Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR15. JUNl 1985. Hll Fegurð og nef ndir Konan min tilkynnti mér um dag- inn aö hún væri búin að finna nefnd sem ég þyrfti endilega að reyna að komast í, hún væri nefnilega alveg sniöin fyrir menn eins og mig. Bg fylltist auðvitað áhuga og vildi endi- lega fá að vita hvað nefndin héti sem hentaöi mér svona vel. Þetta var þá stóriöjunefnd og hafði konan mín verið að lesa um það i einhverju blaði að nefndarmenn hefðu f engið borgað fyrir það að sofa á einhverju hóteli i útlöndum og taldi hún að þott nefnd- armenn hefðu vafalaust staðið sig prýðilega i þessum efnum hefði ég slegið þeim öllum við, meira að segja f arið létt með það, og orðið forríkur á því sem ég væri svo iðinn við heima hjá mér án þess að fá krónu fyrir það. Mér fannst þetta satt að segja ofmat á hæfileikum minum en gat þó ekki neitaö þvi að ég ætti stundum erfitt með að halda mér vakandi þegar verið væri að sýna börnum gólandi útlendinga í sjónvarpi eða skorkvikindi í frumskógum Af ríku. A hinn bóginn er ég ekki í neinum vandræðum með að vaka þegar verið er að sýna f rá fegurðarsamkeppni og skiptir þá engu máli hvort hun fer fram i Broadway eða borgarstjórn Reykjavíkur. Eg horfði á keppnina í Broadway mér til mikillar ánægju en þótti þó dálitiö slæmt að ég hafði ekki hugmynd um hvað Rod Stewart var að gera þarna. Siðar kom i ljós að hann vissi það víst ekki heldur og misskildi Björgvin þar að auki og fór að syngja utan dagskrár og fannst öllum þetta ógurlega gott hjá honum, konan min f ékk meira að segja gæsa- húð og bað mig í öllum lifandi bænum að þegja þegar ég spurði hana að því í miðju lagi hvað hún héldi að hefði verið gert við mig ef ég hefði allt í einu hoppað upp á sviðið og farið að kyrja uppáhaldslagið mitt, Isiand ögrumskorið. — Mér hefði sko ðrugglega verið hent út áður en ég hefði verið kominn að... blessað hefur mig... og ég sennilega aldrei fengið að koma inn á staðinn aftur, að minnsta kosti ekki i þessulífi. — Ussssssss, sagði konan min með svo mörgum essum að ég sá mér þann kost vænstan að hlusta á söngvarann sem er vist frægari en Kristján Jóhannsson og Pavarotti til samans. I fegurðarsamkeppni fer allt eftir fyrirfram gerðri áætlun og það er vist þess vegna sem hun endaði á þvi að borgarstjórinn krýndi fegurðar- disirnar og kyssti þær á kinnina eftir BEIMEDIKT AXELSSOIM að þær höfðu beygt sig dálítiö í hnjánum og má guð vita hvar hann hefði kysst þær ef þær hefðu ekki gertþað. Að svo búnu var þessari fegurðar- samkeppni lokið og við tók sú sem fram fór í borgarstjórn í fegrunar- vikunni og þótt Rod Stewart væri þá löngu farinn af landi brott og af þeim ástæðum ófær um að endurtaka leik- inn frá því í Broadway fannst mér, seinni keppnin miklu skemmtilegri. Það sem mér fannst einna athýglisverðast er það að ég hef allt- af haldið að eitthvað nauða- ómerkilegt færi fram á fundum í borgarstjórn og stafar þessi mein- loka mín trúlega af því að mér hefur alltáf fundist lýðræöið nákvæmlega eins í f ramkvæmd og einræði eftir að búið er að kjósa og því eigi ininni- hlutinn aldrei annarra kosta völ en segja já og amen eða kannski réttara sagt nei og amen við öllu þvi sem meirihlutinn ákveður. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því, þótt ég skilji það ekki, að meirihlutinn hefur ekki alltaf á réttu að standa og er ég til dæmis á þeirri skoðun að við, karlrembusvínin, eigum aö hafa miklu meira gaman af því að þvo upp leirtau og ryksuga teppið í stofunni en að horfa á konu i sundbol, annað væri óvirðing við kvenfélagið eins og það leggur sig. Fjölmiðlamenn virðast á hinn. bóginn ekki á sama máli og ég í þessum efnum því að þegar einn af borgarfulltrúunum okkar mætti á fund í sundbolnum sinum um daginn var hann myndaður í bak og fyrir en ég þorí að fullyröa að það hefði ekki verið tekin ein einasta mynd af Islenskir bridgemeistarar gera þaðgottíUSA Einar Guðjohnsen hefur fyrir löngu getið sér gott orð sem bridge- meistari á austurströnd Bandaríkj- anna. I janúar sl. vann hann 29 sveita keppni asamt félögum sínum Stengel, CoonogSion. En Island hefur einnig eignast verðugan fulltrúa á vesturströndinni þar sem er Þorlákur Jónsson, eða Thor Jonsson eins og hann nefnist þar. Um sama leyti vann hann 47 sveita keppnií Palm Springs ásamt félögum sínum Fedder, Henderson, Kerr og Summers. Þeir Einar og Þorlakur eru báðir verkfræðingar í Bandarik junum. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 123., 125. og 126. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Brekkutanga 18, Mosfellshreppi, þingl. eign Ásgeirs Sigurðs- sonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka Islands, Landsbanka Islands, Búnaðarbanka islands, Veðdeildar Landsbanka Isl., Gisla Baldurs Garðarssonar hdl. og Sambands almennra litoyrissjóða á eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. júni 1985 kl. 15.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 92. og 95. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Arnarhrauni 17, eystri hluta, Hafnarfirði, þingl. eign Jóns Mýr- dal, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. júni 1985 kl. 13.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi. honum ef hann hefði mætt á f undinn í ulpunnisinni. En svona er pólitíkin vist og við því er sennilega ekkert að gera. Að lokum vil ég geta þess, ef það gæti orðið konum i borgarstjórn til. einhverrar huggunar, að konan hans Rod Stewart fær eitt hundrað og fjörutíu þusund krónur íslenskar fyrir að láta taka af sér mynd úti í NewYork. Það er óneitanlcga mikill munur á prísunum þar og niöri í Skúlatúni. Kveðja Ben. Ax. / LJOS/ SlWStU ATÖUH04 FÍNNtf HÉH fiS vi& ÆTTUVl A& FRiðA iþlSNska sau&kiWd/Wa oq {SLc/fSkA rtfévteu.ieóSTiiVft Á STU/YD/W/YÍ. moskinhuset leo modseno/s ILuJ TOZ járnsmíðavélar Forstjóri Maskinhuset Leo Madsen A/S, Axel Nordahl, verður á HótelSögu (sími 29900), herbergi 611, og erþar til viðtals 16., 17. og 18. júní nk. frá kl. 2—6 e. h. alla dagana. Allar nánari upplýsingar veitir Vélsmiðjan FAXI hf. Skemmuvegi 34 Kópavogi. Sími 76633. tmmmm Ptönpur (aarðnin GarðDtöntur: ,.. ¦ Tré <-, runnar. Bgurn \w» gróöurskála Oöter. svalaker. Veggpottar í urva»- oú^*^^*n04*eaW

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.