Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Side 6
6 DV. LAUGARDAGUR13. APRIL1985. Ferðamál Ferðamál Ferðamál Könnun á sumarleyfisferðum Breta: Flestir kjósa að fara til Spánar Spánn er efst á óskalista þeirra Breta sem kjósa að fara til útlanda í sumarfríinu, samkvæmt upplýsing- um breska feröamálaráðsins. Þrjá- tíu og sex af hundraði sumarleyfis- ■ daga sem Bretar eyddu erlendis árið 1984 voru á meginlandi Spánar eða eyjunum undan ströndum landsins. Frakkland kom næst með 10%, síðan Italía með 6%. Grikkland sömuleiðis 6%, Þýskaland 5%, Austurríki 4% og síðan koma Banda- ríkin með 3% ásamt Portúgal og Júgóslavíu. Kannanir sýna að 85% sumarleyfisdaga sem Bretar áttu í útlöndum kusu þeir að verja í Evrópulöndum. Þegar ferðamátinn er skoðaður kemur í ljós að 61 % valdi að fara í hópferð en 37% fóru á eigin vegum en afgangurinn lagðist í sigl- ingar með lúxusskipum. Af þeim sem fóru utan kusu 70% að ferðast fljúgandi til og frá Bretlandi. Hótel og eða mótel urðu fyrir valinu hjá 59% þeirra sem dvöldu erlendis í sumarfríinu. Heimili ættingja eða vina hýstu 17% ferðamanna meðan 14% tóku íbúðir eða hús á leigu. Heildareyðsla Breta sem héldu til út- landa í frí nam aö meðaltali 351 sterl- ingspundi og meðallengd dvalar var 13,9 nætur þótt 22% feröalanga væru lengur í túmum. Á síðasta ári eyddu breskir túristar samtals 15 milljónum gistinátta utan Bretlands en 34 milljónum nátta í sumarleyfis- ferðum innanlands. -SG ODYR GISTINGI BRESKUM HÁSKÓLUM Buslafl á sólarströnd. Meðan kennsla liggur niðri í breskum háskólum yfir sumariö er hægt að fá gistingu í heimavistum margra þeirra á mjög góðu verði, eöa frá 25 pundum á viku fyrir mann- inn nema í London þar sem verðið er umníupundánóttu. Gisting stendur til boöa í 15 háskólum og eru sumir þeirra í þekktum og sögufrægum borgum svo sem Durham. Canterburv, Exeter, Lancaster og Norwich. Ennfremur má nefna Aberdeen, Dimdee og St. Andrews í Skotlandi. I London er hægt að gista í King’s College fyrir 9,20 pund á nóttu og er morgunverður innifalinn í verði. I flestum tilfellum eru háskólarnir vel búnir tækjum og aðstöðu hvað varðar líkamsrækt og er aðgangur ókeypis fyrir gesti. Þeir sem hyggja á Bretlandsferö ættu að kynna sér þessa möguleika ef þeir vilja fá ódýra gistingu. Skrifið eftir bækling- umtil: Carole Formon British Universities Accommodation Consortium Ltd. University Park, Nottingham NG7 2RD England. Ef einhverjir vilja splæsa símtali þá er símanúmerið 0602 504571. -SG Ef einhverjir lesendur DV eiga leifl um Liverpool œttu þeir að koma vifl í Bítlaborg. Þar er um að rœða mikla sýningarhöll og safn um hina einu sönnu Bítla. Þar á meflal má nefna Steinway pianó sem John Lennon átti og fyrir dyrum úti er eftirlíking Gula kafbátsins. nuna Gífurlegur straumur bandarískra ferðamanna til Bretlands og megin- lands Evrópu segir til sín þegar hótelrými er ann- ars vegar. Nú er svo kom- ið að erfitt getur verið að fá hótelgistingu í ýmsum borgum Evrópu á mesta annatímanum á sumri komanda. Það er því full ástæða til að hvetja fólk, sem hyggur á ferðalög til stórborga, til að tryggja sér hótelgistingu sem allra fyrst. -sg Einkahótel í Búdapest Fyrsta hóteliö í einkaeign, sem hefur verið opnað í Ungverjalandi frá stríðslokum, hefur tekið til starfa í miðborg Búdapest. Það heitir Hotel Victoria, þriggja stjömu með fimm- tíu herbergjum. Hótelið er loftkælt, litsjónvarpstæki á herbergjum og þar er saunabaö og bar. Eigandinn heitir Zoltan Palmai og segist vera viss um að ná um 80% gistinýtingu. Sheraton ekki á nástrái Sheraton hótelhringurinn þarf ekki að kvarta undan lélegri afkomu síðasta ár. Hagnaðurinn nam þrem- ur milljörðum dollara og þeir sem vilja vita hvað þaö gerir í íslenskum krónum geta margfaldaö þessa tölu meö 41. Hótelhringurinn teygir nú starfsemi sína tU 58 landa og á yfir 500 hótel og gistihús af ýmsum stærö- um og gerðum. Stöðugt er verið að bæta viö starfsemina og á þessu ári veröur opnaö nýtt 340 herbergja hótel í Lagos í Nígeríu. Þá er ráögert aö opna nýtt 300 herbergja hótel í Gabon á næsta ári, svo dæmi séu tek- in af umsvifunum. Disneyland I Portúgal? PortúgaUr leggja æ meiri alúö við ferðaþjónustu enda hafa þeir gífur- legar tekjur af erlendum ferðamönn- um sem fer fjölgandi þar í landi ár frá ári. Mario Soares forsætisráð- herra skrifaði forsvarsmönnum Disney fyrirtækisins í Bandaríkjun- um bréfkom fyrir stuttu og fór fram á að komið yrði upp Disneylandi í Portúgal, því fyrsta í Evrópu. Svar hafði ekki borist þegar síöast fréttist. Ráðstefnuborgin París París hafði vinninginn í fjölda al- þjóölegra ráðstefna á síðasta ári. Þar voru haldnar 254 slíkar sam- komur, en London fylgir fast á eftir með 248 ráðstefnur. Ef litiö er á fjölda alþjóðlegra ráðstefna í ýmsum löndum kemur í ljós að flestar slíkar voru haldnar í Banda- ríkjunum, eða 639, en næst kemur Frakklandmeð590. Dýrtí New York Nýlega var gerð könnun á því hvað það kostaöi bisnessmann aö gista í helstu borgum Bandaríkj- anna. Niöurstöður sýndu aö New York er dýrust allra borga þar vestra. Meöalkostnaður á sólarhring er 229 dollarar. I þeirri upphæð er talinn gistikostnaður, matur og ferðir. Washington kemur næst með 199 dollara. I þessari könnun kom í ljós að matarkostnaður á dag í borgum Bandaríkjanna er að meðal- tali um 50 dollarar, eða sem svarar til liðlega tvö þúsund íslenskra króna. Þá er morgunmatur, egg, pylsur, beikon, ristað brauð og djús, reiknaður á sex dollara. I hádegis- mat er reiknaö með 10 dollurum fyrir súpudisk og samloku með kalkúna- kjöti. Til kvöldverðar er reiknað með 21 dollar fyrir rækjukokkteil og steik. Þetta eru samtals 37 dollarar en 13 dollarar fara í skatt og þjórfé. 1 New York er meðalkostnaður þó talinn nema um 90 dölum. Rétt er að taka fram aö þegar rætt er um dvalarkostnaö bisnessmanna er reiknað með að þeir dvelji á dýr- ari hótelum en almennir ferðamenn sem koma í skemmtiferð til borgar- innar. Kortastríð í Svíþjóð Aliir muna stríö kaupmanna í Reykjavík og greiðslukortafyrir- tækjanna, en það er nú farsællega til lykta leitt. I Svíþjóð fara nú fram hörð átök milli American Express og samtaka hótel- og veitingahúsaeig- enda. Nær 500 hótel og veitingahús hafa sagt upp eða tilkynnt að þau segi upp samningum við American Express og hætti að taka viö kortum fyrirtæk- isins frá viðskiptamönnum. Ástæðan er sú að Ameriean Express krefst hærri þóknunar en aðrir, svo sem VISA. American Express hefur svarað þessu með mikilli auglýsinga- og upplýsingaherferð í Svíþjóð. Þar er meðal annars bent á aö handhafar Amex korta hafi aukiö eyðslu sína í ■ Svíþjóð um 45,5% fyrstu tvo mánuði þessa árs. Ennfremur er sagt að bandariskum ferðamönnum muni f jölga að minnsta kosti um 19% í Sví- þjóð á þessu ári. Tapungar út Portúgalska flugfélagið AIR PORTUGAL hefur sett á stofn eigið leiguflugfélag til þess að ná aftur við- skiptum sem erlend leiguflug hafa krækt í. Leiguflugfélagiö er nefnt Air Atlantis og mun hefja starfsemi í næsta mánuöi. Þegar hafa verið gerðir samningar við ferðaskrif- stofur á Norðurlöndum og Vestur- Evrópu um að Air Atlantis flytji ferðamenn til Portúgal fyrir ferða- skrifstofumar. Nýja félagiö hefur tekið tvær Boeing 737 og tvær Boeing 707 á leigu frá móðurfélaginu. -SG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.