Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Blaðsíða 24
24 ¦•ÐV. LAUGARÐAGUR 15.JUNI 1985. „ER ÞAÐ SEM ÞEIR KALLA R-MAÐUR" Þeir segja að hann sé ævintýri. Með náminu í verkfræðinni átti hann leigubíl. Bækurnar voru bara geymdar i hanskahólfinu, það var lesið á milli túra. I prófum var þó slakað á í akstrinum, hann fékk annan til að leysasigaf. Nú er Jóhann Gunnar Bergþórsson athafnamaöur með meiru. Hann er for- stjóri Hagvirkis, á kafi í fiskeldi og nú síðast að kaupa Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar ásamt fleirum. Þrátt fyrir allt þetta og rúmlega það hafa menn oft ekki haft trú á því sem hann er að bardúsa. Það skiptir kannski ekki öllu máli, sjáifur er hann ekki blendinn í trúnni. Stutt innlit okkar til hans út af kaupunum á Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar endaði í tveggja tíma rabbi sem auðvitað var svóna meira í „spurt ogsvarað"-stíl. Hann varð hálfhissa þegar við spurðum hvað þeir hjá Hvaleyri hf. hefðu eiginlega sem hinir hefðu ekki haft til að reka Bæjarutgerð Hafnar- fjarðar. Erum að leggja allt undír „Við höfum annað stjórnkerfi, berum ábyrgðina sjálfir en heyrum ekki undir bæjarfulltrua, við erum að leggja eignir okkar að veöi, leggja allt undir. Sjáðu til, stjórnkerfi, þar sem eng- inn er ábyrgur, er óvirkt, það nær ekki árangri. Og meira til, það er dauða- idæmt fyrirfram. Það á ekki að vera allt í lagi að tapa, að menn heyri bara undir bæjarfulltrúa og tapinu sé velt á bæjarbúa." — segir Jóhann Gunnar Bergþórsson, f orst jóri Hagvirkis Jóhann sagði siðan að þeir hjá Hvaleyri hf., fyrirtækinu sem keypti BUH og Jóhann er stjórnarf ormaður í, hefðu ýmislegt á prjónunum til að dæmiðgengiupp. „Við ætlum bæði að breyta rekstri togaranna og frystihússins. Annar togarinn verður gerður að f rystitogara og þá ætlum við að auka fjölbreytnina í frystihúsinu: brydda upp á nýjum af- urðum." Nýr forstjóri frystihússins verður Jón S. Friðjónsson, verkfræðingur og hagfræðingur. Hann hefur unnið hjá Coldwater, einmitt við vöruþróun. Það leynir sér ekki hjá Jóhanni að Jón er þeirra tromp í vinnslunni. Um borð eru menn beðnír að f ara úr skónum „Þeir Samherjamenn ætla að sjá um togarana. Þetta eru hörkuduglegir strákar sem keyptu togarann Guðstein frá Hamarfirði fyrir um tveimur árum, Guðsteinn var þá í algjörri niðurniðslu. Þegar menn koma þar nú um borö stendur að fara verði úr skónum, vin- samlegast. Það trúir þvi nánast enginn að hér sé um sama skip að ræða og út- gerðin hefur gengið ljómandi vel." Eitt af því sem Jóhann minntist á að til stæði að gera er að tvífrysta fisk. Hagurinn við tvífrystinguna er sagður sá að frystihús eiga kost á að koma sér upp lager af frystum flökum frá frysti- togurum. Þegar svo h'tið er að gera í frysti- húsunum eru flökin, grófflakaður fiskur, dregin fram og unnin. Meö þessu verður vinnslan jafnari, nýt- ingin í húsunum eykst og jafnframt hagræðið. Frystihús Hvaleyrar með nýjar afurðír „Það verður aö nýta frystihusin betur en gert hefur verið til þessa, einnig að koma með nýjar afurðir. Þetta er það sem við ætlum að gera. Hvaöa vit er í því að nýta frysti- húsin, full af nýjum tækjum, í svona átta tima á dag og ekki einu sinni allt árið? Þessu verðuraðbreyta." Við leiðum talið að Hagvirki, fyrir- tækinu sem komst svo rækilega i fréttirnar í vetur þegar það bauðst til að „teppaleggja" veginn norður til Akureyrar. Miklar sögusagnir ganga i verktakabransanum um aö Hagvirki sé dauðadæmt fyrirtæki, að það sé að sprengja sig. I stuttu máli; að það hafi fjárfest svo rosalega á síðustu árum að nú sé komið að endalokum þess þegar framkvæmdir hafa minnkað. Hagvirki að f ara ______á hausinn? — Er Hagvirkl að f ara á hausinn? „Nei, langt frá því. Hagvirki hefur f ra upphafi verið rekið með hagnaði og staðan er sú að eignir fyrirtækisins eru þrisvar sinnum meiri en skuldir. Þaðergóðstaða." Og eignirnar, mest stórvirkar vinnu- vélar, vega þungt á fleiri stöðum en götum úti; nývirði þeirra er hvorki meira né minna en 544 milljónir króna. Það fer á vissan hátt vel á þvi aö ræða örlítið um leið Jóhanns inn í verk- takabransann áöur en meira er fjallaö um stöðu Hagvirkis. Við sögðum áðan að hann væri talinn ævintýri, maður sem tryði á það sem hann væri að gera. Þannig fór hann einmitt inn í verktakaiðnaöinn. „Eg var með mína eigin verkfræði- stofu og vann mikið fyrir verktaka, gerði fyrir þá áætlanir og tilboð og þess háttar." Trúðuekkiátilboðið — gekk þá bara sjálf ur inn í f yrirtækið „Eg kom með verktilboð fyrir sam- steypu sem siðar varð Hraunvirki. Menn töldu að tilboðið væri rugl, það stæðist engan veginn. Eg var á öðru máli, trúði á þetta tilboð, og úr varð að ég gekk inn í fyrirtækið til að sanna og sýna fram á að hægt væri að standa við þettatilboð." Það var svo þann 9. júlí 1981 sem Hagvirki var stofnað. Fyrirtækið er sprottið upp úr Hraunvirki, sem Jóhann átti jú í, og verkfræðiþjónustu Jóhanns, en hún er reyndar enn tiL A skömmum tíma er Hagvirki orðið að stórveldi, eins konar ímynd stór- hugar og djörfungar, athafna. Nú vinna hjá fyrirtækinu 280 manns. Sultartangi var fyrsta stórverkefni Hagvirkis. „Við tókum strax þá stefnu að ekki þýddi að hafa gömul tæki þarna uppfrá. Það má ekki gleymast að það er þrisvar sinnum dýrara að liafa menn í vinnu uppi á hálendinu en í bænum. Það verður að nýta tækin í botn, eng- inn tími má fara til spillLs, það gengur ekki að menn séu að baksa á daginn yf- ir ónýtum tækjum eða tækjum sem eru ekkinógustórvirk. Við keyptum því tæki af Lands- virkjun. Þetta voru tæki sem Hraun- virki hafði verið með í Hrauneyjafossi og skilað aftur til Landsvirkjunar er verkinuvarlokið. Greiðum tolla og öll gjöld af tækjum Margir halda að við höfum fengið þessi tæki án tolla og opinberra g jalda. Það er bara ekki rétt. En í tilboði Landsvirkjunar var inni- falið að þeir sem fengju verkið gætu keypt tækin af stofnuninni. Það var einfaldlega það sem við gerðum. Við tókum bara lán og keyptum tækin." Siðan hafa tækin og eignirnar auk- ist. Þegar á árinu '82 voru keypt mörg tæki, aftur '83 og í fyrra voru keypt tæki fyrir hvorki meira né minna en 110 milljónir króna. Já, er nema von að menn spyrji sig hvort Hagvirki sé að springa? Hvarfengust peningar f yrir tækjunum? Við spurðum Jóhaun hvar fyrirtæk- ið hefði eiginlega fengið peninga til að fjármagna bll þessi ósköp. „Það er ekkert launungarmál að við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.