Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Side 33
DV. FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST1985.
45
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
John Lennon hefði orðið
45 ára í haust
— sjónvarpsmynd um hann f rumsýnd í nóvember
John Lennon hefði orðið 45 ára í
október og í desember eru fimm ár
liöin frá því hann var myrtur. Á
þessum tímamótum veröa gefnar út
fjölmargar bækur í minningu hans og
verið er að gera mynd um líf hans og
Yoko Ono. Myndin á að heita
„Imagine” og verður þriggja tíma
löng sjónvarpsmynd.
Tökur standa nú yfir í London og
Liverpool, en myndin hefst árið 1966
þegar John og Yoko hittast í London á
sýningu sem Yoko hélt þar í borg.
Myndinni lýkur á morðinu á Lennon
þegar Mark Chapman skaut hann til
banaíNew York.
Yoko eyddi fimm dögum með leik-
stjóranum Sandor Stern og talaði um
líf þeirra hjóna. Á þeim samtölum var
myndin byggð. Yoko gat komiö með
breytingartillögur við handritið en
henni var ekki gefin heimild til að
skipta sér af tökum. Yoko finnst aö
margir kenni henni um aö Bítlarnir
hættu á sínum tíma. I myndinni kemur
hún hlutunum á hreint. Hún var
hispurslaus viö leikstjórann og sagði
John og Yoko eftir að Bítlarnir
hættu að spila saman.
frá erjum þeirra hjóna og öllu því sem
henni fannst máli skipta.
Þaö er bandarísk leikkona, Kim
Miyuri, sem fer meö hlutverk Yoko, en
Mark McGann fer með hlutverk
Lennon. Mark hefur áöur leikið
Lennon en það var á sviði í London
fyrir tveimur árum. Hinir meðlimir
Bítlanna koma líka fram í myndinni og
fer Philip Walsh með hlutverk Ringo,
Peter Capaldi með hlutverk George
Harrison og Kenneth Price leikur Paul
McCartney. Myndin verður sýnd í
Bandaríkjunum í lok nóvember.
Viö gerð myndarinnar hafa ýmsar
gamlar myndir af John, sem aldrei
hafa birst á prenti, verið dregnar fram
í sviðsljósið. M.a. kom ein 22 ára gömul
mynd af John í eldhúsinu hjá Paul eftir
erfiöan dag aö fá sér te. Þar er hann
ennþá venjulegur strákur frá Liver-
pool en nokkrum mánuðum síðar voru
hann og Bítlarnir orðnir heimsfrægir.
Búist er viö að myndin um Lennon og
sú útgáfustarfsemi sem fylgir afmæli
hans muni vekja á ný upp Bítlaæðið
sem svo margir muna vel eftir frá
sínum yngri árum.
Mark McGann og Kim Miyuri i hlut-
verkum sínum í sjónvarpsmyndinni
um Lennon og Yoko.
Með axlabönd og smá istru í eldhúsinu hjá Paul, vini sinum, eftir erfiðan
dag. Það hljóta allir að sjá hver þetta er.
OQ%¥ Djw
Boxarinn frægi hef nir
vinar síns íboxkeppni
aldarinnar í Moskvu
Nú er byrjaö að sýna Rambo í Há-
skólabíói og uppselt er á hver ja sýning-
una á fætur annarri. Það er því ekki úr
Sylvester Stallone er ekki beint
vinalegur í einviginu á móti montna
Rússanum í Moskvu.
vegi að kynna lítillega næstu mynd
sem Sylvester Stallone er að vinna við.
Þetta er vitanlega myndin númer
fjögur um boxarann Rocky. Við höfum
komist yfir upplýsingar um sögu-
þráðinn í myndinni sem snýst um box-
keppni eins og vænta má.
Nú er það rússneskur boxari sem er
vondi maðurinn í myndinni, hann er
meö stöðugan gorgeir og segir að
bandarískir boxarar séu aular og geti
minna en ekkert í hringnum. Auk þess
er hann með ljót orð í garð Banda-
ríkjanna í heild sinni. Vinur Rocky,
sem var óvinur hans á tímabili, verður
leiður á gorgeirnum í Drago og þeir
mætast í Las Vegas og einvígið endar á
því að vinur Rockys deyr. Rocky tekur
þetta mjög nærri sér og ásakar sjálfan
sig fyrir aö hafa ekki stöðvað vin sinn.
Rocky ákveður aö skora á Drago og fer
einvígi þeirra fram í Moskvu. Hann
verður samt að afsala sér titli sínum til
Eitt atriði úr myndinni Rocky IV, Rocky er þarna á leið í hringinn i Moskvu,
umkringdur KGB mönnum og rússneskum hermönnum.
að fá aö heyja einvígið því hann er at-
vinnumaöur en Drago ekki. Rocky
leggur á sig gífurlegar æfingar til að
vera í sem bestu formi þegar hann
mætir Drago eins og t.d. að draga
hundasleöa og trimma í snjó og kulda.
KGB kemur líka við sögu en þeir reyna
að hafa áhrif á Rocky eftir að hann
kemur til Moskvu. Einvígið gengur svo
sinn vanagang eins og Rockyaðdá-
endur kannast við en ekki viljum við
láta uppi hver vinnur. Það verður nú
aö vera eitthvað eftir til að ná upp
spennu í myndinni.
Rocky IV er spáð mikilli velgengni í
Bandaríkjunum ekki síst eftir aö
Rambo sló í gegn en þaö viröist hún
ætla að gera líka hér á landi.
Hinir hressu kappar í Rolling
Stones munu vera að gera nýja
piötu. Nafn plötunnar á að vera
„Back to Zero” eða Aftur til
upphaf sins á íslensku. Þar með eru
>eir komnir á byrjunarreit aftur og
>að verður gaman að heyra hvort
tónlistin á plötunni verður í
svipuðum dúr og þeir byrjuðu á á
sínum tima.
★ ★ ★
Amy Carter, dóttir Jimmy
Carter, fyrrum forseta Bandaríkj-
anna, er stödd i Moskvu um þessar
mundir. Hún er þar á vegum sam-
taka sem kallast „The Friendship
Force”. Þetta munu vera samtök
sem reyna að stuðla að bættum
samskiptum þjóða með því að
senda fólk í heimsóknir og fá svo
gesti til baka. Þrjátíu og einn Rússi
mun af því tilefni heimsækja
Bandarikin i mai á næsta ári.
★ ★ ★
Ella Fitzgerald, jasssöngkonan
góðkunna, var flutt á sjúkrahús í
Washington nýlega, vegna
öndunaierfiðleika. Söngkonan,
sem er orðin 67 ára gömul, ætlaði
að halda hljómleika með píanóleik-
aranum Oscar Peterson i Wolf
Trap Fram Park en þeim var af-
lýst vegna veikinda hennar. Hún
mun hafa náð sér fljótlega en Önd-
unarerfiðleikarnir stöfuðu af vökva
ílungumliennar.
i