahane er gegn mú-
hameðstrúarmönnum, ekki stuönings-
maður einhvers annars. Sikkar eru
gegn hindúum og hindúar gegn sikk-
um.
Þannig hef ur þessi vísinda- og tækni-
öld, öld uppljómunarinnar, einnig
haft í för með sér meiri þröngsýni en
áður ríkti. Upplýsingastreyminu fylg-
ir einstrengingur. Víðsýninni fylgir
bUndni. -ÞóG