Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Qupperneq 31
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984
75
Blaðbera
vantar í Reykjahverfi
í Mosfellssveit.
AUTOMATIC STOP
Heima
permanentið
komið i
verslanir
um land allt.
Auðvelt og
þægilegt í
notkun.
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir nóvembermánuð 1984 hafi hann
ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjað-
an virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan
reiknast dráttarvextir til viöbótar fyrir hvern byrjaðan mán-
uð, talið frá og meö 16. janúar.
17. desember 1984.
Fjármálaráðuneytið.
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKAÐSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja
allt sem gengur kaupum og sölum.
Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV,
hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
JÓLÍ
JAFNRÉTTI
Það var komin Þorláksmessa. Á
morgun voru jólin. Og þau áttu að
verða öðruvísi en önnur jól. Frú
Sigurborg haföi „stungið upp á”
þeirri ákvörðun.
„Jæja, Sigmundur. Nú verða jól
með nýju sniði hér á heimilinu,”
tilkynnti hún hátíðlega. „Þú bakar
og tekur til. Ég skal sjá um að
gera við það sem þarf að lagfæra
fyrir hátíðina. Hinar stelpurnar í
málfreyjuklúbbnum ætla að hafa
þetta svona. Og mér dettur ekki í
hug að fara að skera mig úr.
Maður yrði bara að athlægi um
allanbæ. . .”
Sigmundur hafði ákveðið að
hlýða skipun konu sinnar áöur en
hún var hálfnuð með framsögu-
erindið. Umræður urðu því engar.
Og nú hafði jólaundirbúningur-
inn staðið í tvær vikur. Tertubotn-
amir og smákökurnar stóðu í
virðulegum stöflum í búrinu.
Plastið utan um þær var merkt
stórum stöfum „Bernhöfts-
bakarí”. Brunarústimar sem hétu
í matreiðslubókinni: draumterta,
uppáhald sælkerans, jólayndi og
fleiri kitlandi nöfnum, voru komn-
ar upp í Gufunes. Jarðarförin
hafði farið fram í kyrrþey. Ekki
var hægt að hefja baksturinn að
nýju því ofninn hafði brunnið yfir
þegar Sigmundur var að baka
brúnu loftkökumar, sem áttu að
„þorna upp við hægan hita” eins
og stóð í, ,Við í eldhúsinu”.
Og nú var bara lokaspretturinn
eftir.
Sigurborg var orðin bæði æst og
sveitt. Hún haföi farið eins og felli-
bylur um raðhúsið með hamarinn
í annarri og rörtöng í hinni. En allt
var það á einn veg. Ryksugu-
skrattinn vildi ekki í gang fyrir
nokkurn mun. Pera í aðventuljós-
inu hafði brotnað í mask þegar
Sigurborg ætlaöi að skrúfa hana í
með tönginni. Bláu ljósapenmiar
héngu h'flausar, eins og óvirkar
djúpsprengjur í grenitrénu í garð-
inum. Og í stofunni hallaðist
óskreytt jólatréð í fætinum eins og
slompaður galgopi. Allt af tómri
illgimi, fannst Sigurborgu.
Sigmundur sat í mestu makind-
um við borðstofuborðið og bjó til
jólaskreytingar.
„Hvað ertu að klína könglum á
þessar óbermilegu hríslur,
maður,” hvæsti kona hans. ,,Og
svo ertu búinn að maka fallegasta
kökudiskinn minn út í leirdrullu og
kúludrash. ..”... Lengra komst
Sigurborg ekki því hún fékk
hörkustuöúr jólaseríunni. . .
— Það var alls staðar lokað á
aðfangadagskvöld. En á jóladag
gátu þau hjónin fengið tíu manna
borö á Esjubergi. Þetta urðu öðru-
vísi jól. -JSS
Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DVIesiö.
Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum.
Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera.
Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir...27022
ViÖ birtum...
Það ber árangur!
Smáauglýsingadeildin er i Þverholti 11.
Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
laugardaga, 9.00—14.00
sunnudaga, 18.00—22.00
ER SMÁAUGLÝSINGABLADID
Frjálst.óháÖ dagblaÖ