Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 6
50 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 Jólahugleiding biskups íslands, herra Péturs Sigurgeirssonar: Hér er Jesús Kristur fœddur I hönd fer hátíð, sem felur í sér meiri frið og fögnuð en nokkur önnur stund ársins „heims umból.” Lífið er stundum undarleg þversögn í allri til- breytni sinni og raunveruleik. Það var Stefán G. Stefánsson, sem orti um fæðingu sveinsins í Betlehem: Svo lítil frétt var fæðing hans í f járhúsjötu hirðingjans, að dag og ártal enginn reit, um aldur hans ei nokkur veit. Þegar þetta Herrans ár 1984 er að renna skeið sitt á enda höldum við jól. — Um allan heim er nú haldin fæðingarhátíð þessa svein- barns, sem forðum fæddist í afkimum Róma- veldis, fjarri allri vitund, reisn og mikilleik, sem heimurinn heyrir til. — I dag stendur Agústusarhofiö á Italíu autt og yfirgefið, hásæti mannsins, sem með veldis- sprota sínum réð yfir heimsbyggðinni og allir i litu upp til. — Rómverskir þegnar voru skrá- settir til þess að standa skil á sköttum og vera skyldaðir í herþjónustu. I dag skráir kristin heimsbyggð sig í orði og verki konungi konunganna, syninum sem fá- tæk móðir fæddi „vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsi.” (Lúk. 2:7) „Þú átt, þú áttaðlifa öll ár og tákn það skrifa” yrkir séra Matthías í ættjarðarsálmi sínum: „Upp þúsund ára þjóð.” Þessi vitnisburður sannast betur á Jesú frá Nasaret en nokkrum öðrum manni, sem fæðst hefir. Jesús sagði: „Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.” (Matth. 18:20) Jólin taka af öll tvímæli um sannleiksgildi þessara orða. Þau staðfesta fagnaðarerindi hans og lífsferil. — Líf Jesú, dauði og upprisa kristallast í hinni sönnu fæðingarhátíð jólanna, geisladýrð, stjörnuskini og töfraljóma. — Sérhver stjarna talar um komu Jesú á jörðina og sérhvert hjarta, sem lofsyngur hann, ber honum vitni, ;ekki aðeins hinni sögulegu persónu heldur hin- um lifandi Drottni. Jesús kom í þennan heim. „. .. þar sem ég mitt á meðal þeirra,” — m.ö.o., „þar er ég fæddur.” — Fæðing Jesú í mannsins hjarta gerir jólin jól. — Játning kirkjunnar á þessum jólum, sem öllum öörum, „hvar sem tveir eða þrír” eru saman komnir í Jesú nafni er þessi: Hér er Jesús Kristur fædd- ur. Megi hátíð ljóss og friðar verða hverju barni Islands GLEÐILEG JOL. Pétur Sigurgeirsson. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.