Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Side 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985.
DV-yfirheyrsla DV-yfirheyrsla DV-yfirheyrsla DV-yfirheyrsla
Krístján Thoríacius, formaður Hins íslenska kennarafélags:
ÞURFUM FJORUTIU PROSENT
— ef Ragnhildur hefði staðið við hótun sína hefði allt farið f rúst
— Hafa kennarar unnið sigur í
þessari deilu?
„Já, viö teljum auövitaö að viö
höfum unniö sigur á ýmsan hátt. Við
höfum reyndar ekki unnið þann sigur
sem viö stefndum aö í upphafi, að
hafa tilbúinn samning þegar viö
stæöum upp. Samning upp á
verulega bætt kjör.
Þaö hefur margt unnist. I fyrsta
lagi eru þessar yfirlýsingar sem
hafa komið í tímans rás ekki meö
öllu ónýtar. Þær gagnast okkur
örugglega. Eg er þeirrar skoöunar
að þær séu framlag fyrir Kjaradóm
og framtíöina lika.
Viö höfum líka sýnt meö þessum
aögerðum aö kennarar geta
virkilega staðiö saman og þaö hafa
þeir gert viö ótrúlega erfiöar aö-
stæður. Eg held því aö menn eigi
eftir aö taka mark á okkur í fram-
tíöinni. Viö ætlum okkur að ná fram
kjarabótum.”
— Nú hafið þið ekki séð neinar
krónur í þessum samningum. Eru
kennarar ekki fullbjartsýnir að
ganga inn á þessum ioforðum?
„Mjög margir í þessum hópi eru
auövitaö óánægöir meö niöurstööur.
Þaö kom einnig fram á fundinum á
sunnudag aö margar óánægjuraddir
vorueinmittútaf þessu. Þaðvarein-
faldlega mat manna aö meira næðist
ekki í þessari lotu.”
— Þú gerir þér vonir um aö þessar
yfirlýsingar Steingrims og Alberts
eigi eftir að hafa áhrif á málflutning í
Kjaradómi?
„Þetta eru auðvitaö gögn sem
verða lögö fyrir Kjaradóm og viö
veröum aö vona þaö aö þau hafi
einhver áhrif. Málflutningi okkar er
lokið, en ég á von á aö þetta breyti
málflutningi annarra félaga í BHM.
— Ef ekki koma neínar verulegar
bætur úr Kjaradómi fara þessi mál
fyrir væntanlega kjararannsóknar-
nefnd. Ertu ekki hræddur um að allt
dagi uppi þar og allt strandi á mis-
munandi skilningi á skilgreiningum
kjara rikisstarfsmanna og annarra?
„Jú, þaö veröur reyndar að viður-
kennast að þetta er sýnd veiði en
ekki gefin. Viö erum og höfum alltaf
veriö tortryggnir út í Kjaradóm. Þaö
er auðvitað skýringin á því að viö
sögöum upp störfum.”
— Hversu míkilli kauphækkun átt
þú von á í kjölfar þessara aðgerða.
Eru það 40 eða 80 prósent?
„Ég læt mig reyndar ekki dreyma
um 80 prósent. Staðreyndin er hins
vegar sú aö kennarar og aðrir innan
launamálaráðsins búa við mjög
kröpp kjör. Þeir eru með þetta, svo
við nefnum tölur, um 20 þúsund í
byrjunarlaun og sumir hópar jafnvei
minna. Þetta er staöreynd málsins.
Til þess aö við getum vænst þess aö
kennarar veröi sáttir og þessi bar-
átta skili einhverjum árangri, þá á
ég við þaö aö menn skili sér til vinnu
á næsta hausti, þá held ég aö menn
þurfi aö minnsta kosti 40 prósent
kauphækkun.”
— Ertu ekki hræddur um aö sagan
endurtakl sig þá. Aðrir komi í kjöi-
farið og holskeflan skelli yfir sem
Albert hefur talað um og fleiri?
„Eg bind talsveröar vonir viö
þessar viðvarandi kjararannsóknir.
Þær tel ég að veröi mjög mikilvægar
fyrir ríkisstarfsmenn.
Og ég held að það sé nú almennur
skiiningur á því, og að það hafi verið
einn ávinningurinn með þessu, að
þaö þurfi aö bæta kjör kennara.
— Er baráttu kennara lokiö i bili?
„Kjarabarátta er náttúrlega ekki
fyrirbæri sem lýkur. Hún er stööug.
Það er ekki hægt aö sigra i slíku
stríði í eitt skipti fyrir öll. Nú hafa
orðið kaflaskil og þessari erfiðu lotu
okkar er lokið núna. Viö munum að
sjálfsögöu halda áfram okkar kjara-
baráttu. Eg hef trú á því aö þessi lota
eigi eftir að skila okkur árangri
seinnameir."_____________________
— Heldurðu að aftur verði hægt aö
virkja kennara eins og gert var
núna? Hafa kennarar sannaö það
núna að þeir eru til alls vísir?
„Já, ég held þaö. Ef ekkert gerist
og ljóst er aö kjörin batna ekkert þá
munu kennarar grípa til aögerða
aftur."__________________________
— Þannig að Albert getur ekki
skorast undan því að greiða ykkur
hærra kaup?
„Eg veit reyndar ekki hvaö hann
getur og getur ekki. En ég held að
allir hljóti að sjá það og hafi vaknað
til vitundar um það hversu mikil-
vægt þaö er að búa vel að skólastarf-
inu. Og ef þaö er vilji samfélagsins
að bæta menntun, sem ég held aö þaö
neyðist til að viðurkenna fyrr eöa
seinna, þá verður það ekki gert nema
með því aö bæta kjör þeirra sem
starfa í skólunum.”
— Forsætisráöherra segir að
ykkur hafi vantað eitthvert hálmstrá
til að geta snúið til starfa á ný. Hann
segir að bréf sitt á laugardaginn hafi
verið þetta hálmstrá.
„Viö tökum auðvitað orö forsætis-
ráöherra bötstaflega og alvarlega.
Að vísu var það svo aö það voru
margir í hópnum orðnir þreyttir á
þessu.”
— Var púðrið búið og kennara-
skyldan farin að segja til sín?
„Jú, hún var auðvitað farin aö
segja til sín en púöríö var alls ekki
búiö. Ég held að bréf Ragnhildar,
þegar á allt er litið, hafi orðiö til þess
að allt fór í gang af hálfu ráðherr-
anna hinna.
Þetta var í raun og veru mjög
alvarlegt mál sem þama var aö ger-
ast. Ragnhildur var í raun aö reka
kennara. Ef hún hefði orðiö aö
standa viö sina hótun þá heföi allt
hruniö. Þá hefði allt farið í rúst.”
— Var eitthvað að því aö reka
kennarana eða leysa þá frá störfum
fyrst þeir voru sjálfir hættir aö eigin
sögn?
„Viö sögðum upp og töldum okkur
gera þaö á löglegan hátt. Menn
greinir reyndar á um hvort þetta haf i
verið löglegt.
Viö áttum ekki aö fá lausn á þeirri
forsendu aö þetta væri ólöglegt
heldur vegna vanrækslu í starfi eða
einfaldlega vegna þess að við
heföum skrópaö. Og þaö er allt annar
skilningur en sá sem viö leggjum í
þetta. Viö vorum þvi ekki sáttir við
skeytið frá Ragnhildi.”
— Hver leysti deiluna? Var það
RaghDdur, Aibert eða Steingrímur?
„Eg veit ekki hvað á aö segja um
þaö. Alit hjálpast að. En þaö sem
leysti fyrst og fremst þessa deilu var
það að öllum var fullkomlega ljóst að
okkur var alvara, því varð að leysa
þessa deilu.”
— Nú hafa þrir ráðherrar bland-
ast inn í þessa deilu. Hvernlg hefur
verið að elga við þá?
„Okkar samskipti persónulega
hafa veriö mjög friðsamleg og ég hef
átt marga fundi meö þeim. Eg segi
ekki aö þeir hafi veriö ánægjuiegir
en hins vegar hef ég ekkert undan
þessum ráöherrum persónulega að
kvarta. Þeir áttu meö mér fundi í
fullri einlægni og ég held aö ýmsu
leyti af fullum skilningi á okkar
málstaö. En þeir töldu sig bara ekki
geta gert þaö sem við fórum fram
á.”
— Nú virtist sem Ragnhildur hefði
misst trúna á kennara.
„Þaö er mat margra aö hún hafi
gert það. Við töldum öll að viö
værum aö gera skyldu okkar
gagnvart þeim stofnunum sem viö
vinnum við og gagnvart okkar
nemendum. Og ég held aö flestir hafi
trúað því að þeir væru aö vinna að
einhverju með framtíðina í huga. Viö
töldum þetta nánast vera skyldu
okkar. Mér er það alveg ljóst að
ráðherramir töldu sig einnig vera aö
gera sína skyldu.”
— Hefur þú trú á því að Albert eigi
eftir að efna loforö sin?
„Hvort það verður Albert eöa
einhver annar veit ég ekki. Hins
vegar hef ég trú á því aö þaö eigi
eftir að rætast úr okkar kjara-
málum.”
— Finnst þér þær aðferðir sem
þið beittuð vera réttiætanlegar?
„Það hefur oft í þessu sambandi
verið talað um neyðarrétt. Mig
minnir einnig að framlenging
stjórnvalda á uppsagnarfrestinum
hafí verið neyðarréttur. Við eigum
líka okkar neyðarrétt og viö lítum
svo á aö þetta hafi verið okkar nauð-
vöm.”
—Gengu kennarar ekki of langt?
„Nei, mér finnst það í rauninni
ekki. Okkur var mætt af algjörri
hörku. Þetta er nefnilega ekki bara
þriggja vikna atburðarás. Þetta er
atburðarás frá því í haust. Viö
höföum boöaö þessa atburðarás með
fullkomlega nægilegum fresti. En
það gerðist ekkert af hálfu stjóm-
valda. Við fengum sáralitil viðbrögð
og samningaviðræður gengu ekki
neitt. Þegar 1. mars rann upp hafa
fáir trúað því að við geröum alvöru
úr okkar uppsögnum. Viö höfum
fram að þessu verið seinþreyttir til
vandræða.
Ég er á þeirri skoðun að það megi
ekki síöur kenna stjórnvöldum um
hvernigfór.”
— Nú bendir margt til þess að f jöl-
margir nemendur séu hættir í skóla.
Ber ykkur að gera eitthvað til að
reyna að fá nemendur til baka aftur?
„Það er reyndar ekki að marka
mætinguna í dag. Margir sem búa úti
á landi hafa farið heim til sin. Eg
vona aö sem flestir komi aftur í skól-
ana. En þessu er ekki hægt að svara
fyrr en eftir svona tvo daga. Við
munum reyna að gera þaö besta úr
þessu og nú er verið aö vinna að
endurskipulagningu vorannarinnar
til þess að nemendur verði fyrir sem
minnstum skaða. Eg held að það sé
hægt að leysa þetta þannig að
nemendur hljóti ekki stórskaða af.”
— Hafa þessar aðgerðir skapað
einhverja sundrungu á milli kenn-
ara. Þeirra sem voru úti og hinna
sem voru inni.”
„Það held ég ekki. Það er eitt sem
kom mér á óvart. Þaö var hversu
samstaöan var mikil milli þeirra
sem héldu áfram og hinna sem sögöu
upp. Einnig hvaö nemendur sýndu
okkur mikinn skilning. Og ég vil nota
tækifærið til að koma á framfæri
þakklæti til nemenda og lýsa aðdáun
minni á þeirra þætti í þessu máli. Eg
bjóst við því að nemendur ættu eftir
að taka þessu miklu verr en þeir
gerðu.”
— Kennarar hafa sagt að þeir ætli
að fá sér aðra vinnu ef engar kjara-
bætur fást. Hefur þú velt þessu fyrir
þér? Hvar gætir þú hugsað þér að
vinna?
„Eg hef bara ekki haft tíma til að
hugsa um þetta undanfama mánuði.
Það er auðvitað mín heitasta ósk að
vinna áfram í skóla og ég hef mennt-
að mig til þess. Einnig hef ég, að ég
hygg, öölast dýrmæta reynslu í mínu
starfi sem mér fyndist mjög skjóta
skökku við ef ég gæti ekki nýtt mér
vegna þess að mér er ekki boöiö upp
á þau kjör sem mér er boðið upp á
annars staöar.
En ég efast ekki um það að ég
gæti fengið vinnu við ýmis störf.”
— Þú ert sem sagt kennari af lífi
og sál?
„Já.”
Texti: Arnar Páll Hauksson Myndir: Gunnar V. Andrésson