Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1985, Qupperneq 22
22 DV. LAUGARDAGUR15. JONÍ1985. Oxsmá hef ur gef ið út plötu: Fúlsar Andrés við andarsteikinni? Rip, Rap og Rup gengu naktir að neðan. Það gerir hljómsveitin Oxsmá vel að merkja ekki en þó er hún óvenju- leg fyrir ýmissa hluta sakir. Hljóm- sveitin hefur alilengi verið eins konar neðanjarðarband i bæjarlífi Reykja- víkur en nú gefst öllum almenningi upplagt tækifæri til þess að kynnast henni. Óxsmá er á sinni fyrstu hljóm- leikaferð um landið og hefur jaftiframt gefið út fyrstu hljómplötu sina. Þar er að finna iagið um Rip, Rap og Rup. Strunsar út með látum „Lagið fer þungt og lævislega af stað. Þaö marar í hálfu kafi likt og krókódíll í leit að bráð. Fljótlega brýst þó angistin i gegnum haminn og æpir, svo ekki verður um villst, á yfir- borðinu. I þannig aðsvifi kúvendir fer- likið sér og sönglar um danskar teikni- sögufigúrur. Lengi vel tekst þannig hinu geöklofa tónverki aö villa á sér heimildir. En svo heyrist í þessari tvíræðu hendingu: „Rip, Rap og Rup, reynd’ að boröa önd, Andrési önd, blóðug héldu bönd!” Þetta er gruggugt. Eru andarungarnir að reyna að borða andapabba sem reynist þeim of seigur biti undir tönn? Eða fúlsar Andrés við andarsteikinni vegna ættartengsla? Vel má imynda sér að þarna sé komiö uppgjör hljómsveitar- meðlima við æskuárin. Þeir persónu- gera sig i æskuhetjunum og lýsa átökum andstæðnanna er þeir fjar- lægjast foreldra sina viö aö nálgast fulloröinsaldurínn. Eftir þetta yfir- lætislausa en yfirgripsmikla uppgjör tapar lagiö sér alveg um stund. En sem af gömlum vana kleyfhugans nær það sér nokkurn veginn aftur á strik. Og viti menn, tekur upp á þvi að þykjast ætla að byggja upp framtíð. Strunsar svo lævíslega út með látum.” Stórviðburðurí tónlistarsögunni Eg þykist þekkja þarna handbragð blaðafulltrúa Oxsmá sem er skáld- Hljómsveitin Oxsmá i léttri sveiflu á veitingahúsi einu hér f Reykjavik; ’ þette er hin órafmegneðe útgéfa hljómsveitarinnar. Fré vinstri eru Axel gftarieikari, Httrður orgelleikari, Keli sttngvari og gftarieikari, Kommi | trommuleikari, Jón Sigvaldl bassaleikari og Öskar Stormur saxófónleikari.' DV-mynd KAE. • mæríngurinn Sjón. Sjálfir eru þeir sex- menningar i hljómsveitinni ekki mikið fyrir aö tjá sig um hugverk sín ýmiss konar; kannski kjósa þeir aö láta verkin tala. Þeir? Þeir heita Keli, Axel, Oskar, Stormur, Kommi, Höröur &J6nSigvaldi. Sjón lítur svo á að útkoma fyrstu plötu Oxsmá sé stórviðburöur í is- lenskri tónlistarsögu, allavega seinni árin. „Oxsmá er eina unglingahljóm- sveitin nú um stundir sem er trú upp- runa sínum. Þeir eru enn sömu ungl-’ ingarnir og sýna það og sanna á plötunni. Til dæmis má taka lagiö Kittý. Nú er Bubbi Morthens að gefa út plötu um hina þroskuöu konu. Oxsmá, yrkir hins vegar um þrettán ára smá- stelpu.” ...klæðir sig glannalega I þessu byggir meöal annars á hinu alkunna lagi úr kvikmynd Carol Reed, Þriðja manninum, og á plötuum- slaginusegir: „Samband þriðja mannsins og Kittýjar hefur valdiö mér miklum heilabrotum. Hún er þrettán ára. Lítur út fyrir að vera sautján. Mikiö máluð og klæðir sig glannalega. Hann er helmingl eldri en gæti líka verið sautján. Maður sem lifir fyrir daginn i dag. Hvers vegna blandar Oxsmá þessum ólíku manngerðum saman? Svarið getur ekki verið rökrétt á neinn hátt. Það verður að kafa dýpra. Allir hljómsveitarmeðlimirnir eiga annaö- hvort yngri systur eöa frænkur.Þeir eru sex talsins. Iöulega skipta þeir sér í tvo þríggja manna hópa. Hver með- limur er þannig út af fyrir sig þriðji maðurinn í hvorum hópi. I upphafi lagsins hrópa þeir upp gælunöfn nokkurra yngri ættingja hver annars. Síðan er nærvera þriöja mannsins óbeint látin koma til greina. Eitthvað ergefiöískyn.” Þriðja heitir svo Gulan, það fjallar um Saigon. „Verkið tjáir óhugnaö og örvæntingu þess sem er einangraður frá uppruna sinum innan um mann- fjölda í fjarlægri stórborg. En hvor er fjær hverju, Salgon eða Reykjavík? Á Islandi búa nú tugir Víetnama, voða langt frá heimalandi sínu. — Oxsmá spinnur þráö i austrænan örlagavef.” Rokkabíllí læturundan síga Það eru sem sé þrjú lög á þessari fyrstu plötu Oxsmá; þetta er svokölluð tólf tommu plata. Aður hefur hljóm- sveitin gefið út fáeinar kassettur sem ekki hafa farið viöa og sömuleiöis gert einar tvær kvikmyndir. Þær voru meöal annars sýndar i frægri ferð Oxsmá til Hollands nú i vor þar sem hljómsveitin mun hafa spilaö og sungið við dágóðan fögnuð innfæddra. Aö auki hafa þeir piltar svo sýslaö við mynd- verk af ýmsu tagi; frægastir eru lík- lega nokkrir feiknaháir skúlptúrar sem þeir hafa reist viö hátíöleg tæki- færi. Og þeir stóðu að Poppminja- Platan haitir Rip Rap Rup. safninu um siöustu áramót ásamt Stuðmönnum. Tónlistin? Oxsmá hefur alltaf verið kennd við rokkabiUi. En nú leita þeir fanga víðar og aftar í timanum — blanda sinn eigin kokkteil... -IJ. VORHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS DREGIÐ f KVÖLD, OPIÐ KL. 10-20. VIIMSAMLEGA GERIÐ SKIL Á HEIMSENDUM . MIÐUM ,ví lhö„ Sjálf stæðisf lokkurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.