Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR13. APRIL1985. 15 Ahugi á bókasýningunni var geysimikill og 200 þúsund manns sóttu hana á einni viku. DV-myndir Friðrik Rafnsson. ■y QTmviou Bókaflóð á Signubökkum Einn rithöfundanna les úr verkum sinum. Ekki þekkjum við nafn þessa skeggprúða skribonts. . . Oft hefur verið sagt um Frakka að þeir væru talsvert bókhneigðir eða vildu að minnsta kosti vera þaö. Það er rétt. En alltaf er hægt aö gera eilítiö betur og því var ákveðið að mars- mánuöur sl. yrði helgaður bókinni sérstaklega. Yfirvöld létu útbúa alls kyns veggspjöld sem hvöttu fólk til að greikka lesturinn, Jean-Pierre Chevenment menntamálaráðherra skrapp i nokkrar skyndiheimsóknir i lestrarkennslustundir, fjölmiðlar fjöl- földuöu umræðuna um útgáfustarf- semina í landinu og fleira var sér til gagns og gaman gert. Þannig gaf dag- blaðið Libération út aukablaö sem innihélt svör 400 rithöfunda við spumingunni: Hvers vegna skrifar þú? Bókvísum stefnt saman I marslok var svo klykkt út með opnun fimmtu bókasýningarinnar í Stórhöllinni hér í París. Þar sýndu ekki færri en 1100 útgefendur afraksturinn, dreifðu bæklingum og gerðu sýningar- gestum tilboð sem þeir áttu bágt meö að hafna. En aðstandendum sýningarinnar fannst ekki nóg að höföa eingöngu til veskja sýningargesta. Þess vegna var ákveöið að efna til hringborðsumræðna einu sinni á dag í þar til gerðum sölum. Þar var bókvísum úr ýmsum áttum stefnt saman til að skeggræða um ritstörf í orösins víðustu merkingu. Rauði þráðurinn í þetta skiptið var þó spumingin um það hvað það þýðir nú á dögum að festa hugsanir sínar á blað á franskritungu. 700 rithöfundar Um 700 rithöfundar sýndu sig á sýningunni, ýmist til að árita bækur eða taka þátt i áðumefndum umræðum. Þar mátti sjá bregða fyrir ýmsum vel þekktum hérlendis auk belgískra, svissnesskra og quebecskra starfsbræðra þeirra. Og í fyrsta skiptið í sögu bókasýningarinnar var sérstök athygli vakin á rithöfundum frá Norður-Afríku, Mið-Afríku, Austurlöndum nær og víðar. Með öðrum orðum, öllum þeim sem skrifa á frönsku jafnvel þótt móðurmál þeirra sé annað. Ekki virtist annaö að sjá en að umstangið félli í kramið hjá almenningi, því hátt í tvö hundruð þúsund manns sóttu sýninguna vikuna sem hún stóð yfir. Friðrik Rafnsson i París. 'XM k i Allur marsmónuður var helgaður bókinni í Frakklandi og klykkt út með mikilli bókasýningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.