Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST1985. 9 Útlönd Útlönd Nigerfa: BABANGIDA SKIPAR NÝTT STJÓRNARRÁÐ Mohammaed Buhari hershöfflingi sem vikið var frá völdum i byltingu ðn blóðsúthellinga á þriðjudag. Ibrahim Babangida, nýr leiðtogi her- stjórnarinnar í Nígeríu, skipar í dag formlega nýtt 28 manna stjórnarráð í stað herráös Buharis hershöfðingja sem settur var frá völdum í hallarbylt- ingu á þriðjudag. Hið nýja stjórnarráð fer meö æðsta vald í málefnum landsins. I gærkvöldi var ljóst að margir fyrrum fulltrúar í herráði Buharis koma til með að halda stööu sinni í hinu nýja stjóniarráði. Þá má helsta telja Bali, varnarmálaráð- herra, sem nú er titlaður sem yfir- maður herráðsins og, Alfa yfirmann flughers, Aikhomu, yfirmann sjóhers- ins, og Inyang lögreglustjóra. Allir halda þessir menn stöðum sínum. Líf í Nigeríu er nú óðum aö færast í eðlilegt horf eftir valdaránið á þriðju- dag. Flugvellir voru opnaðir í fyrradag og nú hefur útgöngubanni á næturnar verið aflétt. Síma- og fjarskiptasam- bandi við útlönd hefur einnig verið komið á aftur. Enn er ekki búið að opna landamærin á landi en sum þeirra hafa verið lokuð í meira en ár. Herstjórnin nýja hefur heitið því að koma að nýju á fullkomnum borgara- legum réttindum íbúanna sem hún seg- ir að hafi verið troðið á í tíð stjórnar Buharis. Fulltrúar stjórnarinnar sýndu í gær blaöamönnum fangelsi í Lagos þar sem sagt var að stjórnar- andstæðingum hefði verið haldið við bágbornar aðstæður án dóms og laga. Hin nýja stjórn segist hafa leyst fjöld- ann allan af póUtískum föngum úr haldi eftir byltinguna. Hinn nýi leiðtogi Nígeríu sagði í sjónvarpsávarpi að hann skyldi beita sér fyrir málstað þeirra póUtísku fanga er fangelsaðir voru í tíð Buharis og hefur sagst ætla aö skipa opinbera nefnd tU að kanna málavexti hjá fyrrverandi póUtískum föngum. Dagblöð í Nígeríu hafa látið í ljós ánægju með byltinguna á þriðjudag en undirstrika í forystugreinum í gær og fyrradag að aðalverkefni hinna nýju valdhafa verði sem fyrr að finna lausn á gífurlegum efnahagsöröugleikum landsins.” Við erum ekki svo einfaldir að búast við kraftaverki en nýir leið- togar ættu að geta tekist á við efna- hagsvandann af meiri festu en fyrri valdhafar,” segir blaðið New Nigerian í forystugrein í gær. Chelvanayagan fer hvergi Indversk yfirvöld hafa ákveöið að leyfa Chelvanayagan Chandra- hasam, kunnum leiðtoga aðskiln- aðarhreyfingar tamUa á Sri Lanka, að vera áfram á Indlandi. Ákvörð- un indversku stjórnarinnar kom aðeins fimm dögum áður en vísa átti leiðtoganum úr landi. Chandrahasam hefur nú verið leyft aö fara til borgarinnar Madras á Suður-Indlandi þar sem fjölmargir tamilar búa er berjast fyrir sjálfstæðu ríki tamíla á Sri Lanka. Eftir að tUkynnt var um ákvörðun stjórnarinnar að vísa Chandrahasam úr landi brutust út mikil mótmæli á meðal indverskra tamíla. Tamílskir skæruliðar hótuðu meöal annars að hindra allar lestarsamgöngur í indverska ríkinu Nadu þar sem tamílar eru í meirihluta. Talið er að stjórnin í Nýju-Delhí hafi ekki viljað hætta á róstur meöal herskárra tamíla ef leiðtog- anum yröi vísað úr landi og hafa því leyft honum aö vera um kyrrt. Cranston enn vinsæll Kaliforníubúar eru nú aö komast í kosningaham enda styttist stöðugt í að ríkið kjósi sér tvo fulltrúa í öldunga- deild bandaríska þingsins. Kosning- arnar fara fram á næsta ári og kosningabaráttan er hafin fyrir alvöru. Demókratar hafa verið á undanhaldi í ríkinu á síöustu árum en nú virðast þeir ögn vera að rétta úr kútnum. Alan Cranston öldungadeildarþingmaður er fulltrúi þeirra í Washington og býður sig fram áfram á næsta ári. Cranston var sem kunnugt er einn af 8 frambjóöendum demókrata í for- kosningum flokksins fyrir síðustu for- setakosningar. Þar fór Cranston mjög halloka. Það voru ýmsir er spáðu því að með tapinu í forkosningunum væri ferill hans sem stjórnmálamanns á enda. Ef marka má nýlegar skoðanakann- anir í Kaliforniu að undanförnu virðist sú ekki ætla að verða raunin. Repú- blikönum hefur ekki tekist að sam- einast á bak við neinn ákveðinn frambjóöanda í kosningunum til öldungadeildarinnar og fylgi Cranstons fer vaxandi. Cranston er gamall í hettunni í bandarískum stjórnmálum og hefur mikið persónu- fylgi. Hann er frjálslyndur mjög, ein- dreginn talsmaður þeirra er frysta vilja framleiðslu kjarnorkuvopna og ötull andstæðingur stjörnustríðs- áætlana Reagans forseta. Umsjón: Þórir Guðmundsson og Hannes Heimisson NY VIDEOLEIGA I HLlÐUNUM, STÓRKOSTLEGT ÚRVAL AF GÓÐU EFNI BÆTUM INN NÝJUSTU MYNDUNUM ýW //M : n”. * Hjá okkur tekur þú eina spólu og færð aðra fría gggsrt Ksrí Ágúst Úlfssojt Þráinr? Berteisstm ATHUGIÐ! ALLT í SÖMU FERÐINNI í sama húsnæði er úrvals söluturn svo að þú getur fengið þér meðlætið um leið og þú velur mynd * Opið 9—23.30 alla daga HLÍÐAVIDEO Mávahlíð 25. Sími 10733.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.