Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Síða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 72. TBL. - 75. og 11. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1985. Stjórnarfor- maður Sambandsins raukádyreftir stjórnarfund: GUÐJÓN í SLAG- INN Á MÓTIVAL Eftir síðasta fund stjórnar SlS varð sérkennileg uppákoma. Vara- formaður, Finnur Kristjánsson frá Húsavík, sem jafnframt er vara- formaður skipulagsnefndar, óskaði þess að stjórnin tæki tvo forstjóra- kandidata til spuminga. Þá Val Arnþórsson og Guöjón Olafsson. Valur fyrtist við og rauk á dyr. Var þá Guðjón sóttur í næsta herbergi. Eftir yfirheyrslu var ijóst að hann gefur kost á sér í stól forstjóra. Finnur Kristjánsson, fyrrum kaupfélagsstjóri KÞ, var varafor- maður stjórnar SlS í formannstiö Eysteins Jónssonar. Hann taldi sig réttmætan erfingja að for- mennskunni sem Valur hrifsaði af honum. En Finnur er áfram vara- formaður. Sem varaformaður skipulagsnefndar gegnir hann i raun formennsku varðandi val næsta for- stjóra SlS þar sem Valur er tilnefndur meöal kandidata. Til skamms tima var talið að Valur gæti ákveðið nánast upp á sitt eindæmi hvort hann settist í stól for- stjóra eftir Erlend Einarsson á næsta ári. Auk hans hefur þó sér- staklega verið rætt um Guðjón Olafsson, fisksöluforstjóra í Banda- ríkjunum, og Axel Gíslason, aðstoðarforstjóra SlS siðan í fyrra. Það er ekki fyrr en nú að á reynir hvort í odda skerst. Og þá gerist það óvænt. Ástæður þess að Valur hefur dregið að segja af eða á um áhuga sinn á forstjórastarfinu eru ekki ljós- ar. Heimildarmenn DV greinir á um hvort það sé eingöngu KEA sem togi svo sterkt í hann eða hvort Valur sé veikur fyrir áskorunum manna um að seilast eftir efsta sæti framsóknarmanna á Noröurlandi eystra og frama í flokknum. Líkur benda til þess að næsti stjómarfundur í SlS verði heitur fundur. -HERB. Einvígiöum Akureyrí - sjá bls. 18-19 Alitum íþróttir -sjábls. 20-21 Utvarpsstöðvar einkaaðila sjábls. 34-35 „Einn er framsókn, annar íhald, þriðji kommi og svo kratarnir. Allir mynda þeir kallaflokka svolítið dingaling og allir eins," sungu þingsvölurnar Sigríður Dúna, Guðrún Agnars og Kristín Halldórs við undirspil Berg- þóru Árna á afmœlishátíð Samtaka um kvennalista., — Sjá frétt á bls. 4. DV-mynd GVA. Sikorsky krafinn skaðabóta? Skýrslan um þyrluslysið í Jökul- fjörðum í nóvember 1983, þegar TF- RAN fórst með f jórum mönnum, var gerð opinber í gær. Niðurstaða skýrslunnar er sú að líklegasta orsök slyssins sé sú aö rennihurð á hægri hlið þyrlunnar hafi skyndilega opn- ast, skolliö harkalega upp, farið af neðri rennibrautinni vegna galla og sveiflast upp i þyrilblöðin. Nú vaknar sú spuming hvort fram- leiðandi þyrlunnar, Sikorsky, verði krafinn skaðabóta, bæði vegna miss- is þyrlunnar, en sambærileg vél kost- ar hátt í 100 milljónir króna, og dauðamannanna. „Þetta verður athugað,” sagði Jón Magnússon, lögfræðingur Landhelg- isgæslunnar. „Skrifstofa ríkislögmanns mun taka ákvörðun um þetta í samráði viö dómsmálaráðuneyti,” sagði Jón. -KMU. sjá einnigbls.4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.