Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 63 — Létt spjall við bóndann, skáldið, dansarann, einbúannog fyrrverandi oddvitann, Benedikt Ingimarsson frá Hálsi í Eyjafirði „Ég er fæddur hér að Hálsi, en þó ekki í þessu húsi. Foreldrar ininir voru Indiana Benediktsdóttir og Ingimar Traustason. Móðir mín lést árið 1971 þá 89 ára gömul og faðir minn dó 1947 þá 71 árs. Sjálfur er ég fæddur 1906 og erþví 78áragamall. I minni bernsku var allt ákaflega þröngt og aökreppt að því að mér fannst. Og mér finnst það ekki síður í dag eftir allar þessar breytingar á öllum hlutum. Fjárhagurinn var mjög þröngur og flestir bændur ákaflega fá- tækir. Það eru aðrir tiinar i dag. Nú til dags eru flestir bændur stórbændur og hlaða nýjum bílum og búvélum kring- um nýbyggða bæi. Breytingamar eru iniklar. Þrátt fyrir mikla fátækt þegar ég var að alast upp var aldrei vöntun á mat. Það sem orsakaði það öðru frem- ur voru fráfærumar. Þær voru hér á bæ til 1914. Það var feikilegt gagn að þeim. 1 þá daga var kjet og srrjer geymt til vetrarins aö ógleymdu súr- skyrinugóða. ■■ÞAÐ GETUR VERIÐ GOTT ISJALLANUM” Ég haföi heyrt mikiö talaö um Benedikt á Hálsi. Öllum röddum bar saman um að þar færi mikilmenni. Það var ekki laust viö að ég hlakkaði til að sjá þennan aldna mann. Heyrt hafði ég að hann hefði sérstöðu á ýmsum sviðum. Sérlega þá að hann hefði búið á Hálsi í Eyjafirði einn síns liðs í f jölda ára. Enga konu eignaðist hann og engin börn. Hvað gat þessi maður verið að gera allan liðlangan daginn? Skyldi honum ekki leið- ast? Þær voru margar spurningarnar sem leituðu á hugann þegar ég beygði af þjóð- veginum í áttina að bænum gamla mannsins. Frá þjóðveginum er drjúgur spotti en svo fór þó að lokum að hvítmálað hús blasti við ofarlega í fjallshlíðinni. Þar bjó Benedikt Ingimarsson. Bærinn, sem byggður var 1930, var greinilega farinn að láta á sjá. En það sem fyrst vakti athygli mína voru þrír hundar sem sátu í þrem gluggum sem vísuðu að bæjarhlaðinu. Þeir tóku f jörkippi þegar bíllinn ókunnugi nálg- aðist og komu þefandi og stökkvandi í fang mér þegar Benedikt opnaði dyr bæjarins. Það var greinilegt á hegðun þeirra að gestir voru ekki daglegt brauð á þeim bæ. Það var ekki laust við að mér brygði þeg- ar ég sá Benedikt. Stórt nef hans skagaði fram úr andlitinu og grátt hárið var ókyrrt. Augu hans stækkuðu sífellt og hann virti fyrir sér þetta dekurbarn höfuðstaðarins sem komið var í heimsókn. Það leyndi sér ekki að maðurinn var hraustlegur þrátt fyrir háan aldur. Ólmir hundar gamla mannsins léku undir styrka rödd hans er hann bauð mig velkominn. Fyrr en varði hafði hann lagað kaffi og ég fékk líka kex- kökur. Benedikt virkaði örlítið tauga- óstyrkur í fyrstu en eftir að hann hafði róað hundana og hlustað á formfasta forvitni mína, spurningar um hitt og þetta, náði hann greinilega að slaka á og við hófum spjallið. „ ... og þá varð að farga kúnni" „Búskapurinn var ekki stór á þess- ari jörö til að byrja meö og lengst af var hér tvibýli. Afi minn og amma bjuggu einnig hér á undan foreldrum mínum. Eg man eftir því að kýrnar voru þrjár og tvíbýliö hafði eina þeirra í félagi. Svo kom grasleysissumarið 1918 og þá varö að farga kúnni. Auk kúnna voru hér um hundrað fjár. Túnið þoldi ekki meira. Það er lítið til aö lifa af nú á dögum. Ármann bróöir minn tók við búinu hér af foreldrum okkar og ég hjálpaði til. Eg man að niöurskuröarsumarið 1959 átti ég þrjátíu kindur. I dag er þessu þannig fariö að ég er með um fimmtíu kindur og auk þess nokkra gemlinga og einn hrút. Ég þarf ekki aö hafa mjög miklar áhyggjur af heyskapnum. Eg er mcð sextán hektara tún og lána helininginn af því. I staðinn fæ ég hirðingu af minum átta hekturum. En ég er aldrei langt undan og fylgist með verkunum.” „Hef alltaf litið á einveruna sem heimsku" Og þú býrð hér einn. Er einveran ekkert napurleg? „Ja, þetta atvikaðist þannig að eftir Sjá næstu opnu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.