Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Síða 3
3
DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985.
Konur f lykktust í
Odda um helgina
—á ráðstefnu um íslenskar kvennarannsóknir
Mjög góð aðsókn kvenna var á ráð-
stefnu um íslenskar kvennarannsóknir
sem haldin var í Odda, hugvísindahúsi
Háskóla Islands, um helgina.
Ráðstefnan var sett á fimmtudags-
kvöld og komust færri að en vildu til aö
hlusta á erindi Önnu G. Jónasdóttur
stjórnmálafræðings en hún starfar að
kvennarannsóknum í Svíþjóð.
A föstudag voru flutt erindi um
kvennarannsóknir í bókmenntum og
sagnfræði. Um kvöldið kynnti Hrafn-
hildur Schram listsköpun kvenna í
máli og myndum.
Lögfræði og raungreinar voru á dag-
skrá á laugardag og flutti Guðrún
Erlendsdóttir lögfræðingur m.a. erindi
um óvígöa sambúð. Þar kom fram aö
þess misskilnings virðist gæta að mun
auðveldara sé að slíta óvígðri sambúð
en hjónabandi. Guðrún benti á að ef
vandamál kæmu upp viö sambúöarslit
þá væri lagaleg staöa fólks í sambúð
mun óljósari, því væri nauðsynlegt
fyrir fólk að gera með sér samning
þegar sambúð hæfist þannig að ekki
þyrfti að leita til dómstóla ef ósætti
værimillifólks.
Guðfræði og félagsvísindi voru á
dagskrá á sunnudag og var fullt út úr
dyrum þá sem aðra daga ráðstefn-
unnar.
-SJ.
KAUPIN GERAST
EKKI BETRI
LÝSING Á
KS 28
254 lítra kælir,
26 litra f rystlr,
4 hillur,
2. grœnmetisskúffur,
innhyggt Ijós,
hálf sjálfvirkt afhrím,
stílL.nlegir fœtur,
straumnotkun 2,00 KwH é sólar-
hring.
Mál: h. 140, br. 57, dýptOO.
_______ Litur: hvitur.
Blombem
ÞÚ GERIR EKKI BETRI KAUP
- TAKMARKAÐ MAGIM.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995
VILLEROY& BOCH
I BAÐHERBERGIÐ:
Flísar á veggi og gólf, blöndunartæki, hreinlætis-
tæki, hvíta línan, gráa línan. Allt sem er nýjast og
best færðu auðvitað hjá okkur.
Á GÓLFIÐ:
Teppi og flísar við allar aðstæður. Þú kemur og velur
þér flísar og gólfteppi og óskir þú eftir sendum við
þér vana menn sem sjá um mælingu og lögn.
GREIÐSLUSKILMÁLAR:
Allar vörur og þjónusta verslunarinnar fást á okkar
góðu greiðsluskilmálum, svo sem 20% útborgun og
eftirstöðvar á allt að 10 mánuðum.
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ
KOMAI HAFNARFJÖRÐ.
Opið alla
laugardaga
kl. 10 - 16