Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 47 AFMÆLIS- BARN VIKUNNAR Afmælisbarnið okkar aö þessu sinni er að s jálfsögðu jólabarnið og allir þeir sem eru fæddir á jóladag. Við höldum þessi jól til að fagna fæðingu Jesú. Hins vegar hefur heyrst að ekki séu allir jafnánægðir yfir að eiga afmæli á þessum degi. Astæðan er að stundum vill brenna við að ekki sé gefið tvöfalt, þ.e. jólagjöf og afmælisgjöf. En hvað stendur i bókinni góðu um jólabörnin? Þú býrð yfir meðaumkun, óvenjulega heilbrigðri skynsemi, þægilegu geðslagi og hefur mjög góða stjórn á tilfinningum þínum. Þú ert gefinn fyrir ferðalög og æðri listir. Áhugi þinn á öðru fólki bendir til hugsanlegs lifsstarfs á læknisfræði- eða hjúkrunarsviði. Gleðileg jól og til hamingju með af- mælið. GÁTAN: HANSEN ÖLÞYRSTI Hansen var hræðilega þyrstur sumardag einn er hann uppgötvaði að hann haf ði gleymt peningum heima. Það eina sem hann hafði á sér voru frímerki að andvirði 120 krónur. Hann langaöi óskaplega í kaldan bjór. Af skiljanlegum ástæðum var þjónninn ekki að taka við frímerkjum sem borgun fyrir bjórinn. Þar að auki kostaði einn bjór 180 krónur. -Til allrar lukku hitti Hansen einn kunnugan sem lánaði honum 100 krónur. Kunninginn fékk frímerkin í staðinn og Hansen fékk frá honum pantseðil upp á frímerkin. Hann gat því leyst út frímerkin seinna við tækifæri með seðlinum. En ekki var hann kominn með nægilega mikla peninga íil að geta keypt einn ískaldan bjór. Hann seldi því pantseðilinn öðrum fyrir 80 krónur. Meö þessu móti gat hann svalað þorstanum. Hver var það sem borgaði fyrir bjórinn? ‘iqjia euwn oz euiau iip(0 jba uiss i!Qss}ued juáj jnuoj^ 09 iQeSjoq uias oaj jsuinu iuuBm bjj nuion iqbjuba uiss jnuojsi 09 Jæ<l 'jnuoJi) 0Z1 I!1 Ji>jje[s iQgej ussuejj :HVAS JÓLATRÉ Jólatrén sem allir vilja hafa í stofu á jólum eiga sér ekki langa sögu hér, né heldur annars staðar. Lítið er vitaö um uppruna þess. Hingað til landsins bárust jólatré með Dönum um 1850. Siðurinn barst svo hægt og rólega út. Lengst af var samt erfitt að verða sér út um ekta jólatré. Því var nokkuö algengt að notast var við gervitré sem menn smíðuðu sjálfir. Og reynt var að líkja sem mest eftir lifandi trjám. Þessi fróðleikur er fenginn að láni úr bókinni Saga daganna eftir Arna Björnsson. I þeirri bók er að finna margt skemmtilegt í sambandi við jólahald hér fyrr á öldum. Leiðin liggur til okkar í vers/anamiðstöð vesturbæjar 8 SÉRVERSLANIR OPIÐ í DAG TIL KL. ALLAR VÖRUR Á MARKAÐSVERÐI ALLT í JÓLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.