Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 18
62 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984
Síðustu helgina í október gerðist
það í Kjósinni aö íjúpnaskytta
skaut lamb. I.ét skyttan lambið
liggja, bóndann ekki vita og
styrkti það trú manna á því að hér
hefði verið skotið af ásetningi.
Rj úpnaskyttan liefði sem sagt
ekki veriö nærsýn.
Ekki var gerð nein leit að
rjúpnaskyttu þessari enda var
hennar ekki saknað af neinum
nema bóndanum sem átti lambið.
Gafst hann þó fljótlega upp á því
að ganga um tun sín því þar fann
hann ekkert nema tómar
patrónur.
Líður vikan fram að næstu
helgi. Gerist það þá í Alftanes-
hreppi í Mýrasýslu að bóndi einn
gengur fram á kú sína dauða.
Haföi hún verið skotin i augaö af
stuttu færi. I frétt DV segir svo:
„Skepnan mun ekki liafa drepist
strax því hún hafði sýnilega ráfaö
um og verið lengi í dauða-
teygjunum áður en hún féjl.” Þá
er þess getið aö kýrin hafi veriö
komin að því aö bera.
Grunur féll strax á rjúpna-
skyttuna í Kjósinni sem skotið
haföi lamb á stuttu færi helgina
áður. Voru menn nú á einu máli
um að skyttan hiyti að vera nær-
sýn.
Eini gallinn var sá að varla gat
veiðimaðurinn hafa verið á
rjúpnaskyttiríi því. . . „Bóndinn
fann dauða gæs, sem einnig var
nýskotin, rétt hjá dauðu kúnni. Er
talið að veiðiinaðurinn hafi skotið
hana en síðan flúið af hóhni þegar
hann uppgötvaði að hann liaföi
einnig skotið kú í haganum,” eins
og segir í frétt DV. Blaðið var
farið að sýna málinu áliuga og
lieimtaði að augnlæknar yröu
sendir á áttavitanámskeiö veiði-
inanna.
Biðu bændur nú spenntir fram
aö næstu helgi enda inátti eins
búast viö að sá nærsýni skyti
vinnukonur i staö snjótittlinga.
Eða heimasætuna á hlaupum.
Jafnvel traktorar voru hafðir
íhúsum.
En ekkert gerðist. Það var eins
og rjúpnaskyttan væri orðin blind
eöa uppiskroppa með hugmyndir
oghögl.
Þá fréttist af hreindýraskyttu
frá Eskifirði sem hafði skotið 550
seli í Breiðafirði. Sú skytta var
hvorki nærsýn né blind enda
kölluð besta skyttan á Islandi.
Sannkölluð leiguskytta; ekki
þurfti annaö en taka upp símann
og panta tíma, þá var skyttan
mætt með vopnabúr sitt og skaut
hvað sem var. Eða eins og sagði í
DV-viðtali: ,,Þó skýt ég ekki fólk,
hef reyndar aldrei verið beðinn
um það,” segir leiguskyttan sem
lagt hefur 400 hreindýr að velli,
LOKI
Skýtur hann iíka ref fyrir
rass?
LOKI
Útvagið aug nlœkni á átta-
vrtanámskei 9inl
ótalda svartbaka í æðarvarpinu í
Breiðafirði svo ekki sé minnst á
smáfuglana sem hann skýtur fyrir
Náttúrufræðistofnunina.
„Eg skýt þá með örlitlum
höglum til að eyðileggja þá ekki
alveg. Höglin fara í gegnum þá en
sjást varla því þau eru á stærð viö
nálarstungur.”
Skyttan á Eskifirði er ekki nær-
sýn og hefur því ekki verið að
verki í Kjósinni og Álftaneshreppi
þar sem litla lambið og kálffulla
beljan féllu ómaklega fyrir sjón-
döprum veiðimanni. Málið er í
rannsókn. -EIR.