Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 43
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 87 á i uP i f? mS J i i g&m r»4 ÉJ'XmÆ 1 L W i pwli & \ * ÆSS k. jh* *** r Bú ÆSM w SBtMaJa AFTAST Adam Clayton U2 Phil Collins Bob Geldof Boomtown Rats Steve Norman Spandau Ballet Chris Cross Ultravox John Taylor Duran Duran Paul Young Tony Hadley Spandau Ballet Glenn Gregory Heaven 17 Simon Le Bon Duran Duran Simon Crowe Boomtown Rats Marilyn Keren Bananarama Martin Kemp Spandau Ballet Jody Watley í MIÐIÐ Bono U2 Paul Weller Style Council Jamnes Taylor Kool B The Gang Peter Blake Record Sleeve Artist George Michael Wham! Midge Ure Ultravox Martin Ware Heaven 17 John Keeble Spandau Ballet Gary Kemp Spandau Ballet Roger Taylor Duran Duran Sarah Bananarama Siobhan Bananarama Peter Briquette Boomtown Rats Francis Rossi Status Quo FREMST Robert 'Kool' Bell Kool & The Gang Dennis Thomas Kooi & The Gang Andy Taylor Duran Duran Jon Moss Culture Club Sting Police Rick Parfitt Status Quo Nick Rhodes Duran Duran Johnny Fingers Boomtown Rats Hungursneyðin í Eþí- ópíu hefur verið mjög í fréttum að undanförnu. Þar svelta nú milljónir manna heilu hungri vegna þurrka og mikið ríður á að hjálp berist þessu bág- stadda fólki í tæka tíð. Hjálparstarf er þegar hafið en samt deyja þúsundir daglega. Um allan heim fer nú fram fjársöfnun til handa hinu sveltandi fólki og verður fénu varið til kaupa á matvælum og öðrum hjálpargögnum. Og að sjálfsögðu er ætlast til að við Vesturlandabúar leggjum mest af mörkum í þessa söfnun. Við höfum meira en nóg að bita og brenna og þar að auki stendur fyrir dyrum hjá okkur mesta matarhátíð ársins, jólin. Fyrstu fréttamyndirnar um hiö hrikalega ástand í Eþíópíu voru sýndar í breska sjónvarpinu í lok. október. Einn þeirra er sá þessar myndir var Bob nokkur Geldof, meðlimur írsku rokkhljómsveitarinn- ar The Boomtown Rats. Hans fyrstu viöbrögö voru að gefa fé til hjálpar hinu bágstadda fólki. En hann haföi hug á aö gera meira. Sem meölimur í einni af þekktari rokkhljómsveitum Bretlands á síðustu árum er Geldof kunnugur velflestum stærstu nöfnunum í tónlistarheimin- um. Hann sá það í hendi sér að ef ein- hverjir gætu látið fé af hendi rakna þá væri þaö þetta fólk. Og ekki bara þaö, þetta fólk gæti líka beitt sér fyrir því aö annað fólk léti fé af hendi rakna. Hann hringdi í Midge Ure úr Ultravox og spuröi hann hvort hann væri tilbúinn til hjálpar. Ure kvaö já við og í framhaldi af því haföi Geldof samband viö forsprakka hljómsveit- anna Duran Duran, Spandau Ballet og The Poliee. Alls staöar voru menn reiðubúnir til aö gera eitthvaö. Og þegar Geldolf varð ljóst hversu undirtektir allra voru góðar hélt hann áframaðhringja. Hann haföisamband við Culture Club, U2, Heaven 17, Bananarama, The Style Council, Wham!, Status Quo, Kool & The Gang, Frankie Goes To Hollywood, Big Country, Paul Young, Marilyn, Jody Watley, PhU CoUins, David Bowie og Paul MeCartney. AlUr þessir aöUar lýstu sig reiöubúna tU hjálpar. En hvaö skyldi gera? Jú, plötu. Og allur ágóði plötunnar skyldi renna tU hjálparstarfsins í Eþíópíu. — Eg var eiginlega mest hissa á hvað aUir voru jákvæöir gagnvart þessari hugmynd minni, segir Geldof. — Margir lögöu mikiö á sig tU aö geta verið meö á þessari plötu. TU dæmis voru Spandau Ballet á hljómleikaferð í Japan og lauk henni ekki fyrr en kvöldið fyrir upptökuna á laginu okkar. Þeir leigðu sér sérstaka flugvél tU aö geta komist í tæka tíö. U2 eru á hljómleikaferðalagi úti í heimi en áttu eins dags frí og notuðu þaö tU aö fljúga tU London í upptökuna. Þegar Geldof var þannig búinn aö fá rjómann af popptónlistarfólki Bret- lands til aö syngja inn á Dlötu til hjálpar sveltandi fólki í Eþíópíu var bara eftir að útvega sjálft lagiö sem syngja skyldi. Og svo vel vildi til aö Geldof átti sjálfur eitt í handraðanum, ekki fuU- frágengið aö vísu en eitthvaö tU aö byggja á. Sökum annríkis treysti Geldof sér ekki tU aö ganga frá laginu en lét Midge Ure fá þaö. Ure átti líka lag í Bob Geldof hryllti vifl þeim hörm- ungum sem fréttamyndir frá Eþíópiu sýndu og hann ókvafl því afl gera eitthvafl i málinu. fórum sinum og hann fléttaði þaö sam- an við lag Geldofs og útkoman var Do They Know It’s Christmas. En þaö voru fleiri en tónlistarmenn- irnir sem lögöu sitt af mörkum við undirbúning og gerö plötunnar. Geldof hringdi meöal annars í Robert Max- well, eiganda stórblaðsins DaUy Mirr- or með meiru og einn af auðugri mönnum Bretlands. Máliö var aö fá MaxweU tU aö auglýsa plötuna án endurgjalds. Þaö reyndist auösótt mál og eftir það var gatan greið. — I gegnum auglýsingarnar í Daily Mirror haföi ótrúlegasta fólk samband viö okkur, sagöi Geldof. — Meöal annars hringdi einhver náungi og bauö okkur jeppa og vöru- bíla í söfnunina og annar hringdi og pantaöi stæröarinnar upplag af plöt- unni sem hann ætlaði síðan aö hafa á tombólum viö knattspymuvelU víöa umBretland. En stærstu áhrif auglýsinganna voru þó þau aö aUar amerísku sjón- varpsstöövamar gerðu málrnu skU í fréttatímum sínum. — Eftir þaö hringdi einhver olíu- mUljaröamæringur frá arabalöndun- um í mig og spuröi hvort ég þyrfti á flugvél aö halda, segir Geldof. Eg sagöi aö þaö gæti fariö svo og hann sagöi mér bara að hringja. Ennfremur bauð hann okkur afnot af flugvelU. Eg býst viö aö viö látum hann standa viö þðtta mjög bráölega. UPPTÖKUDAGURINN rann upp og Geldof og Ure voru aö leggja síðustu hönd á undirbúninginn í stúdíóinu. — Viö vomm skithræddir um aö enginn myndi nenna aö koma þrátt fyrir að þeir virkuöu tU í aUt í sim- anum, segir Geldof. — Og þar sem viö sitjum þama og erum aö fara á taug- um gengur Sting i salinn. Þá fann ég á mér aö allt gengi vel. Og viti menn, stjömurnar fóru að tínast inn ein af annarri. — Mér fannst þaö dáUtið spaugilegt að sjá aUar þessar stjörnur saman komnar þama á sunnudagsmorgni, segir Geldof. — Allt á þetta aö vera geysilega fallegt fólk samkvæmt auglýsingunum, en mér fannst það eins og hver annar hópur af fólki sem var að koma af pöbbnum. En þaö allra skemmtilegasta viö þetta var samt aö sjá fólk, sem að öllu jöfnu myndi aldrei yröa á hvert annað, tala saman þama. Eg sá til dæmis Weller úr Style Council, Parfitt úr Status Quo, MarUyn og Moss úr Culture Club í háalvarleg- um umræöum. En þrátt fyrir þessa spaugilegu hlið mála haföi Geldof af því nokkrar áhyggjur aö kastast kynni í kekki mUU einhverra stórstirnanna. Þama vom samankomin flest stærstu nöfnin í breskri popptónUst og hætt viö því aö einhverjir vildu ekki láta skyggja á sig. Allt blessaöist þó vel, aUir báru þaö mikla viröingu hver fyrir öömm og málefniö var þess háttar aö enginn vildi eyðUeggja þá góöu stemmningu sem þama skapaðist. Og niöurstaöan af þessari samkomu stórstirnanna þennan sunnudagsmorg- un fór rakleiðis í efsta sæti breska vin- sældalistans og situr þar að öllum lik- indum enn. Megi hún sitja þar lengi. Gleöileg jól. -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.