Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Qupperneq 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985, Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Útvarp U.ll matt- hildur „Þetta er þátturinn Eftir tvö, stjóm- ur starfað í nokkur ár hjá Ríkisútvarp- andi er Jón Axel Olafsson.” Þessa rödd inu en ferill hans á öldum ljósvakans þekkja þeir sem hlusta á rásina eft- hófst samt ekki þar. ir hádegi á þriðjudögum. Jón Axel hef- Útvarpssendir Matthildar lét litið yfir sér. Útvarpsstöðvar einkaaðila 1 verkfalli ríkisstarfsmanna sl. haust spruttu upp nokkrar út- varpsstöðvar einkaaðila. Réttvísin hefur þau mál nú til meðferðar. En útvarpsstöðvar af þessu tagi eru engin ný bóla hérlendis. Frá árinu 1977 og fram að seinasta verkfalli ríkisstarfsmanna komu t.d. fram fjórar stöðvar einkaaðila. Þeim málum lauk öllum með dóm- sátt. Auk þess hafa á þessum árum komið fram nokkrar stöðvar úti á landi. Þær lögðu upp laupana um leið og aðstandendum þeirra var gert ljóst að þeir væru að fremja ólöglegt athæfi. En ein af fyrstu stöðvunum var stöð Péturs Steingrímssonar sem komiö var á laggirnar snemma á sjöunda áratugnum. Pétur og einn útvarpsstjóri af 77 kynslóðinni, Jón Axel Ólafsson, segja frá út- varpsstöðvum sínum í Tíðaranda í dag. Pétur Steingrímsson: Aðalvandamálið var að skaffa tónlist „Eg byrjaði að vinna að þessu í kringum 1961 og þaö tók marga mán- uöi að fá i þetta rétt efni og hanna þetta. Sendirinn sem við notuöum var byggður upp svipað og þeir sem notaö- ir eru í bátum. Hann var útfærður þannig að hann sendi út á miöbylgju, á 1388 kílóriðum, sem var úthugsað, því þegar menn voru að stilla á Kefla- víkurútvarpið (1485) þá komu þeir fyrstaöþessu. Við fengum kristal á þessari tíðni eftir langa mæðu og fyrir bragöiö var stööin mjög stöðug. Þetta var staðsett heima hjá mér niðri á Hverfisgötu. Við vorum með gott loftnet, alveg hárrétta lengd miðað við tíðni og þess vegna dró stöðin mjög langt. Hægt var aö hafa tvenns konar styrk á stöðinni. Ef ég haföi hana t.d. á meiri styrk þá dró hún um allt Stór-Reykja- víkursvæðið og raunar alveg suður með sjó. Eg frétti meira að segja að heyrst hefði í stöðinni í skipamóttak- ara útaf Vestmannaeyjum. Hins vegar var stöðin yfirleitt keyrð á minni styrknum og það dugði vel fyr- ir höf uðborgarsvæðið. ’ ’ Plöturnar fangnar eftir krókaleiðum „Aðalvandamálið viö stöðina var að skaffa tónlist. Jón Þór Hannesson var meö mér í að útvega hana og velja. Á þessum tíma var þjónusta plötubúða í bænum i lágmarki og lítið flutt inn af plötum. Mest af þeim plötum sem við f engum kom því „bakdyramegin” inn í landiö með ferðamönnum, sjómönnum og flugmönnum. Svo voru það dj úkboxin hér í bænmn. Þeir sem sáu um þau höfðu ýmsar leið- ir til að flytja inn plötur. Við vorum í sambandi viö þessa aðila og fengum hjá þeim nokkuð af efni. Tadtin sem voru svo notuð til aö spila tónlistina á voru tveir plötuspilarar og eitt segulband sem voru mjög fágæt á þessum tíma. Þetta þætti kannski nokkuð frumstætt á nútímavísu en skil- aöisamtsínu.” Eingöngu tónlist „Við sendum út 2—3 tíma á dag en eingöngu á kvöldin. Við vorum hálf- ragir við þetta þvi að við vissum sem var að þetta mátti ekki. 1 framhaidi af því spiluðum við ein- göngu tónlist. Við höfðum það á tilfinn- ingunni að færum við aö útvarpa töl- uöu máli yrði tekiö miklu strangara á þessu. Það komst snemma í hámæli hverjir stóðu að þessu og þeim var kunnugt um þetta hjá Pósti og síma. Eg er þó ekki viss um aö toppamir þar hafi vit- aö þetta en nokkrir sem unnu á verk- stæðinu vissu hvað við vorum að bralla. Eg hafði keypt megnið af efn- inu í sendinn á radíóiager Pósts og sima því að stofnunin var eini aðilinn sem flutti inn og verslaði með þetta efni.” Uppgötvun Al þýðublaösins „Síðan, þegar útsendingar voru bún- ar að standa skrykkjótt í 8 eöa 9 mán- uöi, kom blaðamaöur á Alþýðublaðinu með fyrirspurn til ráðamanna Pósts og síma um hvernig stæöi eiginlega á þessum útvarpssendingum. Þar með var málið komið í blöðin og um leið inn á skrifborð hjá yfirmönnum Pósts og síma. Það varð alit vitlaust og gefin út skipun um aö stoppa þetta umsvifa- laust. Lögreglan var sett i máliö og hún birtist eitt kvöldið inn á gólfi í herberg- inu minu heima þegar útsending var i fullum gangi. Sendirinn og allt sem honum fylgdi var gert upptækt. Eg f rétti af þvi mörgum árum seinna að þetta væri ennþá geymt einhvers staðar uppi á háalofti hjá símanum. ” Bjargvœtturinn Ingólfur „En málinu var ekki þar með lokið. Póst- og símamálastjóri kærir mig til rannsóknarlögreglu ríkisins. Eg er kallaður fyrir og kæra lesin upp yfir mér. Þegar svona var komið leist mér ekki á blikuna svo ég fór og bankaði upp á hjá póst- og símamálaráðherra, sem þá var Ingólfur frá Hellu. Það vildi þannig til að sonur hans var bekkjarbróðir minn og faðirinn hafði fengið að heyra undan og ofan af þessu máli. Ingólfur tók mér vel og skildi vel af- stöðu mína. Hann hringdi í póst- og símamálastjórann og bað hann aö gera ekki úlfalda úr mýflugu i þessu máli. Það f ór lika svo að dómsátt fékkst. En málið þótti það alvarlegt að ég hefði getað fengið fésektir eða einhver önnur viðurlög.” Barnabrek — Var stöðin vinsæl? „Maöur fékk náttúrlega ekki mikla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.