Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 35
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 79 s ATBURÐIR ER GERÐUST Á AUSTFJÖRÐUM í SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLDINNI: Selaskyttumar frá Bakkagerði veiddu óvænt þýska njósnara Bakkagerði við Borgarfjörð. „Borgarfjörður biöur um sýslumann meö hraösamtali fljótt.” Þessi áríöandi tilkynning var borin inn á sýslu- nefndarfund á Seyöisfiröi hinn 5. maí áriö 1944. Tilkynningin var til Hjálmars Vilhjálmssonar sýslumanns, síðar ráöuneytisstjóra. 1 símanum var Eyjólfur Hannesson hrepp- stjóri. Skýröi hann sýslumanni frá því aö menn frá Borgarfirði eystra, sem voru í vöruflutning- um fyrir kaupfélagiö á bátum frá Borgarfiröi til Unaóss við Héraðsflóa, hefðu á leið sinni orðið varir viö þrjá ókennilega menn í urö fyrir ofan svonefndan Selvog. Virtist þeim sem einn þeirra væri útlendingur. Mannaferðir á þessu svæöi þóttu auðvitað mjög grunsamlegar. Svæöiö var óbyggt og styrjöld stóö yfir. Mennimir ókunnugu voru auk þess í aðeins 35 kílómetra fjarlægö frá mikil- vægri flotahöfn bandamanna, Seyöisfiröi. Fallbyssubátur þegar sendur af stað Hjálmar sýslumaöur setti þegar nýjan fundarstjóra í sinn stað og vék síðan af sýslu- fundinum. >rEg fór strax á fund Dwight P. Miller, sem var foringi Bandaríkjamanna, og skýrði honum frá símtali Eyjólfs hreppstjóra viö mig og hin- um ókennilegu mönnum, sem hann sagði frá. Miller brást strax viö tíðindum þessum og fór tafarlaust ásamt nokkrum hermönnum með fallbyssubát til Borgarfjaröar,” segir Hjálmar Vilhjálmsson í bók sinni, Seyöfirskir hernáms- þættir, sem út kom hjá Emi og Orlygi áriö 1977. Hjálmar hefur góöfúslega veitt DV leyfi til að birta kafla úr bókinni. Hjálmar birtir í bók sinni grein, sem séra Vig- fús Ingvar Sigurösson ritaöi í tímaritið Gerpi áriö 1948, um atburöi þá, sem hér um ræðir. I þessari grein styöjumst viö einnig viö grein séra Vigfúsar. Séra Vigfús sat einnig sýslufundinn fyrr- greinda. Hann lýsir því þegar sýslumaðurinn vék skyndilega af fundi til aö taka við skila- boðunum frá Borgarfiröi: „Sýslumaður setti fundarstjóra og fór aö sinna kvaðningunni og var æði tíma á tali. En svo kom hann aftur rnn með miklu fasi og baö fundarstjóra aö ljúka fundi þá er mál þaö, er fyrir lægi, væri útrætt. Því sjálfur hefði hann fengið öðru aö sinna og óvíst hve langan tíma þaö tæki. Mátti sjá á svip hans og framkomu aö eitthvað óvenjulegt væri á seyði. Og þar sem þetta snerti Borgarfjörð spuröi ég og fleiri hvaö um væri að vera. En hann gaf lítið út á þaö, bað menn aðeins að vera rólega og bætti því viö um leið og hairn hraðaði sér út úr fundarsalnum aö ef til vill væri þetta ekki svo alvarlegt. Hermenn á harðaspretti Skömmu síöar var fundi slitið og fór ég þá rak- leitt heim í Bjólfsgötu til Jóns Stefánssonar kaupmanns, þar sem ég var til húsa meöan á fundinum stóö. Þegar ég kom niður á aöalgöt- una viö brúna hlupu fram hjá mér tveir foringjar úr ameríska setuliðinu og héldu sprettinum áfram, alla leið út á Framnes. Var ég aðeins nýkominn að húsi Jóns Stefánssonar þegar foringjamir komu aftur á móti mér á bíl og óku meö geysihraöa út á Búðareyri. Setti ég ferö þeirra í samband við það sem geröist á fundinum og var hálfórótt í huga út af því að um einhverskonar innrás í Borgarfjörð væri aö ræöa, þar til síðar um kvöldið, aö ég frétti að þetta stafaði af því aö fundist hefðu þýskir úti- legumenn noröan viðNjarövík.” Víkur nú sögunni til Borgfirðinganna, sem fyrstir uröu varir viö mennina grunsamlegu. Þeir voru á tveimur vélbátum í flutningum meö vörur fyrir Kaupfélag Borgarf jaröar frá Bakka- geröitil Unaóss. Þegar bátamir voru komnir norður meö Osa- fjöllum tóku bátsverjar eftir óvenjulegum slóöum í snjónum á svokölluöu Selvogsnesi. Undirlendi er þar lítið undir bröttum f jöllum og háir bakkar niður aö fjömnni. Ræddu menn þetta sín á milli en komust svo að þeirri niöur- stööu aö slóðimar væm eftir kindur, sem saknaö var frá einum bæ í Hjaltastaöaþinghá. Á selaskytterí í Selvogi Vörurnar vom losaöar á Unaósi. Áöur en siglt var til baka ákváöu þeir Þóröur Jónsson og Bjöm Helgason, fóstbræður frá Hjallhóli í Bakkagerði, en þeir vom á öörum bátnum, aó sigla inn á svonefndan Selvog, sem gengur inn í Selvogsnesið, í von um að fá þar sel. Þeir bræður vom miklar selaskyttur og höfðu oft veitt sel í Selvogi. Séra Vigf ús segir frá: „Aöur en þeir komu aö vognum stöövúöu þeir vélina og réru hljóölega inn á voginn, til þess aö styggja ekki selina, ef þeir kynnu aö vera þar. Lentu þeir við klöppina norðanmegin og ætlaði Björn aö fara á land meö byssu, en Þóröur aö róa bátnum út fyrir klapparhalann og rnn á vog- inn, er hann heyrði skot eða Bjöm gæfi merki. En áöur en af því yröi segir Björn aö ekki muni þýða aö fara upp í voginn því þar séu menn fyrir. Sjá þeir þrjá menn í uröinni upp af vogin- um, er stóöu þar viö læk er fellur ofan í miðjan voginn. Hugöi Björn þá vera Njarðvíkinga, komna þangaö til aö skjóta sel, en Þóröur haföi orö á því að sér þætti menn þessir ekki líkjast Njarövíkingum aö neinu. Ákvaö Björn þá aö þeir fæm út í svokallaöa Osafles, þar skammt fyrir utan, að svipast um eftir sel og setti vélina í gang til burtferöar. Ókunnu mennirnir veifa þeim að koma En er þeir vora nýkomnir á staö hlaupa tveir af mönnum þessum niöur á klöppina og veifuðu þeim aö koma. Var Björn á báðum áttum hvort hann ætti aö sinna því en sneri þó viö inn á vog- inn, án þess að ræða frekar um þaö viö félaga sinn hvaöa menn þetta væm. En er þeir komu nær sáu þeir aö hér vom fyrir ókenndir menn, er þeir hugðu hafa lent þar upp af einhverju skipi. Vom tveir þeirra yngri menn og íslendingslegir en einn var eldri maður og leit út fyrir að vera útlendingur. Allir voru menn þessir í prjónapeysum og í pokabuxum, en hinir höfðu húfur á höfði meö ensku lagi. Var svo að sjá sem þeir heföu verið aö þvo sér og ræsta viö lækinn því sumir bára handklæöi á herðum og voru nýbúnir að bera leðurfeiti á skó sína. Þeir bræður renndu bátnum upp aö klöpp inn á vognum og komu þá allir mennirnir hlaupandi þangað og heilsuöu þeim á íslensku. Rétti elsti maðurinn fram fótinn og hélt Þórður í hann á meðan þeir gáfu staðar. Hið fyrsta sem vogs- búar spuröu þá bræöur um var hvaðan þeir kæmu og hvert þeir væm að halda. Svöruðu þeir sem var aö þeir væru i vöruflutningum fyrir Kaupfélagiö. Báöir yngri mennirnir voru skrafhreifnari og höföu orö á því aö þeir bræður væru meö byssu og til hvers þeir hefðu hana. Svöruöu hinir aö þeir væru aö gá aö sel því þarna væri oft von á þeim. Sáu þeir þá aö hér var um grunsamlega menn aö ræða og hugsuðu meö sér að veröa viö- bragðsfljótir ef á þyrfti að halda. Segjast vera veðurathugunarmenn Menn þessir kváöust vera við veöurathuganir og komnir fyrir þrem dögum noröan af Héraös- söndum en ekki geröu þeir nánari grein fyrir þvi í hverra þjónustu þeir væm. Þeir sögöu aö senditækiö væri bilað hjá sér, þurfi þeir því aö fara til Seyðisfjarðar. Muni þeir leggja af staö um kvöldið. Spurðu þeir hvaö langt væri þangaö. Þeir bræður buöu þeim þá far meö sér til Borgarfjaröar og myndu þeir fljótlega komast þaöan sjóveg til Seyöisfjaröar. Én hinir tóku því fálega en spurðu hvort ekki væri sæmilegt aö fara y fir fjöllin. Töldu þeir bræður ófært fyrir þá aö ætla sér þá leið en réöu þeim til aö halda inn Héraö og feröast sem mest eftir láglendinu. Spurðu þá tveir þeirra hvort Borgfirðingamir hefðu séö miklar skipaferöir um dagmn og neituðu þeir því nema hvaö þeir heföu aöeins séö reykský úr einu skipi er þeir hugðu vera togara. Sögöust hinir hafa veitt því eftirtekt. Elsti maöurinn, sem þeim bræðmm virtist vera fyrirliði hinna, spurði þá hvað stríöinu liði. Svöruðu þeir að það gengi sinn sama gang en foröuðust aö geta þess aö farið var þó að halla á Þjóöverja. Og yfirleitt foröuöust þeir aö láta menn þessa verða þess vara aö þeir teldu þá grunsamlega og spuröu þá einskis. „Stríðiö stendur víst sem hæst,” varö þá fyrirliðanum aö oröi. I þessu sáu þeir bræöur hinn bátinn halda heimleiöis fyrir voginn, höföu orð á því, kvöddu vogsbúa og héldu af staö. Var þó auðfundiö aö menn þessa langaði til að hafa enn lengra tal af þeim. Meðan þeir bræður vom aö komast út úr vogn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.