Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Side 2
2
DV. FÖSTU DAGUR 30. ÁGUST1985.
Mývatnsrannsóknirnar:
„Ekkert sérstakt sem bendir
til að Kísiliðjan
segir forstöðumaður LTffræðistofnunar
Háskólans um lélegt ástand lífríkis
„Þaö hafa orðið miklar breytingar
á lífríki Mývatns þessi tíu ár síðan
við hófum þar rannsóknir. Miklar
sveiflur hafa orðiö á einstaka
tegundum. En þessar sveiflur eru
ekki nýjar af nálinni og viö vitum
ekki af hverju þær stafa. Hins vegar
er ekkert sérstakt sem bendir til að
Kísiliðjan hafi þessi áhrif og ef svo
væri væri erfitt að greina það.”
Þetta sagði Arnþór Garðarsson, for-
stöðumaöur Líffræðistofnunar Háskól-
ans, í samtali við DV.
Stofnunin hóf rannsóknir í og við
Mývatn árið 1975. Hafa mjög margir
starfað við þær rannsóknir síöan og
sagði Arnþór að milli 20 og 30 ársverk
væru þar aö baki.
Fækkunin þýðir
ekki dauða
„Ástand lífríkisins nú er mjög
svipaö og verið hefur síðustu tvö til
þrjú ár,” sagði Arnþór. „Átskilyrðin í
vatninu eru mjög léleg og svo hefur
verið síðan 1982 til ’83. Árin þar á
undan voru mjög góð, en 1976 var
ástandiö þar svipað og nú. Við teljum
þessar sveiflur eðlilegar. Það verða
alltaf svipaöar breytingar milli ára.
Það hafa rannsóknirnar sýnt.
Rannsóknirnar eru gerðar á mjög
VISA
tekur
upp
áskrift-
argjald
„Þetta er gert til að standa
undir rekstrinum, kaup og sala
þurfa að standast á. Kaupmenn-
imir hafa verið að pína niður
álagninguna, og auk þess erum
við að bæta tölvukerfi okkar til
muna, sem kostar sitt,” sagði
Jóhann Agústsson, stjómarfor-
maöur hjá Visa, um ástæðu þess
fyrirtækið er að taka upp út-
skriftargjald á viöskiptavini sína.
Áskriftargjald þetta verður 35
krónur á mánuði, þó ekki á út-
skriftir undir 1000 krónum, og
verður reiknað í fyrsta sinn á
útskriftir 22. september næst-
komandi. Jóhann sagði að hver
viðskiptavinur þyrfti þó aðeins
að borga þessar krónur einu
sinni í mánuöi þótt hann fengi
tvær útskriftir sama mánuðinn
eins og þegar viðkomandi notar
Visa-kortið erlendis.
Eurocard tók upp sams konar
útskriftargjald á sína viðskipta-
vini fyrir þremur mánuðum. Er
gjaldiö þar 50 krónur á mánuði.
Sagði Gunnar Bæringsson hjá
Eurocard í samtali við DV að
áskriftargjaldið hefði verið sett á
til að standa undir rekstrinum
þar sem sú prósenta sem fyrir-
tækin borga þeim dygði engan
veginn.
Visa og Eurocard eru einu
viðskiptakortin sem gefin eru út
hér á landi.
• Mývatn. Þar hafa staðið yfir rannsóknir á iifríkinu í tíu ár á
vegum Líffræðistofnunar Háskólans.
breiðum grundvelli. Við mælum á
hverju ári f jölda hinna ýmsu tegunda,
svo sem anda, krabbadýra, mýflugna
og bleikja. Auðvitað getum við ekki
talið bleikjumar en mælum það af
veiðinni í vatninu sem í ár hefur verið
mjög léleg. Bleikjur og endur lifa á
mjög svipaðri fæðu en öndunum hefur
fækkað mjög. Ef við tökum til dæmis
skúföndina, sem er algengasta anda-
tegundin á Mývatni, þá voru 6000 pör
þar árið 1982. ’83 voru þau orðin 3000
og í ár eru þau rúmlega 2000.
Þessi fækkun þýðir ekki dauða
þessara anda heldur þaö aö þær flytja
sig um set. Þessar endur geta alveg
eins sett sig niður í Síberíu eins og á
Mývatni. Það fer eftir skilyröunum
hverju sinni. En þetta helst í hendur
við það að í góðu ári geta komist upp
á Mývatni mörg þúsund andarungar
en aðeins örfá hundruð í lélegu ári
eins og nú enda er hlutfall unga á
hvern kvenfugl aöeins 0,1 á móti 2 í
meðalári.
Hins vegar er lífríki Laxár, sem
fellur úr Mývatni, í mjög góðu ásig-
komulagi í ár.”
Toppar og lægðir
— Hvernig stendur á því að át-
skilyrðin eru svo slæm í Mývatni og að
sama skapi góð í Laxá?
„Þetta vitum við ekki. Bitmý er
mjög mikið í og við ána en lítiö við
vatnið. Botndýrin, sem til dæmis
endurnar og bleikjurnar lifa á, þurfa
líka fæðu og hún virðist af skornum
skammti í vatninu en ekki í ánni. Viö
eigum eftir að skoða hvernig á þessu
stendur enda taka svona rannsóknir
langan tíma í árum talið. Annars eru
allar líkur á því að þetta sé ekki
óvenjulegt.
Annaö get ég nefnt, varöandi
rannsóknir, að miklar sviptingar hafa
orðiö á krabbadýrum í vatninu. Þá er
þar áberandi þörungasvið, leirlos,
svokallaöir bláþörungar sem á tíma-
bilum hafa veriö mjög áberandi.
Þegar þeir eru í vatninu er þaö eins
og grænmetissúpa til að sjá. Svo
gerðist það áriö 1978, mjög snögglega,
aö þeir hurfu alveg svo vatnið varð
tært í nokkur ár. 1983 fór þetta að
breytast aftur, þá komu bláþör-
ungarnir á ný og nú er vatnið til aö
sjá eins og þar var fyrir 1978. Enginn
veit ástæðu þessa. Hins vegar teljum
við þetta ekki óeðlilegt. Það er óregla
á lífríki vatns eins og Mývatns. Hver
tegund nær ákveðnum toppi og líka
lægðum,” sagði Arnþór Garðarsson.
-KÞ
• Arnþór Garðarsson, forstöðumaður
Liffræðistofnunar Háskólans. „Það
er óregla á lífríki vatns eins og
Mývatns og þarf ekki að vera neitt
óvenjulegt við það.”
Háskólinn í tölvusam-
band við umheiminn
—15 milljón króna gjöf IBM en háskólinn hefur ekki pláss fyrir gjöfina
„Tölvubúnaður þessi breytir miklu
fyrir okkur hér enda er hér um að ræða
mjög afkastamikla tölvu. Hún kemur
til með að styrkja rannsóknar- og
þróunarstarfsemi í háskólanum og
auðveldar starfsmönnum skólans og
nemendum að hafa samband við
félaga erlendis,” sagði Guðmundur
Magnússon háskólarektor í samtali viö
DV.
IBM á Islandi hefur gefið Háskóla Is-
lands tölvubúnað til tengingar við
tölvunet háskóla og vísindastofnana í
Evrópu. Auöveldar þessi gjöf mjög
alla miðlun á tæknilegum og vísinda-
legum upplýsingum milli mennta- og
vísindastofnana í Evrópu og um allan
heim. Búnaður þessi er afhentur
skólanum til fullrar eignar og yfirráða.
Sams konar tæki eru í notkun hjá
stærstu viöskiptavinum IBM hérlendis
sem og fyrirtækinu sjálfu. Að auki fær
skólinn afnot af stjórn- og fjarskipta-
búnaði og styrk til aö standa undir
símakostnaði, hvort tveggja til ársloka
1987. Samanlagt verðmæti alls þessa
er um 15 milljónir króna.
Tölvunet þetta er hið fyrsta sem sett
er á stofn til almennra nota fyrir
menntastofnanir í Evrópu. Fyrir árs-
Við afhendingu tölvubúnaflarins. Frá vinstri: Sigmundur Guflbjarnason, næsti roktor Héskóla íslands,
Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM ó Íslandi, og Guflmundur Magnússon hóskólarektor. DV-mynd PK.
lok 1985 er reiknaö meö að háskólar í 18
löndum hafi tengst þessu samskipta-
kerfi. Gera má ráð fyrir að tölvur yfir
300 háskóla geti „talað saman” fyrir
lok þessa árs.
Háskóli Islands getur þó ekki tekiö
þennan tölvubúnað til notkunar fyrr en
í fyrsta lagi um áramótin næstu.
„Ástæðan fyrir því er sú að viö höf-
um ekki fundiö staö fyrir búnaðinn
ennþá,” sagði Guðmundur Magnús-
son. „Þaö bendir allt til að við verðum
að koma okkur upp bráðabirgðahús-
næði einhvers staöar hér á lóðinni þótt
engin ákvörðun hafi verið tekin
ennþá.”
— Og byggja þá yfir tölvubúnaðinn?
„Já, það bendir allt til þess þó viö
reynum aö finna aðra lausn. Tölvunar-
fræði háskólans hefur búið við mjög
þröngan kost og aðstaðan hefur verið
helst til léleg. Þá sjáum við fram á það
að í haust f jölgar nemendum um 80 frá
því í fyrra. Þá stunduöu nám í
tölvunarfræöi 170 manns en verða 250 í
ár. Það er því alveg ljóst aö viö verðum
að fjölga skjáverum til aö nemendur
geti lært á tölvurnar. Þess vegna er
sennilegast að besta leiðin sé að
byggja hús til bráðabirgða hér á
lóöinni,” sagði Guðmundur Magnús-
son.
-KÞ.