Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Síða 23
DV. LAUGARDAGUR13. APRIL1985. 23 senda hann í einangrun út í Bjamarey. En mér finnst eyjan svo einstaklega fallegur staöur aö ég stóröfunda hann af dvölinni!” DV: Hefur þú eitthvað fengist viö kennslu, Siguröur? SJ: „Já, ég kenndi þörungafræði viö líffræðideild Háskóla Islands á tíma- bilinu 1974 til 1981.” Bókagrúsk DV: Hvernig er áhugi þinn á gömlum bókum til kominn ? SJ: ,,Þótt ég sé búinn aö búa hér í París í fjóra áratugi er það nú svo að ég þykist alltaf vera á heimleið! Þess vegna snýst þetta bókastúss í mér mestmegnis um bækur sem tengjast Islandi á einn eöa annan hátt. Héma í Latínuhverfinu er fjöldi fornbókasala og þegar ég geng um hverfiö mér til heilsubótar lit ég gjaman inn hjá nokkrum þeirra í leiðinni. Suma þeirra er ég búinn aö þekkja árum saman. ” DV: Hvemig hafðir þú upp á Mynda- valsbók Pauls Gaimard? SJ: „Það var eins og hver önnur til- viljun. Ég hef lengi haft áhuga á Gaim- ard og í gegnum árin hef ég lesið nokkuö um og eftir hann. Náttúru- gripasafniö hér á allar hans bækur og þar hef ég skoöaö steinþrykksmyndir úr feröum hans. Þess má geta að oft er farið sorglega illa meö myndir úr ferðabókum frá þessum tíma. I stað þess aö selja bækumar í heilu lagi rífa fornbókasalamir blaösíöurnar úr bók- unum og selja aðskildar. Þannig geta þeir grætt enn meira á öllu saman.” yfir þær bækur sem mér þótti fengur í. Á þessum lista var m.a. nafn Paul Gaimard, en fombókasalinn haföi ekki hugmynd um hver sá maður var. I byrjun febrúar gerist þaö svo að áöur- nefndur fornbókasali hefur samband við mig bréflega og segist hafa undir höndunum myndaval sem hafi verið í eigu Pauls Gaimard. Því til sönnunar bendir hann á aö við sumar myndanna standi skrifaö „bon á tirer”, en það þýöir að myndirnar séu tilbúnar til prentunar. Rithöndin er Gaimards sjálfs. Fornbókasalinn tekur þaö líka fram, svona í leiðinni, að aftast í bók- inni sé einhver nafnalisti, aö neöan viö hann sé að finna dagsetninguna 16. janúar 1839 og aö undir listann kvitti tveir menn, þeir Finnur Magnússon og Paul Gaimard. SJ: „Já, ég hringdi í snarhasti í forn- bókasalann og spurði hann hvort ein- hver Jónas Hallgrímsson væri á list- anum. „Já,” sagði maöurinn. „Ég kem rétt strax!” sagði ég þá. Ég fór og ræddi við hann og fletti bókinni fram og aftur um leiö og ég reyndi aö halda aftur af ákafanum. Ég spurði bóksal- ann hvar hann heföi krækt í gripinn og komst aö því aö bókin hefði komið úr dánarbúi fransks aðmíráls. Loks fletti ég upp á öftustu síðunni og sá hvar viö mér blöstu öll þekktustu nöfnin úr sögu nítjándu aldarinnar á Islandi! Menn eins og Jón Sigurðsson, Grímur Thom- sen, Jónas Hallgrímsson, Finnur Magnússon og fleiri. „Ja héma,” sagöi ég, „ég tek hana! „Borgaöi inn á hana og flýtti mér út, því aö hann hafði ekki hugmynd um hvaöa menn þetta voru á listanum. Enda eins gott, því bókin var nógudýr samt.” DV: Hversudýr? SJ: „Hún var dýr. Allt of dýr. Segjum nokkur kýrverö, þú getur svo reiknaöþaöút.” Var Jónas yngri? DV: Listinn er úr veislu sem haldin var í Kaupmannahöfn til heiöurs Paul Gaimard, ekki satt? SJ: „Þaö er víst. Veislan var haldin til að endurgjalda veislu sem Paul Gaimard haföi haldið fyrir íslenska vini sína á gamlárskvöld 1838. Á list- anum frá 16. janúar 1839 er að finna nöfn, fæðingarstaöi, daga og ár þeirra þrjátíu og tveggja Islendinga sem þar voru, allt ritaö með þeirra eigin rit- hendi. Flestir þeirra voru ungir menn við nám í Kaupmannahöfn á þessum árum. Jón Sigurðsson var þarna tuttugu og átta ára gamall og Grímur Þorgrímsson Thomsen ekki nema átján ára. Og það verður að teljast merkilegt að samkvæmt þessu skjali hefur Jónas Hallgrímsson staöið á Holdsveikisjúklingar á íslandi. Úrferðabók Gaimards. Myndirnar i bók Gaimards eru ómetanleg heimild um lifnaðarhætti á íslandi um miðja 19. öid. Hér má sjá bæ i Hörgsdal og beljur á beit. . . Fundurinn DV: Þú hefur sem sagt veriö orðinn fastakúnni hjá þeim. SJ: „Já, þetta er veikur punktur á mér! Ég keypti stundum eina og eina mynd. Fyrir ári keypti ég svo ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar í frumútgáfu af franskri þýöingu frá árinu 1802. Forn- bókasalinn sem seldi mér þessa bók var einkar viðfelldinn, þess vegna ákvað ég að skilja eftir hjá honum lista Auðvitað kviknaði strax í mér því að ég mundi eftir kvæðinu hans Jónasar Hallgrímssonar sem heitir Til herra Páls Gaimard. Þetta er eitt af fall- egustu kvæðum Jónasar og byrjar svona: Þú stóðst á tindi Heklu hám. Kem strax! DV: Þig hefur grunað að eitthvað óvenjulegt væri, við bókina. þrítugu er þetta var, því hann telur sig fæddan 1808 en ekki 1807 eins og hingaö til hefur verið talið. En sagnfróðir menn segja mér að þetta hafi verið algengt hér áður fyrr. Barnsfæðingar voru ekki tilkynntar fyrr en eftir dúk og disk og kirkju- bækur óáreiðanlegar oft á tiöum. Reglan er víst sú að ef kirkjubækur stangast á við upplýsingar manns sem kominn er til vits og ára eru síðar- nefndu upplýsingarnar látnar ráða. Undirskriftir Finns Magnússonar „veislustjóra" og Gaimards sjálfs. i ...........:----------:------:-----:-------- — . í-í' U-. f /'ít#* * * i~M._ 34--.- /4 /**** — í/ * ' , -rri—— ( St 'T' ** £ Þannig að ef örugg vissa fæst fyrir því að undirskriftimar séu ófalsaðar verður líklegast að breyta dagsetn- ingunni á legsteininum á Þingvöll- um!” Um Pál DV: Hver var Paul Gaimard? SJ: „Þetta var merkiskarl. Hann starfaði lengst af sem herlæknir í franska sjóhernum. Frakkar voru á þessum tíma mikið heimsveldi, voru m.a. að leggja undir sig Alsír. Þeir áttu skip sem voru í siglingum um allan heim og vitað er til þess að Gaimard var búinn að fara tvisvar sinnum í kringum hnöttinn áður en hann kom til íslands. Ekki er ólíklegt að Lúðvík Filippus Frakkakóngur hafi rennt hýru auga til Islands, því að fiskimiðin við landið voru rómuð. Allt um það, vorið 1835 er ákveðið að senda skip til Islands til að leita að öðru skipi sem haföi farist við landiö. Gaimard og annar læknir eru stjómendur ferðarinnar, en til hennar fengu þeir skip sem kallað var Rannsóknin. Þeir dvöldust sumarlangt á Islandi og ferð- uðust nokkuð um landið, gengu m.a. á Snæfellsjökul. Aukinheldur söfnuðu þeir býsnum náttúrugripa og lista- verka.” DV: Eru ferðabækurnar um Island og Grænland úr þessari ferö? SJ: „Nei, þær eru mestmegnis afrakstur leiöangurs sem gerður var út ári síðar, eða 1836. Gaimard hefur fundist landiö gimilegt til frekari rann- sókna og hagaöi málum þannig að leiðangurinn varð hluti af áætlun sem Frakkar höfðu gert, en sú áætlun miðaði að því að rannsaka gjörvalla Evrópu norðanverða.” Næstum farnir niður DV: Hvað tóku margir þátt í leiðangrinum 1836? SJ: „Þeir voru sjö talsins. Sjö fræði- menn úr öllum áttum, jafnt náttúru- vísindamenn, bókmenntafræðingar sem myndlistarmenn. Þeir lögðu upp í aprílmánuði og munu hafa verið óvenjufljótir til íslands, því að þeir fengu afbragðsbyr alla leiðina. Svo góöur var byrinn að þeir vissu ekki fyrr en þeir sáu brjóta á skerjum skammt frá skipinu. Þeir voru þá staddir skammt út af Fuglaskerjum viö Eldey. Þannig munaði ekki miklu að þeir færu niður og er líklegt að björtu nætumar hafi bjargað þeim í það skiptið. Þeir tóku síðan land í Reykjavík, slógu þar upp búðum og komu upp alls kyns mælitækjum. Meðal þeirra var t.d. heilmikil segul- mælingastöð.” DV: Hvert er að þínum dómi gildi myndanna í bókinni sem þú fannst? SJ: „Myndirnar eru ákaflega dýr- . mætar heimildir um þjóðlíf á tslandi á þessum tíma, því að mér vitandi eru ekki til neinar slíkar myndir gerðar af Dönum eða Islendingum. Myndimar eru frá ýmsum stöðum á landinu, Þingvöllum, Reykjavík, Akureyri, Eskifirði og víðar. Auk þess eru í bók- inni listavel gerðar myndir af fiskum, sumar í litum. En auðvitað verður að taka þessum heimildum með svip- uðum fyrirvara og öðrum. Auguste Mayer, höfundur myndanna, vann þær eins og þá tíðkaöist, þ.e.a.s. hann vann aðeins skissur á staðnum. Síðan þegar heim til Parísar var komið gekk hann endanlega frá þeim. Utkoman er oft ansi skemmtileg, því að hann bætir kollóttu fé með langa dindla, arabísk- um gæðingum og mjólkurkúm frá Normandí inn á háíslenskt landslagið! Það er líka athyglisvert að í bókinni er hvorki að finna myndir af fuglum né plöntum. Þaö hefði verið ómetanlegt aö hafa þar mynd af geirfugli, en vitað er að sá síðasti var drepinn árið 1844, skömmu eftir aö þeir félagar voru þarna á feröinni.” Skáld og líffræðingur DV: Að lokum, Sigurður, finnur þú til andlegs skyldleika með Páli Gaimard? SJ: „Oneitanlega, já. Það er greini- legt að Gaimard hefur heillast af íslenskri náttúru. Og hvaða líffræð- ingur er ekki heillaður af henni? Eða öll skáldin? Jónas orti öll sín fegurstu ljóð til landsins. Já, ég finn til mikils andlegs skyldleika með Gaimard, ég er í sálarkompaníi með honum! ’ ’ Friðrik Rafnsson i Paris.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.