Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 32
76 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 lólasakamál—Jólasakamál—Jólasakamál—Jólasakamál—Jólasakamál—Jólas< Stórar snjóflygsur voru byrjaðar að falla niður í vatnsagann sem myndast briíði á götunum eftir samfellda ofan- komuallandaginn. Litla þrifalega konan á stoppistöð- inni hristi regnhlífina sína svo allir nærstaddir áttu fullt í fangi meö aö verja jólapakkana sína, þótt gjafa- pappírinn væri þegar oröinn velktur. Svo skellti hún regnhlífinni saman með hnykk og dró vasakiut upp úr töskunni. Ef vagninn væri á réttum tima myndi hún ná aö þurrka gleraugun og draga fram pyngjuna, þannig að tryggt væri aö bílstjórinn myndi ekki snuða hana þegar hann gæfi henni til baka. Vagninn ók fast upp að rennusteinin- um og jós slabbinu yfir þá sem stóöu fremstir í röðinni. Hvernig fólk gat hegðað sér í sjálfum jólamánuðinum! I’að olnbogaði sig inn um vagndyrnar meö pakkastæðumar í fanginu, en hún komst þó á endanum inn í vagninn. Hún borgaði, lagði pyr.gjuna aftur í töskuna, aðgætti hvort regnhlífin væri ekki örugglega undir hendinni og steðj- aöi aftur eftir vagninum að sæti sínu án þess að inissa jafnvægiö þegar bíl- stjórinn tók af stað með miklum rykk. Einn farþeganna stóð upp úr sæti fyrir henni. Hvort sem þetta voru for- lögin eða aðeins ein þessara tilviljana, þá hlainmaði liún sér niður viö hliðina á Holger Strand. Af öllum mönnum varö liann nú sessunautur hennar. En þetta stemmdi auðvitað nákvæmlega .< við þann tíma þegar vinnudegi hans í bankanum var lokið. Hún reif til sín tiiskuna og regnhlifina með sérstakri sveiflu, svo hann kæmist ekki hjá því að taka eftir henni. „Frú Kamberg,” sagði hann undr- andi. ,,Góða kvöldið. En hvað heimur- inn er lítill.”, Strand tók ofan hattinn og afhjúpaði þar muö takmarkaðan vöxt hársins, sem var klínt yfir ljósrauðan hvirfil- inn. „Hvenær fæ ég fimm þúsund krón- , urnar mínar?” spuröi hún vafninga- laust og án þess að taka undir kveöju Irnns. Ilann andvarpaði og braut saman dagblaðiðsem hann hélt á. „Eg hélt að við hefðum komist til botns í þessu máU. Hvorki úg nú hankinn höfum liaft af þér fé, frú Kamberg.” „Ekki það, neL Þér skuldið mér fimm þúsund krónur. Eg hef enn ekki fengið til baka skuldabréfiö sum þér.,feng- uðaðláni”.... úr bankahólfi íninu, uftir að úg gerðist svo grunnhyggin aö biðja yöur um aðstoö viö aö geyina fjúrmuni mína.” Vagninnstöðvaöist. Nokkrirstigu út, aðrir komu inn og vandræöuðust við greiösluna fyrir framan vagnstjórann. Furðulegt að fóUí skuli aldrei læra aö hafa miöana tilbúna þegar þaö kemur inn, hugsaði hún. Svo færöi hún athyglina frá farþeg- unum og að Strand. Hún horföi illgirn- islega á röndina sem svitaleðrið í hatt- inum hafði skUiö eftir í bleiku hnakka- spikinu. Hann skellti argur haltinum aftur á sinn stað og bruiddi aftur úr blaðinu. „Eg get ekki verið að ræða þetta við yöurfrekar,” sagðihann. „Agætt. I'ér látið mig hafa skulda- bréfið og þá er málið jafnaö. Þá skal ég aldrei ónáða ykkur framar. Ég gef yður frest til aðfangadags.” ,,Það hefur enginn haft af yður fé, frú Kamberg. Ef þér eruð enn í vafa veröiöþúr að fara til lögreglunnar.” „Þér vitiö fullvel aö ég get ekki framvísað neinum sönnunum. Þér fenguð mig til að undirskrifa að bank- inn tæki 281 þúsund krónur í skulda- bréf um tU geymslu fyrir mig, þótt yður hafi verið kunnugt um aö þetta voru 286 þúsund. Þér notuöuð yöur stööu yðar sem bankastarfsmaöur.. . og reynsluleysimitt.” Strand stóð upp. „Þér eruð gengnar af göflunum, frú Kamberg. Það endar með að ég verð að fara til lögreglunnar til að verjasl ásökunum yðar.” Vagn- dymar opnuðust og Vera Kamberg horfði á sér til ánægju aö slabbið slett- ist upp á buxur Strands þegar hann steig út úr vagninum. Næsta dag fór hún snemma á fætur, rauö örlitlum kinnalit í andlitið og klæddi sig í pelsinn sem huldi þriflegan vöxt hennar. Hún tók strætisvagninn klukkan 9.05 niður í miðbæ og var fyrsti viðskiptavinurinn inn í bankann þegar hann var opnaður, á sömu stundu og kvefaður bankastarfsmaöur kveikti rafmagnsljósin á jólatrénu í anddyrinu. Meö markvissum skrefum strunsaöi hún að borði Holger Strand og lagöi lykil fyrir framan hann. ,,Eg vil fá öskjuna úr bankahólfinu mínu niðri í kjallara hingað upp,” sagði hún og bætti síöan við: „Öopna, takkfyrir.” ,,Sjálfsagt, frú Kamberg. Viljið þér ekki koma sjálf með?” Hún svaraði með því að snúa andlit- inu frá honum og horfa á útibússtjór- ann sem kinkaði kolli til hennar hugs- unarlaust þar sem hann sat í skrifstofu sinni og horfði fram í afgreiöslusalinn út um dyrnar sem ætíð stóöu opnar. Strand hvarf og hún beið uns hann kom aftur og smeygði flatri málmöskju út um rifunaáglerinu. „Gjöriö þér svo vel, frú. A ég aö opna eða viljið þér gera það sjálfar? ” An þess að svara opnaði hún öskjuna og blaðaöi í gegnum bunka af hluta- bréfum, skuldabréfum og persónuleg- um skjölum. Það vantaði ekkert. Strand gaf sér góðan tíma til alls. Enginn gat séð á fasi hans að hann heföi átt fremur neyöarlegar samræö- ur við þennan viðskiptavin bankans kvöldið áður. Fyrir aftan hvíldu athug- ul augu útibússtjórans á þeim. „Er allt eins og þaö á að vera, frú Kamberg?” spurði Strand, „eða eruö þér komnar til að ergja mig meö enn einni útgáfu af ránssögu yðar?” Hún fann hvernig blóðið þaut upp í höfuðið. „Takið vinsamlegast eftir, herra Strand, aö ég ákæri yður ekki um skipulegan fjárdrátt. Þetta snýst ein- göngu um þessar fimm þúsund krón- ur.” Sigurstranglegt bros lék um litlar varir Strands þegar hann hvislaöi: „Þcr getið aldrei sannað neitt. Skiljið þér það? Hættiö þessu röfli.” Hún horfði róleg í augu hans og svar- aöi með sömu hvíslandi röddinni: „Ég held líka aö þér áræöið ekki aö hafa af mér fé í annað sinn. Þér verðið aö f inna önnur fórnarlömb til að fjármagna fjárdrátt yöar eöa hvaða óhæfuverk sem þérhafiðnúframið.” Bleikt andlitiö handan glersins föln- aöi og rödd hans var óstyrk þegar hann sagði: „Þakka yður fyrir, frú Kamberg. Þér eruð alltaf velkomnar ef bankinn getur hjálpaðyður.” Þaö höfðu safnast fleiri viðskiptavin- ir bak við hana. Strand haföi rétt fyrir sér, hugsaði hún. Hún gæti komiö aftur næstu daga. A meðan hún beið eftir að hann kæmi með öskjuna neðan úr bankahólfinu höfðu hendur hennar leit- aö undir leðurklædda bríkina fremst á afgreiðsluborðinu. Hún var hol að inn- an og innarlega að neðanverðu var sprunga í bríkinni sem fingur hennar stungust inn í. Viö þetta varö henni fyrst hugsað til þess hvað hreingern- ingafólk væri sóðalegt á þessum síð- ustu og verstu tímum, því ársgamlir rykkekkir loddu við hanska hennar. Það var greinilegt að þessi rifa var ekki fyrir augum manna. Svo flaug henni í hug til hvers mætti nýta þessa rifu. Utibússtjórinn kinkaði vingjamlega kolli þegar hún arkaöi út úr bankan- um. „Þetta er jólagjöf til lítils dótturson- ar míns, skiljiö þér. Hann er á byssu- aldrinum.” Leikfangakaupmaðurinn færði kass- ann með kappakstursbrautinni til hliö- ar. „Já, þá veit ég nákvæmlega livað hann óskar sér helst. Hvelihettu- bvssu.” Hann rétti henni plastbyssu og hún vó hana í hendi sér. Hún var ágæt, en hafði þó þann galla að hún var rauð á litinn. „Eigiö þér enga sem er raunveru- legri?” spuröi hún. „Nokkrar af leikfangabyssunum okkar eru næstum of raunverulegar,” svaraði kaupmaðurinn. „Hvað er drengurinn gamall?” „Níuára.” „Þá vill hann hafa byssuna sem raunverulegasta. Ég á hérna þessa eft- irlíkingu af Parabellum skammbyssu, árgerð 1964. Maður gæti framið banka- rán meö henni þessari,” sagði kaup- maðurinn og hló. „Ég vona svo sannarlega að honum detti ekkert svo alvarlegt í hug,” svar- aði hún alvarleg. „Viljið þér gjöra svo vel að pakka henni inn í jólapappír meöstórrislaufu.” A miðvikudegi fyrir hádegi kom Vera Kamberg aftur í bankann. Hún setti á sig að klukkan var 11.55 og að bankastjórinn var annaöhvort farinn í mat eða á fund. Að minnsta kosti var hann ekki á skrifstofu sinni. TIL AÐFANGADAGS Smásaga eftir J.A. Sonne Jólasakamál—Jólasakamál—Jólasakamál—Jólasakamál—Jólasakamál—Jólas

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.