Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Side 21
DV. LAUGARDAGUR13. APRlL 1985. PerGyllenhammar: Nýjungasmiður í evrópskri framkvæmdastjóm Per Gyllenhammar er af mörgum talinn til merkustu fram- kvæmdastjóra í Evrópu nú. Hann er framkvæmdastjóri Volvoverk- smiðjanna og í hópi fyrirtækjastjóra i Evrópu sem komið hafa með nýjan stíl fró því á kreppuárum sjötta áratugarins. Gyllenhammar hefur náð met- gróða síðustu f jögur ár fyrir Volvo og þar með gert verksmiðjurnar aö þeim arðbærustu í bílabransanum í öllum heiminum. A árinu 1974 bjóst félagið við að hafa eina billjón dollara í gróöa sem er næstum því tvöföld upphæðin árið áður. Gyllen- hammar tók við framkvæmdastjóm Volvo-verksmiðjanna af tengdafööur sínum 1971. Hann var þá aðeins 36 ára að aldri og stjórnaði Skandia, stærsta tryggingafyrirtæki Sví- þjóðar. Þar hafði hann tekið við af föður sínum. En hann sýndi fljótlega fram á að hann var meira heldur en sonur eins ríks manns og tengdasonur annars með því að staðfesta sjálfan sig með nýbreytni. Hann skar stjómunar- skrifstofu fyrirtækisins niður í 100 manns. Og Gyllenhammar framseldi vald eins langt niður í fyrirtækinu og hann gat. Fœrði ábyrgð niflur Sumar ákvarðanatökurnar fórul allt niður til verkamannanna viö færiböndin. Til þess að losna viö leiöindi meðal þeirra kom Gyllenhammar á hópvinnu. I stað þess að bílagrindurnar rynnu eftir færibandinu fyrir framan verka-i menn sem stæðu alltaf í sömu sporunum voru myndaðir smáhópar sem unnu saman við bíl í allt upp í 40 mínútur. Þeim var leyft, innan á- kveöins ramma, að ráða hvemig þeir skiptu með sér verkum og búnar voru til sérstakar sjálfvirkar kerrur til þess að færa hálftilbúna bílana frá ( einni bækistööinni til annarrar. Kerrurnar reyndust vinsælar. Volvo. selur þær núna og hefur um 15 prósent af heimsmarkaðnum. En þrátt fyrir að unnin hafi verið hóp-i vinna hjá Volvo í nokkur ár mætir hún ennþá andstööu í verk- smiðjunum. „Tveir þriöju þeirra sem eru í miðjum stjómunarpýra-i midanum skilja ekki ennþá hvað við erum að gera,” segir Lars Ren- strem, framkvæmdastjóri skipulags- þróunar. Niðurstaðan verður því sú að hópamir eru einungis notaðir í sum- um verksmiðjum Volvo. I öðrum eru það ennþá færibandaleiöindi sem er aðalvandamálið. Gyllenhammar hefur haldiö góðu sambandi við máttug verkamanna- sambönd Svíþjóðar. Volvo setti tvo fulltrúa úr verkalýðsfélögum í fram- kvæmdanefnd sína áriö 1974, tveimur árum áöur en sænsk lög kröfðust þess, og fyrirtækiö hækkaði laun um að meöaltali 10 prósent á þessu ári. Volvo hefur einnig kynnt i starfsmönnum sínum launahvetj- andi kerfi. Gyllenhammar fæddist í Gauta- borg, sem er næststærsta borg í Sví- þjóö og heimaborg Volvo. Hann hlaut lögfræðimenntun og eyddi ári eftir nám í New York þar sem hann vann ensku. Þær fjalla allar um eðli vinnu og þjóöfélags. Ekki ailtaf allt í sóma Það hefur ekki alltaf allt leikiö í lyndi fyrir Gyllenhammar. Hann hefur oft lent í kröppum dansi í viðleitni sinni til að auka fjölbreytni í rekstri Volvo. Snemma á áttunda áratugnum ókvaö hann að einangra fyrirtækið frá sveiflum bíla- markaðarins með því að reyna fyrir sér á orkusviðinu. Hann bauðst til þess 1978 aö selja norskum fjárfestingaraðilum 40 prósent af hlutabréfum í Volvo gegn 221 milljón dollara og réttindum til að leita að olíu fyrir strönd Noregs. Það varð næstum því af kaupunum en taugaveiklaðir hluthafar Volvo á- kváðu að hopa. Gyllenhammar var ekki af baki dottinn þrátt fýrir þetta bakslag. A síðustu árum hefur Volvo eignast hlut í öðrum oliufélögum. Eitt þeirra er risinn Scandinavian Trading Co. Það varð fyrir miklu tapi 1983 en tókst að komast á réttan kjöl síðasta ár. 1 öðru tilviki varð fyrirtæki sem Volvo átti hlut í fýrir tapi vegna þess að það uppgötvaðist að magn oliuforða sem það hafði byggt á var mjög ofmetið. Og f jór- festing Volvo í Hamilton Oil Corp. olli umtali þegar verðfall varð á hlutabréfum viku eftir að V olvo hafði aukið hlut sinn í fyrirtækinu. Viðskiptaumsvif og stjómun verður þess oft valdandi aö Gyllenhammar þarf að fara milli landa. Það veldur talsverðri gagnrýni. „Gyllenhammar er of mikið fró,” sagði verðbréfasali í Stokkhólmi, „sem aðalfram- kvæmdastjóri ætti hann að hugsa um eigið fyrirtæki.” En aðrir og þar á meðal nokkrir verkalýðsfrömuðir gefa Gyllenhammar góða einkunn. „Eg tel að Gyllenhammar sé góður og sterkur yfirmaður,” segir Gordon Hansson sem er verkalýðsleiðtogi í einni hinna stóru samsetningarverk- smiðja Volvo. „Hann virðist vita hvað hann er að gera. Volvofyrir- tækiö er alltaf að stækka.” Súrsaðar gúrkur og ölkelduvatn Það er óumdeilanlegt. Undir stjórn Gyllenhammar hefur Volvo líka fært starfsemi sína inn á miklu rólegri svið en orku. Til dæmis síld, súrsaðar gúrkur, og ölkelduvatn. Matvara er kannski ekki eins mikilvæg og orka en sér fyrir góðum tekjum og gefur gott mótvægi gegn öðrum viðskiptum Volvo er þau sveiflast upp og niður. Hvað sem öllum tilraunum Volvo til að auka fjölbreytnina liður, þá byggir fyrir- tækið á framleiðslu bíla. Fyrirtækið framleiðir trausta og sterkbyggöa bíla. Volvo er 19. stærsta fyrirtæki í Evrópu og stjómun þess er sveigjanleg andstætt stjórnun margra annarra fyrirtækja í álf unni. „Það hafa orðið margar vending- ar og breytingar,” segir Gyllen- hammar. „Volvo hefur verið nýtt fyrirtæki svona þrisvar til fjórum sinnum þessi 13 ór sem ég hef verið hér...” Byggt á Newsweek. Per Gyllenhammar hefur náfl metgrófla siðustu fjögur ár fyrir Volvo og þar mefl gert verksmiðjurnar afl þeim arflbærustu i bílabransanum í öllum heiminum. á lögfræðiskrifstofu áður en hann sneri til Svíþjóöar til aö vinna við tryggingafyrirtæki. Hann flutti sig síöar til Skandia þar sem hann síðar tók við af föður sinum sem forseti fyrirtækisins. Gyllenhammar heldur enn miklu sambandi við Bandaríkin. Hann er í alþjóölegri ráðgjafanefnd Henrys Kissingers og er varaforseti í stjómamefnd Aspen stofnunarinnar. Hann er giftur, á f jögur böm, og er að sumu leyti endurreisnarmaður. Hann leikur tennis, siglir, fer á skíði og er hestamaður. Eftir hann liggja f jórar bækur, þrjár á sænsku og ein á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.