Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Page 18
18
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985.
Einvígiö um Akureyri
Heimsborgari á hraðferð
Sverrir Leósson, einn af máttar-
stólpum atvinnulífs á Akureyri, skorafii
undirritaöan á hólm fyrir nokkru. Ekki
kvaöst hann þó nenna aö úthella blóði
aö fornum siö, enda væri nú blóma-
skeið mannréttinda og kærleika, en ég
heföi i erindi um Daginn og veginn
gerst sekur um þvílíka fáfræöi um hagi
Akureyringa aö úr því yröi að leysa
meö einhverju móti. Og vegna þess að
Sverrir þessi er ekki fyrir það gefinn
að láta sitja viö heitingar einar, þá
bauö hann mér norður á sinn kostnað
og kvaöst mundu sýna mér þaö svart á
hvítu aö þar byggi ekki síöra fólk en
fyrir sunnan.
Eg varð aö taka þessari óvenjulegu
áskorun og ganga á hólm viö staö-
reyndirnar, Akureyri og Sverri
sjálfan. Þetta var haröur bardagi en
skemmtilegur — og umfram allt: mjög
lærdómsríkur.
Ferðin norður gekk illa. Þaö fór allt í
handaskolum með farmiðana,
farangur minn fór í misgripum til
Húsavíkur en til Akureyrar komst ég
samt, tannburstalaus og rakvélarlaus
og af mér dottinn allur bylur.
Skíttað búa í Reykjavík
Snemmendis næsta dag hófst ein-
vígiö. Viö byrjuöum í niðursuöufyrir-
tæki K. Jónssonar. Allt var þar
fádæma glæsilegt, vítt til veggja, hátt
til lofts, snyrtilegt meö afbrigðum.
Leiðsögumaöur okkar á staönum
kvaöst vera fæddur fyrir sunnan, en
þaö væri skítt aö búa í Reykjavík, þaö
væri margfalt betra aö eiga heima á
Akureyri. Sverrir Leósson glotti í
laumi. Honum skal ekki veröa kápan
úr því klæöinu, hugsaði ég.
„Hér er fátt fólk að störfum,” sagði
ég, ,,er kannski verkefnaskortur hjá
ykkur?”
„Þaö er allt fullt hér stundum og
akkúrat nú er fleira fólk í næsta sal,”
sagöi leiðsögumaðurinn, Gísli Már
Olafsson, og brosti.
„Þiö versliö víst aðallega við Sovét-
ríkin,” sagöi ég, „svo kolryðguðu
austantjaldsgarmarnir í Reykjavík
eru eiginlega ykkur að kenna.”
„Við skiptum líka við Þýskaland,
Bandaríkin, Frakkland og mörg lönd
önnur,” svaraði Gísli fljótmæltur.
Sverrir þagði. Hann er flokks-
bundinn sjálfstæðismaður. Nú var þaö
ég sem glotti. Eitt mark gegn einu.
Dýrð Reykjavíkur
Viö ókum á næsta hólmgöngustað.
Hvorugur mælti orð af vörum. Viö
komum í Sandblástur og málmhúöun.
Sverrir hvíslaöi einhverju í eyra fram-
kvæmdastjórans, Jóhanns Guömunds-
sonar. Þeir sýndu mér verksmiöjuna
innanverða, lofsvert dæmi um frábært
einstaklingsframtak í skugga Stóru
hiyllingsbúðarinnar. Svo gengum við
út undir bert loft. Og þar beið rot-
höggiö!
Þar iá bingur af ljósastaurum, ekki
alveg fullunnum sýndist mér, en ljósa-
staurumsamt.
Svo bauö Jón okkur Sverri í skinna-
deild Sambandsins en þar er hann
hæstráðandi til lands og sjávar. Eg sat
í jeppa Jóns og mér er eiður sær að
þetta er í fyrsta sinn sem ég hef staðið
Akureyring aö því aö þverbrjóta
hraðareglur. En Jón er eiginlega ekki
bara Akureyringur, „ég hef ferðast
víða um heiminn og tel mig hdönsborg-
ara,” sagöi hann og keyrði á ofsahraða
fyrir horn. Jón er eiginlega ekki fram-
sóknarmaöur heldur, því aö hann aö-
hyUist frjálsan markaö og margt i
kenningum Friedmans.
„Hvaö ertu þá aö vUja í Fram-
sóknarflokknum? " spurði ég Jón.
Einhver veröur aö laga
Framsóknarflokkinn — því ekki drepst
hann,” svaraði Jón og negldi jeppann
fyrir utan skinnadeUdina.
Og síöan tók hver hólmgöngustaöur-
inn viðaf öðrum: Mölogsandursemer
háþróað fyrirtæki í byggingariðnaði en
lepur nú dauöann úr skél og er hálf-
partinn á leiðinni suður; Gúmmí-
vinnslan sem dugnaðardrengurinn
Þórarinn Kristjánsson bjó til úr engu
fyrir hálfu ööru ári; Brauðgerð Kr.
Jónssonar sem berst upp á líf og dauða
viö Brauðgerö Stóru hrylUngsbúðar-
innar og stendur sig afburða vel, þrátt
fy rir mjög erfiða samkeppnisaðstööu.
Og seinast hittum viö sjálfan Aðal-
geir. Þaövarhátindurferðarinnar.
Aðalgeir
„Þið eigiö ykkar Geir fyrir sunnan,
en viö hér á Akureyri eigum okkar
Aðalgeir,” sögðu norðanmennirnir
meö Ula duldu stolti.
Eg rigsaöi inn á kontór Aöalgeirs.
Þetta var fábrotinn kontór en yfir öllu
hvUdi hinn guUroöni ljómi auösældar,
stórra fjárhæða, mikilvægra tengsla.
Hægindin voru leðurklædd, skrifborð
og hUlur úr eðalviöi. A veggnum hékk
mynd af John F. Kennedy og lék um
varir hans göfugmannlegt frjáls-
hyggjubros.
Aðalgeir Finnsson er einn af liösodd-
um hins frjálsa atvinnulífs á Akureyri,
þess ólgandi, þróttmikla einkafram-
taks sem berst fyrir lífi sínu með kjafti
og klóm í köldum skugga hinnar Stóru
hryUingsbúðar. Aðalgeir á eitt öflug-
asta byggingafyrirtæki landsins, Aðal-
geir og Viðar. Hann á glergeröina
Ispan á Akureyri, tölvuþjónustuna
Tölvang, hann á hluti í fleiri fýrir-
tækjum en hér er unnt að telja. Hann
situr í bankaráöi Iðnaöarbankans,
stjóm Slippstöövarinnar og Vatnsveit-
unnar. Hann er í flokki hinna svo-
nefndu Laxmanna sem nýlega tóku að
sér rekstur hins víðfræga Laxdals-
húss.
Aðalgeir er auðjarl á ameríska vísu,
lítur út eins og mUljónamæringur i
Texas, hefur alls staðar sambönd, og
þó er enn ótaUö það sem langmestu
varðar: Aðalgeir hefur nefnUega í
hendi sér sjálft hjarta Akureyrar, hið
lifandi hjarta Norðurlands, SjaUann!
„Þið fyrir sunnan eigið ykkar Geir en við hór ó Akureyri eigum okkar Aðalgeir."
Gunnar Ragnars f Slippstöðinni vitnar i Sesar: betra er að vera númer eltt ó
Akurey ri en númer tvö í Reykjavík.
AKUREYRI
„Þessir eiga nú víst að fara íGrafar-
voginn hjá ykkur,” sagði Jóhann
alúðlega.
Ojá. Dýrð Reykjavíkur kemur frá
Akureyri! Það er að segja Ijósadýröin.
Sandblástur og málmhúöun seldi
höfuðborginni 1100 ljósastaura í fyrra,
200 voru nýfarnir þegar mig bar að
garði, og aðrir 600 voru í deiglunni.
„Höldum feröinni áfram,” sagði
Sverrir og var nú aftur farinn að
brosa.
Eg sá nú að hann hafði skipulagt ein-
vígið af talsverðri lymsku. Næsti hólm-
göngustaður var nefnilega höfuðvígi
hans sjálfs, Utgerðarfélag Akur-
eyringa, en þar er Sverrir stjómarfor-
maöur.
Við drukkum kaffi með skrifstofu-
stjóranum, Jóni Aspar, höfðinglegum
öldungi meö fagurblátt Akureyrar-
blóð streymandl 1 æðum. A veggnum
héngu tiginmannlegar ljósmyndir af
Margréti Þórhildi Danadrottningu og
Hinrik bónda hennar.
Stóra hryllingsbúðin
UA er stærsta útgerðarfyrirtæki
Islands, það á flesta togarana (fimm
talsins), stærsta, bjartasta og snyrti-
legasta vinnslusalinn.
,,En það er ekki allt fengið með
stærðinni,” sagði ég. „Davíð Oddsson
fækkaði togurum BUR niður í fjóra og
við það stórbatnaði reksturinn. ”
„Eg myndi ekki vilja sjá að búa í
Breiðholtinu ykkar,” sagði Gunnar
Lórenzon verkstjóri.
„A ekki KEA helminginn í fyrir-
tækinu?”spuröiég.
En KEA á víst aðeins um 5% í UA.
Raunar fannst mér það áberandi og
dálítið óhugnanlegt, að nær allir sem
ég hitti að máli voru fremur ófúsir að
ræða um KEA. Það bar jafnvel viö að
menn lækkuðu róminn eöa svömðu
mér út af þegar ég leiddi hjalið að
Stóru hryllingsbúðinni. Einn var þó
talsvert opinskár og sagöi mér langa
sögu og ófagra af skiptum sínum við
hryllingsbúðina. En þegar ég var
kominn suður hringdi hann til mín og
bað mig innilega aö hafa ekkert eftir
sér. KEA var alls staðar, yfir og undir
og allt í kring og þó var einkennilega
erfitt að henda reiður á þessu ægilega
valdi.
Næst knúöum við dyra hjá Gunnari
Ragnars í Slippstöðinni. Þar er voldug-
asta skipasmiðastöð landsins. Og
Gunnar Ragnars er meö hæstu mönn-
um á Akureyri. Hann sýndi okkur
fyrirtækið, sem allt var hiö glæsileg-
asta eins og vænta mátti. Svo bauö
hann okkur upp á eggjaköku og hrá-
salat. Jón Siguröarson snæddi með
okkur. Hann er af Ystafellskyni, sem
er harðsoðin kaupfélagsætt. Jón er
framsóknarmaður og situr í bæjar-
stjóm. Gunnar situr líka í bæjarstjórn
en fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
| Andans menn
áAkureyri
Nú tók rimman að harðna undir
borðhaldinu. Andstæðingarnir vom
kurteisir menn, en þeim var annt um
orðstír Akureyrar og báru fram mörg
rök og veigamikil henni til fram-
dráttar.
Gunnar sagöi nokkrar dapurlegar
sögur af Akureyringum, sem voru
harla hamingjusamir, efnaðir og sælir
meö sig, en tóku svo það óyndisúrræði
að flytja suöur til Reykjavíkur. Þar
fóru þeir nánast í hundana. „Þaö er
mikils virði að mega búa þar sem
manni liöur vel,” sagði Gunnar, og
vitnaði síöan i ummæli Sesars, sem
skilja mátti á þann veg að það væri
miklu vænlegra hlutskipti að vera
númer eitt á Akureyri heldur en númer
tvö í Reykjavík.
„En svona sæla er einskis virði,”
sagði ég og mundaði nú atgeirinn
heldur ófriðlega. „Hugsið um
meuninguna í Reykjavík og þetta
hroöalega menningarleysi sem er alls-
ráðandi í dreifbýlinu. Það getur vel
verið að viö Reykvíkingar séum upp til
hópa stressaöir og vansælir, en þar er
menningin, þar búa skáldin, þar eru
vísindamennirnir og stórmennin!
Hvaða andans menn búa eiginlega hér
jáAkureyri? Ha?”
| En nú kom í ljós að Jón Sigurðarson
! hafði einmitt búist við árás úr þessari
átt. Hraðar en hönd á festi þuldi hann
upp langa romsu andlegra stórmenna
og byrjaði á Olafi Hauki Símonarsyni
og Eldhúsmelluskáldinu frá Dalvík.
Mér varð orðfall.
„Og svo bjó hér nú bókavörður einn
sem ég hrf alltaf haft talsverðar
mæturá,” bætti Jón viö skjótlega, með
þessháttar raddhreimi og augnaráði
sem gaf til kynna að einhver nærstadd-
ur heföi einhvemtíma hlaupið illilega á
'sig.
UM