Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Qupperneq 29
DV. LAUGARDAGUR13. APRIL1985. 29 Osservatore Romano er áhrifaríkt blað og er heimilisblað í Vatíkaninu þó að upplagið sé ekki stórt. En samhliða dagblaðinu á latínu og ítölsku, hinum viöurkenndu tungum ríkisins, er gefið út vikublaö á þýsku, ensku, frönsku portúgölsku, spönsku og pólsku. Enska útgáfan er tólf blaðsíður og eru nú seytján árgangar hennár komnir út. Meginefnið er útdráttur úr ræðum páfa við hin og þessi tækifæri við áheym og heimsóknir utan Vatíkansins. Efnið í alþjóðablöðunum er ekki af þessum heimi. Ferskasta fréttin í fyrsta tölublaði 1985 og dagsett 7. janúar var ræða páfa á jóladag til áheyrenda á Péturstorginu. Ekki svo hræðilega kaþólskt Systir Benedikta Anita Idefeldt er finnsk og einn af starfsmönnum út- varpsins. „Dagskrá okkar er ekki svo hræði- lega kaþólsk,” segir hún og brosir. ,,Hún flytur líka hagkvæmar fréttir og frásagnir. Eigi ég að lýsa útsendingun- um í einstökum atriðum þá eru þær fólgnar í ræðum páfans og fréttaefni. Þaö er mikið af fréttum til hinna ýmsu hluta heimsins. Vatíkanútvarpið send- ir út mikinn hluta sólarhringsins til 36 ólíkra landa frá 500 kílóvatta stöð sinni. Þaö eru nú menn sem sjá um út- sendingarnar til Norðurlanda. Yfir- maður þeirra er Svíinn Lars Roth. ” Systir Benedikta var allt til ársloka 1984 eina konan í frasðsluráöi páfa. Heilags anda bankinn. Þegar fimm ára tímabili hennar lauk hvarf hún frá þessu starfi sínu og önnur kona tók við. Hún er ofursátt við þaðogbrosir. Hræðilega hlutlaust „Vatíkanaútvarpið er eiginlega hræðilega hlutlaust,” segir systir Benedikta. „Hin margumtalaða ritskoðun er ekki framar svo söguleg. I rauninni er ritstjómin næsta sjálfstæð. Við dæmum um það sem skiptir mestu máli og veitum því forgang. Hvaö mig snertir er mér í mun að kynna undan- þágu eöa frelsunarguðfræði Suður- Ameríku, sakir þess að ég átti þar svo lengi heima. — I Brasilíu. En það eru mismunandi skoðanir um þessa guö- fræði innan kaþólsku kirkjunnar og hér skiptii' mestu að draga fram fréttir svo að þeir sem eru svipaðrar skoöunar og ég fái að vita hvað mér liggur á hjarta og um leiö að þeir sem em á öðru máli fyrtistekki.” Rekin frá Brasilíu Orsök áhuga hennar fyrir þessari frelsunarguðfræöi er sú aö hún bjó í þessu landi í seytján ár eða þangaö til herforingjastjórnin þar vísaði henni burt árið 1974. Þegar samtalið fór fram vissi ég ekki hvemig forseta- kosningunum í Brasiliu myndi ljúka en nú vitum viö að þar hefur borgaraleg stjórn tekið völdin. Það getur leitt til meiriháttar nýsköpunar í landinu. Jesúítar í fararbroddi Vatíkanútvarpið er stofnun sem er stjórnað af fjömtíu jesúítum. Alls vinna við það 370 manns. Af þeim em 270 f astráðnir og hinir lausráðnir. „Vatíkanið var ekki eins stirönað og afturhaldssamt og ég hélt þegar ég kom hingað frá Brasilíu,” segir systir Benedikta. Hún er enn brasilískur ríkisborgari en hefur ekki komiö þangað síðan henni var vísað úr landi. „Vissulega á hér sér líka stað mikil afturhaldssemi en við sem vinnum hér erum víðs vegar að úr heiminum og meöal okkar er að finna bæði róttæka og íhaldssama menn. Kosturinn við Vatíkanið er sá að hér er okkur þjappaö saman á þröngu svæði. Það er auðvelt að skiptast á skoðunum, hugsunum og reynslu.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.