Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 36
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984
80
Selaskyttumar frá Bakkagerði
veiddu óvænt þýska njósnara
[GRJOT
iFJALL**
NJARÐVIK
UIMAOSj
Mœil %
1 V \
Bvrda.
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984
Skipalest, stödd á Hvalfirði, á leið til Múrmansk. Talið er að njósn-
ararnir hafi átt að fylgjast með skipalestum fara frá Seyðisfirði.
81
Dwight P. Miller yfirforingi,
staddur í Njarðvik.
Ljósmynd: Ásta Pétursdóttir.
Þessa mynd stalst tvitug heima-
sæta á bænum Njarðvík til að
taka af föngunum. Myndina tók
hún út um eldhúsgluggann. Hún
sýnir Miller yfirforingja standa
yfir föngunum við kirkjugarðs-
vegginn. Miller hélt á tveimur
skammbyssum.
Ljósmynd: Ásta Pétursdóttir.
Kort af svæðinu milli Héraðsflóa og Borgarfjarðar eystri. Selvogsnesið, þar sem kafbáturinn setti njósnarana í land, er efst fyrir miðju.
um gáfu þeir því gætur hvort þeir sæju nokkurt
skýli eöa farangur hjá vogsbúum en gátu ekki
komiö auga á neitt, utan einn tóman kassa er
flaut viöklappirnarsunnan vogsins.
Frásögn bræðranna ekki trúað
Þeim bræörum var fyrst á orði, er þeir tóku
tal saman, aö þarna mundu vera niöurkomnir
mennirnir, sem sagt var aö vantaö heföi af
norska skipinu, sem kom snemma í aprílmánuði
viö Langanes og Raufarhöfn. Va'r fullyrt aö
fleiri mundu hafa veriö meö þeim en voru á því
á norðurhöfnunum. Haföi sýslumaöur falið
hreppstjóra að brýna það fyrir hreppsbúum að
segja til þess ef þeir yröu varir viö grunsamlega
menn og bæru ábyrgö á því ef þeir leyndu því.
Þóttust þeir bræöur vera svo sannfærðir um
þetta að er þeir náðu tali af félögum sínum á
hinum bátnum sögðu þeir þeim aö þarna inni í
vognum væru mennimir, sem grennslast var
eftir á dögunum. En enginn þeirra haföi séö
neitt til mannanna á Selvognum og trúöu þessu
ekki.
Klukkan liölega sex var komið til Bakkageröis
og barst þetta þá enn í tal meðal sjómannanna
meöan veriö var aö setja upp bátana. En þaö fór
á sömu leið. Menn áttu erfitt meö aö trúa þessu,
þótt trúveröugir menn væru til frásagnar, og
þeir sem á bátnum voru heföu séö slóðirnar á
Selvogsnesinu.
Saga þessi flaug sem eldur í sinu um þorpiö og
barst til eyrna Eyjólfs Hannessonar hrepp-
stjóra, sem fór óöar í bili aö grennslast eftir
þessu viö Björn. Varð hann fljótt sannfærður um
aö hér væri um grunsamlega menn aö ræöa.
Náöi hann tali af sýslumanni, meö hraðsamtali,
nokkru eftir símatíma klukkan sjö um kvöldið
og tilkynnti honum þetta.
Síöar um kvöldiö skýröi hreppstjóri frá því aö
setuliðið á Seyðisfirði væri búiö aö fá vitneskju
um fund mannanna á Selvognum og skip væri
komið á leiðina frá því til Borgarfjaröar meö
hermönnum, sem vildu fá tvo menn þar til
leiðsagnar noröur á Selvog.
Herflokkur með alvæpni kemur
í Borgarfjörð
Um klukkan ellefu kom fallbyssubátur inn á
Borgarfjörö og lagðist á höfnina. Réri hrepp-
stjóri út og þeir Þóröur og Bjöm meö honum en
mættu á leiðinni bát, sem kom frá herskipinu og
var þá snúiö viö í land.
Á skipsbátnum voru tveir foringjar úr
ameríska hernum og fjórir liðsmenn alvopnaö-
ir. Foringjarnir báöu um nánari upplýsingar
viövíkjandi mönnum þeim sem fundist höföu og
vildu fá leigöan vélbát meö sig upp eftir.
En meö því aö y firforinginn var ekki vel góöur
aö skilja íslensku, en Þóröur haföi lært nokkuð í
ensku, varö hann aöallega fyrir svöram. Spuröi
foringinn hann margs um menn þessa en þó sér-
staklega hvaö mikil vopn þeir hafi séö hjá þeim
og hvort þeir héldu aö menn þessir væru Eng-
lendingar eöa Þjóöverjar. Þóröur kvaöst álíta
aö þeir væru ekki Englendingar. En tveir af
mönnum þessum gætu verið Norðurlandabúar,
Danir eða Norðmenn, eöa jafnvel Islendingar,
sem dvalið heföu erlendis. Vopn heföu þeir
engin séö, aðeins einn tóman trékassa á floti.
Var þá aö heyra sem foringinn vildi slá þessu
á dreif og halda því fram aö hér gæti ekki verið
um neina njósnarmenn aö ræöa, heldur væru
þetta íslenskir ferðamenn. En Þóröur hélt fast
við sinn keip aö þetta hlytu að vera grunsam-
legir menn.
Þegar foringinn virtist vera oröinn sannfærö-
ur af framburði Þóröar lagði hann fast aö hon-
um aö koma meö sér og lét Þóröur tilleiöast, þó
aö honum væri þaö óljúft, þar sem hann hafði
verið á ferðalagi allan daginn.
Þaö réöist af, aö Björgvin Vilhjálmsson í
Bakkagerði flytti hermennina upp yfir á sínum
bát og færi Þórður meö þeim, sem leiðsögumað-
ur, en herskipið biði á Borgarfirði á meöan.
Leitin hefst laust eftir miðnætti
Því næst var lagt af staö, laust eftir miðnætti
og var þá orðið mjög skuggsýnt til landsins þar
sem klappir voru auðar fram meö sjónum.
Foringinn var af og til aö spy rja Þórö um menn-
ina á Selvognum og útbúnaö þeirra, annars voru
litlar samræður á bátnum.
Þegar komið var aö Brimnesi noröan Njarö-
víkur sagöi Þóröur foringjanum aö er þeir
kæmu fyrir næsta nes, sem Kögur heitir, sæju
Selvogsbúar þá, ef þeir héldu kyrru fyrir og
væru varir um sig. Væri því ráðlegra aö stefna
dýpra og koma noröan að þeim, því væru þessir
menn vopnaðir væri hægöarleikur fyrir þá aö
skjóta bátinn niður. En foringinn virtist ekki
fara í neinu eftir ráöleggingum hans.
Þegar komiö var aö Kögri sá Þóröur grilla í
eitthvað á floti, rétt viö boröstokkinn og haföi
orð á því. Var það tómi kassinn, kominn þangað,
sem áöur var um getið. Foringinn skipaði að
snúa við og taka hann upp í bátinn. Var hann
rannsakaður viö vasaljós en engir stafir eöa
merki sáust á honum. En síðar, er einn af
hermönnunum var að athuga kassann, spuröi
Þórður hvort naglarnir í honum mundu vera
amerískir. Neitaði hann því en þeir gætu fremur
veriöþýskir.
Var svo, þrátt fyrir aövörun Þóröar, haldið
beint inn á Selvoginn og rennt yst aö klöppinni.
Þegar báturinn nam staöar spuröi foringinn
Þórö hvort hann kæmi meö. En hann kvaöst
veröa eftir meö félaga sínum og gæta bátsins.
Enda taldi hann þá leiðsögn sinni lokiö.
Hermennirnir fóru þegar á land og gengu hvat-
lega um klappirnar og lýstu fyrir sér meö vasa-
ljósum. Fundu þeir brátt mannaslóðir í snjónum
er lágu fram og aftur og sumar margtroönar,
tók þá heldur aö lifna yfir foringjanum. Beint
upp af vognum fundu þeir hellisskúta, á aðgiska
þrjá faðma á breidd og góöa tvo faöma á lengd,
inn í bergið og var vel manngengt fremst í hon-
um.
Auðséð að menn höfðu hafst
við í hellinum
1 hellismunnanum var hár steinn, er sprungiö
haföi úr berginu fyrir ofan, sem nálega byrgöi
fyrir hellisopið, svo að naumast sást inn í þaö aö
utan. Var sjáanlegt að menn hefðu hafst þar við
nýlega. Á gólfinu var þykkt lag af lyngi og bæli í
því eftir menn. Sást að þeir höföu notað vaxkerti
sér til lýsingar, því aö vax haföi dropið niður á
lyngiö á stöku staö. Hermennirnir höföu þar
aðeins stutta viöstöðu en hröðuöu sér upp á
bakka eftir slóö, sem þeir fundu þar.
Borgfirðingamir ræddu þá sín á milli hvaö
óvarlegt væri aö skilja þá eina eftir við bátinn.
Því mennirnir gætu leynst eftir í vognum, þrátt
fyrir þessa leit, og komið og átt allskostar við
þá. Þórður fór því á eftir hermönnunum og náöi
tali af yfirforingjanum og sýndi honum fram á
að fleiri væru fylgsni í vognum en þeir heföu
rannsakaö, sem mennirnir gætu leynst í. Kæmu
þeir að Islendingunum vopnlausum gætu þeir
gert þaö sem þeim sýndist og jafnvel náö bátn-
um á sitt vald. Bauð þá foringinn einum her-
mannanna að f ara niður eftir til þeirra.
Foringjarnir héldu svo áfram upp eftir slóð-
inni, er lá upp í djúpt klettagil og þaöan upp eftir
brattri fjallshlíöinni og voru hermennirnir í
humátt á eftir þeim. Þórður fylgdi þeim eftir
upp í gilið og beið þar eins hermannsins, er
dregist haföi aftur úr. Var Þóröur á báöum átt-
um, hvaö hann ætti að gera. Hann var illa lagað-
ur til gangs á þungum og háum sjóstígvélum en
hátt og bratt upp fannirnar.
Er hermaöurinn nálgaöist hann tók Þóröur
eftir slóö, eins og eftir skíöi, en viö nánari athug-
un sáu þeir að hún var eftir sleða. Hermaöurinn
hélt svo áfram eftir sleðaslóöinni en Þóröur
snéri viö niður í hellisskútann. Höföust þeir þar
viö og rannsökuöu hann til hlítar en fundu ekk-
ert þar utan bréfmiða meö gotneskum stöfum,
sem þeim tókst ekki aö fá neitt orö út úr.
Skotið af rifflum
Eftir klukkustundar biö kom hermaðurinn
aftur sem Þóröur átti tal síðast viö og kvaöst
ekki hafa náö í hina. Biöu þeir svo þarna f jórir í
hellinum þaö sem eftir var nætur. Höföu
hermennirnir og Borgfiröingarnir sér þaö til
skemmtunar aö skjóta til marks meö rifflunum.
Og mátti vart á milli s já hvorir voru hæfnari.
Klukkan um fimm um morguninn komu báöir
hinir hermennirnir slæptir og uppgefnir til
baka. Kváöu þeir foringjana hafa sagst ætla alla
leiö til Egilsstaða að leita mannanna en hinir
ættu allir aö fara til baka á bátnum og Borg-
firðingarnir að flytja þá um borð í herskipið.
Tóku þeir sér síðan snæðing áöur en þeir lögöu
af staö.
Þaö er af foringjunum aö segja aö þeir héldu
áfram eftir sleðaslóöinni upp Sveif og yfir
fjalliö, niöur í Göngudal, utan Gönguskarös og
þaðan niður í Njarövík, innan til viö Göngudal-
inn. Þegar þeir komu í svonefndar Grjótbrekk-
ur, neöarlega í Grjótfjalli, uröu fyrir þeim þrír
menn, sem sátu þar viö farangur, er lá á gil-
barmi.
„Heil, Hitler" og upp með hendur
Foringjamir heilsuöu þeim með Hitlers-
Kafbátur setti þýska njósnaleiðangurinn á land.
kveðju. En hinir tóku ekki undir hana. Hleypti
þá yfirforinginn skoti af skammbyssu sinni upp
í loftiö og skipaöi þeim að koma með sér. Réttu
hinir þá upp hendumar og fóru með þeim
Umyröalaust.
Um klukkan sjö um morguninn var bariö aö
dyrum í Njarðvík áöur en fólk reis úr rekkjum.
Þau hjónin Pétur Pétursson póstur og Guðrún
Jónsdóttir flýttu sér á fætur og var búiö aö ber ja
í annað sinn áöur en upp var lokið. Var þar kom-
inn ameríski yfirforinginn meö skammbyssu í
hendi og vildi ná til Borgarfjarðar í síma. Var
hann blautur mjög úr snjónum og móður af
göngu.”
Ásta Pétursdóttir heitir dóttir hjónanna í
Njarðvík. Þegar þetta gerðist var hún heima-
sæta á bænum, tvítug að aldri. Hún býr nú á
Egilsstöðum. DV spjallaði viö Ástu um
atburðina fyrir 40 árum.
,3g var vakin að morgni dags, um klukkan
hálfsjö. Fyrir utan stóö amerískur liösforingi,
Miller aö nafni,” sagði Ásta.
„Meö honum var einn hermaður. Þeir höfðu
þrjá fanga. Hermaöurinn stóð yfir föngunum og
miðaði á þá vopni. Miller baö um aö fá að
hringja. Símatími byrjaöi ekki fyrr en klukkan
níu og ætlaöi hann aldrei að geta náö sambandi
viðSeyðisfjörö.”
Staðið yfir þeim með skammbyssu
„Eg man aö ég vorkenndi þessum mönnum,
sem voru fangar. Eg hafði samúö með þeim.
Það var staðiö yfir þeim meö skammbyssu og
miðað á þá við kirkjugarðsvegginn. Þeir voru
reknir áfram eins og hundar.
Okkur fannst þeir ekki vera hættulegir. En viö
máttum ekki einu sinni veita þessum mönnum
hressingu. Þeir voru blautir og slæptir eftir
erfiða og langa göngu yfir fjall. Okkur fannst
þeir ekki vera neinir glæpamenn.
Mamma mín var náttúrlega búin að bjóða
Miller upp á hressingu. En þegar mömmu var
bannaö að gefa föngunum sagði hún aö ef þeir
fengju ekki hressingu fengju hinir ekkert
heldur. Hún vildi ekki gera upp á milli þeirra.
Þeir væru líka menn. Foringinn fór þá aö hugsa
sig um en ákvaö síðan að fangarnir mættu líka
fá. Hjalti bróðir fór út meö kaffi á bakka og
mjólk og brauð en fékk ekki aö færa þeim
sjálfur,”sagðiÁsta.
Hún átti myndavél en Miller bannaöi henni aö
taka mynd af föngunum. Engu aö síður laumaö-
ist hún til aö taka mynd af þeim út um eldhús-
gluggann. Myndin sýnir hvar Miller stendur y fir
föngunum viö kirkjugarðsvegginn meöan beöiö
ereftirkaffinu.
„Myndin hvarf síðar úr minni vörslu. Þaö
þótti mér undarlegt. En sem betur fer hafði hún
áður birst í Gerpi,” sagöi Ásta.
Herskip kemur inn á Njarðvík
Miller foringi náöi um síðir sambandi viö
Seyðisfjörð. Var komiö boðum til herskipsins
um aö foringjarnir væru í Njarðvík með fanga.
Kom herskipið inn til Njarðvíkur fyrir hádegi og
tók fangana og hermennina.
„Nú er þessum leik lokiö,” varö einum fang-
anna aö oröi þegar veriö var aö flytja þá um
borö í herskipið. Þaö var annar yngri mannanna
sem sagöi þetta. Hann talaöi íslensku.
Viö vitnum í grein séra Vigfúsar:
„Um leið og fyrirliði fanganna átti aö fara um
borð í herskipið steig hann upp á þóftu í bátnum
og var sem hann léti sig falla aftur á bak í sjó-
inn. En áöur og meðan hann var að falla veitti
Helgi Jónsson því eftirtekt aö hann var aö hag-
ræða einhverju í buxnavasa sínum er datt í sjó-
inn. Náöi Helgi í veskiö er flaut upp meö bátnum
og tók yfirforinginn viö því.
Föngunum var nú komiö upp á herskipið og
þeir látnir standa þar í röö aftur á. Sáu
Borgfiröingarnir yfirforingjann ganga aö þeim
og veifa veskinu ögrandi framan í fyrirliöa
fanganna og stinga því svo niður.
Vélbyssa finnst
Aö þessu loknu bað foringinn Borgfiröingana
aö draga fyrir sig bát í land. Væru á honum sex
til átta menn frá herskipinu. Fóru sex þeirra
rakleitt inn í Grjótbrekkur, eftir slóö foringj-
anna, og komu von bráöar berandi alls konar
farangur, ýmist í kössum, pokum eöa pökkum,
og voru fluttir um borð meö það. Undruðust
foringjarnir hve mikinn flutning fangarnir gátu
flutt meö sér á jafn skömmum tíma, í annarri
eins ófærö og jafn langa og erfiöa leið. Var sagt
að í farangri þeirra hafi veriö alls konar tæki og
þar á meðal sundurskrúfuö vélbyssa. En mat-
væli hafi veriö lítil sem engin.
Að skilnaði þökkuöu foringjarnir Borg-
firöingunum mjög alúölega fyrir góöa fylgd og
alla aöstoö þeirra; greiddu þeim svo hæfileg
tímalaun, eins og upp var sett. Héldu svo hvorir
sína leiö.
Um fangana er þaö vitað aö aöeins fyrirliöi
þeirra var Þjóðverji. Hinir tveir voru Islend-
ingar. Jafnskjótt og komið var meö þá til Seyðis-
fjarðar var sent skip með þá til Reykjavíkur til
yfirheyrslu. Þaðan munu þeir hafa verið sendir
til Englands í fangabúðir. En ameríski yfir-
foringinn var óöar hækkaöur í tign fyrir afrek
sitt. ”
„Hjalti bróöir minn fór af staö daginn eftir inn
í víkina. Þá fann hann sleðaræfil meö sendi-
stöð,” sagöi Ásta Pétursdóttir í samtali viö DV.
Um þessa för segir séra Vigf ús:
„Daginn eftir töku fanganna fann maöur úr
Njarðvík sleðagrindina undan farangri þeirra,
enn lengra innar í slóöinni en foringjarnir höföu
komist. Var grindin slegin saman úr kassa-
fjölum meö drögum undir úr blikkdósum. Á
henni var innpakkaður kassi á borö viö stóra
ferðatösku meö járngrind, sem stíga mátti sem
hjólhest. Var þaö rafall, sem framleiddi
ótrúlega orku. Geröi setuliðið út bát frá Seyðis-
firöi til aö ssricja hann til Njarövikur.
Síðar um vorið kom enn skip frá setuliðinu og
geröi leit á Selvognum, aö líkindum eftir tilvísun
fanganna. Fannst þá sendistöö í klettaskúta
skammt frá hellinum, svo og tilluktir blikkdúnk-
ar meö fatnaði, munaöarvöru og allskonar
áhöldum. Var þaö allt grafiö niöur i mölina og
steinar lagðir ofan á. Er grunur margra að enn
haf i ekki f undist allt þaö sem þar var fólgið.
Kafbátur setti
njósnarana í land
Sagt er aö fangarnir hafi skýrt setuliðinu svo
frá aö þeir hafi verið settir upp á Selvoginn af
kafbáti og er þaö mjög sennilegt. Því Selvogur-
inn mun vera eini staöurinn á langri strandlínu,
sem fært er aö setja menn leynilega á land frá
skipi vegna aðdýpis. Þá munu og hellisskjólið og
útsýnið til skipaferða óvíöa vera betra. Sýnir
þetta allt hvað víötækar og nákvæmar njósnir
Þjóöverja hafa verið hér á landi.”
I lok greinar sinnar segir séra Vigf ús Ingvar:
„Fáum dögum eftir töku fanganna sást þýsk
flugvél á sveimi yfir Njarðvíkurf jöllunum, eins
og hún væri aöleita aðeinhverju. Því sumstaöar
flaug hún svo lágt aö undrun sætti, svo sem inn-
an til í Njarðvíkinni. En aö því búnu hélt hún
inn og suöur yfir f jallgarðinn milli Borgarf jarð-
ar og Héraðs, uns hún hvarf alfarið sjónum
manna.”
„Það var álitið að mennirnir hefðu verið
þarna á Selvogsnesinu í hálfan mánuö til þrjár'
vikur. Það var álitiö aö kafbátur heföi skotiö
þeim þarna upp,” sagöi Ásta Pétursdóttir.
„Þaö var farið meö þá alla út til Bretlands,
Islendingana líka. Þar voru þeir haföir í haldi en
ekki lengi. Þeir báru því allir viö, Þjóðverjinn
líka, aö þeir heföu aldrei ætlað að njósna heldur
bara gert þetta til að sleppa frá Þýskalandi,
komast í burtu.
Þeir höfðu senditæki og vistir til langs tíma.
Þeir áttu aö njósna um skipaferöir frá Seyðis-
firði og sjálfsagt flugvélar á ferli,” sagöi Ásta.
Til að njósna um skipalestir
Hjálmar Vilhjálmsson segir í bók sinni:
„Þó ekki hafi fariö orö af öörum slíkum leiö-
angrum Þjóðverja viö Austurland en hér hefur
veriö getið um, má alveg gera ráö fyrir því að
þeir hafi gert út fleiri leiöangra. Njósnir af
þessu tagi gátu verið þeim afar mikilvægar. Þar
kom fieira til en aö afla upplýsinga um veður-
far. Þess er áöur getib aö herflutningaskipum
hafi oft veriö safnaö saman á Seyöisfiröi áður en
slíkar skipalestir lögðu á haf út á leiö sinni til
Rússlands. Njósnastöðvar eins og sú, sem hér
var greint frá, gátu fylgst meö skipalestunum
þegar þær lögðu af staö frá Seyðisfirði og til-
kynnt þýskum kafbátum um ferðir þeirra.
Ýmsir staðir i óbyggðum víkum, sem eru milli
Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar, gátu vissulega
verið eins hagstæöir fyrir leiöangra Þjóðverja
eins og uröin fyrir ofan Selvoginn. Bæöi þar og
annarsstaöar kunna Þjóðverjar aö hafa haft
menn, áður en fangarnir voru teknir, um lengri
eða skemmri tíma, þó ekki f ari sögur af því. ”
Af njósnurunum þremur er það að segja að
þeir voru ekki haföir lengi í haldi í Bretlandi.
Þeir settust allir aö á Islandi, Þjóöverjinn líka.
Að sögn Ástu Pétursdóttur gerðist Þjóðverjinn
vinnumaöur í Mosfellssveit. Islendingamir
ungu hétu Sigurður og Hjalti. Þeir eru nú báöir
látnir, annar þeirra nýlega.
-KMU.