Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 14
58
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984
T;iliö er uö 14 aldir scu siðan fjrst
fóru aö berast söf>ur af Nikulási bi.sk-
upi í Mýra i Litlu-Asíu. Sögumar fjöll-
uöu allar um gæsku mannsins og hjálp-
senii. Meö tíö og tíma varð Nikulás
lielgur maöur í kaþólskum siö og er
enn þann dag i dag dýrkaður sem heil-
agur Nikulás. Til þessa manns sækja
jólasveinarnir okkar útlit sitt og inn-
ræti. Aður en Nikulás náöi hlutverki
jólasveinsins mátti hann þó glima viö
kvaö aö illmennsku þeirra aö á 18. öld-
inni þótti konungi nauðsyn á að gefa út
tilskipun um aö eftirleiðis skyldi „sá
heúnskulegi vani sem hér og þar skal
hafa veriö brúklegur, að hræða börn
með jólasveinum eöa vofum aldeilis
vera afskaffaöur”. En það þurfti
meira en konungsorð til að siöbæta
jólasveinana. Iængi héldu þeir áfram
að skjóta ungum sem öldnum skelk í
bririgu. Inriræti þeirra breyttist aö vísu
A miðöldum var heilagur Nikuiás oftast sýndur með sjómönnum í sjávar-
háska.
HEILAGUR NIKULAS
OG JÓLASVEiNARNIR
Nikulás lífgaöi fræöavinina viö og
hlaut ævarandi þökk fyrir.
Lénsmenn jólasveinsins
Til Islands barst helgi Nikulásar
með mönnum sem dvalist höfðu í
Suðurlöndum eða þar í Evrópu sem
Nikulás var í miklum metum. Hér á
landi komst hann brátt í röð nafn-
toguöustu dýrlinga. Hér voru honum
helgaöar óvenjumargar kirkjur.
marga óprúttna náunga sem sótt hafa
nafnsitttil jólanna.
Falskir jólasveinar
Gömlu jólasveinarnir okkar vildu
lengi vel ekkert vita af gainla mann-
inum með skeggið enda allt annarrar
ættar. Fyrir nokkrum mannsöldrum
voru þeir hin verstu varmeiini sem
enginn þekkti nema aö illu. Svo rammt
með árunum en ekki aö öllu leyti til
batnaðar. Þegar þjóðsögurnar voru
ritaðar á 19. öldinni voru þeir að vísu
hættir að vera mannskæð fól en þess í
stað hafði prakkaraskapurinn náð tök-
um á sálarlífi þeirra. Á þessari öld
hafa þeir síðan mjög gerst hallir undir
tískuna í klæðaburöi og hugsunarhætti.
Þetta hafa þeir sannarlega gert til aö
halda vinsældum. Uti í heimi hafði
Á siðaskiptatímanum var heiiagur Nikuiás enn í biskupsskrúða sinum
óbreyttum og skegglaus.
heilagur Nikulás heillað börn og keppt
þar með góðum árangri við sjálft jóla-
barnið. Islensku jólasveinarnir, 9 eöa
13, stæla þennan mann og látast nú
vera hinir bestu karlar.
Norrænar ættir jólasveina
Jólasveinar hafa urn aldir þrifist
víðast hvar um hinn norræna heim.
Eru þeir aö því er best verður séð
sömu ættar og okkar gömlu jóla-
sveinar. Þótt þeir hafi í aldanna rás
gert mörgum manninum leiöar skrá-
veifur hafa þeir sjálfir átt mjög undir
högg að sækja. Það er þessi Nikulás
sem öldum saman hefur sótt aö þeim. I
Svíþjóð tókst þeim fyrir margt löngu
að leika á gamla manninn með
skeggið. Þar tóku þeir sér líkt nafn og
hans en héldu öllum verstu eigin-
leikum sínum. í öðrum plássum tóku
þeir ekkert mark á kalli og létu öllum
illum látum undir eigin nöfnum.
Þannig var þaö hér á landi. Engu að
síður geröust Islendingar ákaflega
handgengnir Nikulási og höfðu hann
fyrir landsdrottinn ef þeún bauð svo
viðað horfa. Dýrlingurinn Nikulás var
í kaþólskum sið einna vinsælastur
helgra manna víðast um Evrópu og
svovareinnighér.
Heilagur Nikulás he/dur i
[ norður
Þjóðsagan um heilagan Nikulás
lætur hann hefja feril sinn í Litlu Asíu,
í borginni Mýru. Lengi vel var frægö
hans mest um Suðurlönd, nærri heima-
byggöinni. Þar varö hann í hugum
manna allsherjar bjargvættur.
Einkum var hann þó talinn reynast sjó-
mönnum, hermönnum og feröamönn-
um vel. Elstu myndir af Nikulási sýna
hann jafnan að björgunarstörfum. Var
mjög vinsælt að láta hann bjarga
mönnum úr sjávarháska. Þaö var í
þessu hlutverki sem norrænir menn
kynntust honum fyrir þúsund árum
eöa svo. Þá var talið einna vænlegast
til álitsauka fyrir unga menn að ganga
á mála hjá suðurlenskum höfðingjum
enda orðið erf itt um vik aö afla sér f jár
og frama meö níöingsverkum noröar í
álfunni. Nafntogaðastir þessara
framgjörnu manna voru væringjarnir
svokölluöu. Þeir herjuðu mjög við
Miðjarðarhaf í na&ii Miklagarðskeis-
ara. Þar heyrðu þeir fyrst sögumar
um heilagan Nikulás. Þetta var löngu
fyrir daga slysavamafélaga og tii-
kynningaskyldu og Nikulás því
ákjósanleg stoð þeirra manna sem
sigldu stríðandi um höfin. Svo miklu
ástfóstri tóku norrænir málaliðar við
Nikulás að þeir gerðu sér m.a. sér-
staka ferð á hendur til að bjarga
beinum hans úr höndum Hund-
Tyrkjans eftir að sögufræg pláss í
Austurlöndum höfðu fallið þeim í
hendur. Eftir þaö var Nikulási búið leg
í Bár á Italíu og þaðan barst frægð
hans um heimsbyggðina.
Bjargvættur í biskupsskrúða
Eftir því sem hróður hans barst
víðar bættust frægöarsögur við feril
hans og hann fékk fleiri skjólstæðinga
aö verja. Sérstök atvik urðu t.d. til
þess að hann varö verndari ungra
meyja. Þannig var aö fátækur faðir
hugðist selja dætur sínar þrjár í hóru-
hús til að afla sér fjár. Nikulás brást
þeim vitaskuld ekki og keypti þær
lausar frá starfanum. Síöan var þaö
lengi siður í Danaveldi aö ungar
| stúlkur skrýddu mynd bjargvættisins
um jólaleytið. Þá auðnaöist Nikulási
einnig að veröa verndardýrlingur
námsmanna. Eitt sinn kom hann þar
að sem veitingamaður hafði höggvið
þrjá stúdenta í spað og saltaö í tunnu
(Þetta var ekki í mötuneyti stúdenta).
Einungis María Mey, Pétur postuli og
Olafur helgi áttu meiri vinsældum að
fagna. Kirkjubændur og aðrir höfð-
ingjar ánöfnuðu dýrlingum eignir
sínar en héldu síðan forræðinu í
umboöi þess heilaga. Þetta var sérlega
vel tii fundið meðan kirkjunnar menn
höfðu ekki mátt til að gera sér rellu út
af framferði leikra manna. Þannig
þótti mörgum stóreignamanninum
ráðlegt aö gerast lénsmaður dýrlings á
himnum og njóta vinsælda hans til
fjáröflunar. Oddaverjar lénsmenn
jólasveinsins og reyndist vel.
Krókur á móti bragði
Á siðaskiptatímanum áttu dýrlingar
mjög undir högg að sækja í löndum
sem gerðust fráhverf pápískum siö.
Fáum þeirra lánaðist að halda hylli á
norðurslóðum eftir að Marteinn Lúter
hóf að syngja þeim níö. Okkar maöur
lét þó hvergi á sér bilbug finna og hélt
velli undir hálfgerðu dulnefni. Það var
eftir að helgi Nikulásar var afboðuð aö
gamli maðurinn með gjafirnar birtist.
Nú var nafni hans vikið lítillega við og
hann kallaöur Sánkti Kláus eða Santa
Claus. En klæönaði sínum hélt hann og
gengur enn í gamla biskupsskrúð-
anum. Kaþólskir menn höfðu áður gert
Nikulás að sérstökum jóladýrlingi og
er helgi hans enn í heiðri höfð í
kaþólskum kirkjum. Algengt er viö
siðaskipti hvers konar aö ómögulegt
reynist að víkja úr vegi gömlum siðum
sem notið hafa mikillar lýöhylli.
Þannig eru jól kristinna manna orðin
til sem endurbót á ævafornri sólrisuhá-
tíö heiðinna manna. Hinn kaþólski
Nikulás hélt þannig velli í löndum
lúterstrúannanna í gervi jólasveins. Á
islandi náði þessi jólasveinn þó aldrei
hylli. Þaö var vart fyrr en á þessari öld
sem óknyttajólasveinarnir okkar kom-
ust í kynni við þennan starfsbróöur
sinn. -GK.