Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 4
48
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984
Þeir tveir eru báöir bláeygðir og flokksbræður. Báðir
hafa haft augun á ríkiskassanum.
Alvarlegu augun.
Auga sér allt og sér þó eigi sjálft sig.
Ekki á þetta alls kostar við efnið en
nálgast það örlítiö. Þau sem um er rætt
hafa umboð til „yfirsjónar” á lands-
lýð og allra augu beinast að þeim,
eöa, eins og skáldið sagði: — vonin
mænir þangaö öll —.
Eru þingmenn yfirhöfuð bláeygðir?
Þessari spurningu varpaði einhver
fram hér á ritstjórn fyrir skömmu. Til-
efni þessarar athugasemdar voru orð
höfð eftir Steingrími Hermannssyni
forsætisráðherra í DV-fréttum 21.
september síöastliöinn.
,íin það eru til ódrengir í öllum
flokkum sem eru tilbúnir til þess að ota
rýtingnum aftan aö manni. Ég skil
ekki slíkt, en kannski er ég of bláeygur
til þess að vera í pólitík,” sagði þá for-
sætisráöherrann. (Nei, nei, þetta voru
ekki orð Kjartans Jóhannssonar, fyrr-
verandi formanns Alþýöuflokksins.)
Þessi orð Steingríms lágu í loftinu
lengi, ekki þessu þunna, sem Jón Bald-
vin fleytir sér áfram í þessa dagana,
að sögn fjármálaráðherra, heldur
hinu.
„Þórunn, þú ert að rjátla þarna á
þingi flesta daga, þú verður að kanna
l.vort þingheimur sé of bláeygður,”
var sagt við mig á aöventunni af
ráðamanni.
Sem tengill milli þings og þjóðar í
starfi var ekki hægt aö neita mála-
leitan þessari.
Rjátliö var óformlegt: mönnum
heilsað, drukkiö kaffi með sumum,
staðið á göngum og skrafað en alltaf
horft stíft og lengi í augu þing-
mannanna.
Landsfrægt er „plottið” á göngum
og í hliðarsölum Alþingis. Þar er fólk
yfirleitt mjög ábúðarmikið. Ég lét mitt
ekki eftir liggja: spurði um vaxta-
breytingar, stöðu tannverndarsjóðs,
kjarnorkuvopn, fæðingarorlof og sitt-
hvað markvert sem umræðan snerist
um hverju sinni og meira en það.
Eitt sinn drakk ég kaffi með
formanni Sjálfstæðisflokksins, Þor-
steini Pálssyni, í kaffistofunni.
Það var á þeim tima er fólk lá and-
vaka um nætur vegna „stólsins”. Þor-
steinn hefur sjálfsagt gert ráð fyrir
nærgöngulum spurningum um
ráðherrastólinn. En á hann var ekki
minnst. Og vegna þess aö við Þor-
steinn erum nágrannar trúði ég honum
fyrir því mikilvæga hlutverki mínu að
kanna augnlit þingmanna.
„Alvörumenn í þjóöfélaginu, þessir
þungt þenkjandi plottarar í pólitíkinni,
vilja fá úr því skorið hvort þingmenn
séu of bláeygðir,” hvíslaði ég að for-
manninum yfir kaffibollanum.
Ég varð satt að segja að grípa til
þess ráðs að segja honum leyndar-
málið vegna þess að hann var farinn að
ókyrrast í stólnum.
Augnatillit mitt var orðið nokkuð
þrúgandi, það skal viðurkennt.
Þorsteinn er bláeygður, framhjá þeirri
staöreynd gat ég ekki litið.
Og það er Steingrímur líka, enda
hefur hann lýst því yfir og er ekkert að
fara í launkofa með málið.
Og það eru fleiri bláeygöir, reyndar
meirihlutinn og vel það.
Eftir síðdegisdrykkju mína og Þor-
steins stoppaði hann gjarnan í stiga
eöa á gangi næstu daga og spurði
hvernig gengi. Þá hvísluðumst við á
því það var alls ekki gott að láta kvis-
ast út í hvaöa erindagjörðum ég væri í
þingsölum. Þessar hvíslingar litu
koUegar mínir hornauga, þeir héldu aö
nú væri ég að „skúbba”, þaö er aö ná
forsíðufréttunum.
Einn daginn stóö ég í miklum sam-
ræðum við Halldór Blöndal um nýja út-
varpslagafrumvarpið. Helgi Pé frá
Ríkisútvarpinu bættist í hópinn.
Hann Helgi Pé er sprenglærður í út-
varpsmálum í Ameríku eins og alþjóð
veit og vill gjarnan verða útvarps-
stjóri. Áhugi hans á frumvarpinu er
skiljanlegur.
Minn áhugi á málinu var eingöngu
sprottinn af ólöglegu athæfi; vinnu við
Fréttaútvarpið forboðna.
Spumingar og svör voru á góðu plani
í þessum umræðum og þingmaðurinn
tjáði okkur að hann vildi frjálst útvarp
til aö lyfta útvarpsmálum þjóðarinnar
á hærra plan. Fínt. Við Helgi Pé vorum
bæði ánægð.
En dálítið varð skrýtinn svipurinn á
kollega mínum, sprenglærðum frá
Ameríku, þegar ég sagði honum eftir á
að ég hefði fyrst og fremst verið að
kanna augnlit þingmannsins. Blöndal
er bláeygður.
Þaö er ekkert áhlaupaverk aö kanna
augnlit sextíu þingmanna, eins og ætla
mátti viðfyrstusýn.
Ég var til dæmis búin aö merkja viö
Alexander Stefánsson framsóknar-
mann og félagsmálaráðherra að hann
væri bláeygður en var ekki alveg viss.
Því kallaði ég til liðsauka. Kollegi
Sverrir á NT, sem gegnir sama starfi í
þingsölum, var tilkallaður.
Hann sagöi að Alexander væri brún-
eygður. Hann skaut þessu að mér er
við hittumst rétt fyrir jólaleyfi þing-
manna í skjalavörslu þingsins.
Ég efaöist ekki um sannleiksgildi
orða hans þegar hann hallaði sér að
mér með 007-yfirbragði og hvíslaði
meö frammararóm: „Alexander er
brúneygöur.”
Það læddist síöar að mér grunur um
aö hann heföi verið búinn að átta sig á
því að Ellert B. Schram, ritstjóri DV
og þingmaður, væri brúneygður og
vildi því hafa einn úr sínum hópi brún-
eygðan. Þaö er svo mikil samkeppni á
ritstjórnum blaðanna. Þessi grunur
vék fyrir staðreyndum.
Og staðreyndin er að fimmtíu og sex
þingmenn eru bláeygðir, fjórir brún-
eygðir.
Sjálfstæðismenn eiga tvo brúneygða
þingmenn, einn karl og eina konu.
Framsóknarmenn eiga einn brún-
eygðan þingmann, karl, og allaballar
einn — konu. Þinglið hinna flokkanna
er allt bláeygt.
Tvær konur og tveir karlmenn eru
með brún augu, tveir ráðherrar og
tveir óbreyttir þingmenn.
Alexander Stefánsson og Ellert B.
Schram eru brúneygðu karlamir og
Guörún og RagnhUdur Helgadætur eru
brúneygöu konurnar (þær eru ekki
systur).
Allir hinir eru bláeygðir — rúmlega
fimmtíu tilbrigði af bláum augum. Það
slær gráum bjarma á sum — önnur eru
vatnsblá og tær. Græna sUkju er að
finna í nokkrum, ekkert meira áber-
andi hjá framsóknarmönnum en
öðrum þó.
Speglar sálarinnar, sem augun eru,
segja svo sitthvað meira en bara um
Utinn. Sum eru mjög alvarleg. Þau á
utanríkisráðherra, númer sextíu og
eitt.
önnur eru haukfrán, angurvær,
glettin, stingandi — þessi tilbrígði ÖU
hafa lítið meö lit augnanna að gera. Til
að athuga þau tUbrigði þarf aöra
könnun.
Nú þegar það liggur fyrir að fimmtíu
og sex þingmenn séu bláeygðir (ekki
of, það sagði ég ekki) og fjórir brún-
eygðir er bara að bíða tölvuúttektar
um málið. Þegar plottarar og
alvörumenn í póUtikinni hafa fengið
sínar niðurstöður úr þessu dæmi getur
vel farið svo að þær niðurstöður komi
þjóðinni síðar meir að miklu gagni;
sem sagt að könnunin verði þjóðhags-
lega afar mikUvæg.
Mínu verki er lokið. Eg hef heyrt því
fleygt að næst eigi að kanna hvort þing-
menn hafi bein í nefinu og munninn
fyrir neðan nefið. En ég segi stopp. Því
augun eru best í hverjum leik.
Fyrir nokkrum árum gerði ég út-
varpsþátt um Alþingishúsið. Það var
nokkuö virðulegt yfirbragð yfir þeim
þætti enda útvarpað á gömlu rásinni
föstudaginn langa það áriö.
Sem bláeygður blaðamaður vildi ég
láta yfirskrift þáttarins vera „sann-
leikurinn mun gjöra yður frjálsan”
sem eru orð frá Grími Thomsen komin
og grafin á plötu á hornstein hússins.
„Sannleikurinn mun gjöra yður
frjálsan”, nei, það er ómögulegt heiti á
útvarpsþætti í ríkisútvarpi, sagði
starfsmaður á dagskrárdeild þá.
„Þingheimur gæti misskiliö þetta. ”
Heiti þáttarins var breytt og orð
fengin að láni úr Alþingisrímum —
vonin mænir þangað öll —. Við það
voru allir sáttir. Það er líka rétt, hin
bláeygöa þjóð mænir öll á þingheim.
-ÞG.
■i
BLÍÐU AUGUN ÞÍN BRÚNU